BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst Orri skrifar undir út tímabilið 2028

21.11.2024 image

Ágúst Orri Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út tímabilið 2028!

Hann kemur aftur heim til Breiðabliks frá ítalska liðinu Genoa reynslunni ríkari og tilbúinn í þau spennandi verkefni sem bíða liðsins á næsta tímabili.

Ferill

08.02.2022: Ágúst Orri Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild BreiðablikÁgúst Orri er fæddur árið 2005. Hann er marksækinn sóknarsinnaður leikmaður sem les leikinn vel. Ágúst lék sinn fyrsta efstu deildar leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks gegn Stjörnunni síðastliðið sumar (2021). 

02.03.2022: Ágúst Orri til Malmö. Enn einn ungi Blikinn er nú á leið í atvinnumennsku. Ágúst Orri Þorsteinsson, ungur og efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður, hefur verið seldur til sænska stórliðsins Malmö.

06.01.2023: Ágúst Orri aftur í Breiðablik. Ágúst Orri sem Malmö FF keypti af Breiðablik fyrir ári er búinn að skrifa undir 3ja ára samning við Breiðablik eftir að félagið keypti hann til baka frá Malmö FF fyrir sömu fjárhæð og hann var seldur á.

30.08.2023: Ágúst Orri seldur til Genoa á Ítalíu. Okkar maður Ágúst Orri Þorsteinsson gekkst í gær undir læknisskoðun hjá Genoa á Ítalíu og skrifaði í framhaldinu undir þriggja ára samning við ítalska félagið Genoa sem kaupir hann frá Breiðabliki.

Hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2021 þegar Breiðablik sigraði Störnuna í Garðabænum. Árið 2023 spilaði hann alls 16 leiki með með Blikum og skoraði í þeim 1 mark í sigri á Fjölni.

Ágúst Orri á fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands, við Blikar þekkjum hversu hæfileika ríkur þessi ungi leikmaður er.

Við fögnum heimkomu hans og hlökkum til að fylgjast með Ágústi Orri á vellinum næsta sumar.

@breidablikfc

NÝR LEIKMAÐUR ???? Velkominn Ágúst Orri ????

♬ DrillRap - 张拿狗

image

Grafík: Halldór Halldórsson

Til baka