Alfreð Finnbogason verður tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar Breiðabliks
01.08.2024Alfreð Finnbogason verður tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar.
Hann mun vinna náið með þjálfurum meistaraflokka félagsins og öðru starfsfólki við að halda áfram að byggja upp og efla enn frekar starfið hjá einni öflugustu knattspyrnudeild á Íslandi með árangursmiðuðum hætti.
Alfreð mun vera í ráðgjafar hlutverki, samhliða því að spila sem atvinnumaður í Evrópu. Það mun svo breytast og þróast eftir aðstæðum.
„Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við“. segir Alfreð Finnbogason.
Alfreð þarf ekki að kynna fyrir Breiðabliksfólki eða íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Hann spilaði 67 leiki með Breiðablik á árunum 2008 til 2010 og varð bikarmeistari með félaginu 2009 og Íslandsmeistari 2010.
Alfreð hélt í atvinnumennsku 2010 og hefur á sínum ferli leikið meðal annars með Lokeren, Helsingborgs IF, Heerenvenn, Real Sociedad, FC Augsburg, Lyngby og spilar núna með Eupen í Belgíu. Hann á að baki 73 landsleiki, hefur skorað í þeim 18 mörk og spilaði fyrir íslands hönd á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018.
,,Við erum afar stolt og spennt að Alfreð sé að koma til liðs við okkur hjá Breiðabliki, en þessi frábæra viðbót, er hluti af af þeirri endurskipulagningu og stefnumótun sem verið hefur og er í gangi hjá okkur. Við vitum að þekking hans og reynsla mun nýtast félaginu afar vel nú og á komandi árum, hlökkum til samstarfsins og bjóðum Alfreð hjartanlega velkominn aftur í Breiðablik“ segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar.
Ferill með Breiðabliki
2007: Alfreð Finnbogason kemur til Breiðabliks árið 2005 og hóf meistaraflokksferilinn með Augnabliki í Kópavogi sumarið 2007 þegar hann spilaði 2 leiki með Augnabliki og skoraði 2 mörk sem lánsmaður frá Breiðabliki, þá 18 ára gamall.
2008: Hann kemur við sögu í 4 leikjum í efstu deild með meistaraflokki Breiðabliks og skorar 1 mark.
2009: Ólafur Kristjánsson gerir Alfreð að byrjunarliðsmanni í öllum keppnum. Mótsleikirnir verða 26 og mörkin 15. Hann spilar alla 18 leikina í deildinni og skorar 13 mörk. Hann var einnig lykilmaður í okkar liði þegar félagið landaði fyrsta sigrinum í VISA Bikarkeppni KSÍ. Alfreð skoraði mörk Blika í venjulegum leiktíma og framlengingu. Hann skoraði líka í vítaspyrnukeppninni.
2010: Alfreð var einn besti leikmaður keppnistímabilið 2010 þegar Breiðablik vinur fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla. Heilt yfir spilar Alferð 33 mótsleiki árið 2010 og skorar í þeim 19 mörk.
Viðurkenningar
2009 - Í lokahófi KSÍ 2009 er Alfreð valinn efnilegasti það keppnistímabil. Nánar.
2010 - Alfreð Finnbogason var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsí-deildarinnar, á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands sem fram fór á Brodway. Efnilegasti leikmaður Pepsídeildarinnar var kjörinn Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki. Þjálfari ársins var Ólafur Kristjánsson að auki þá var Breiðablik prúðasta lið ársins. Nánar.
2010 - Alfreð Finnbogason var kjörinn íþróttamaður Kópavogs 2010 – annað árið í röð - og meistaraflokkur karla var heiðraður fyrir frábæran árangur. Nánar.
Ferill erlendis
2010 - Alfreð Finnbogason til Lokeren. Nánar.
2016 - Alfreð til Þýskalands. Nánar.
Leikjayfirlit erlendis:
Farsæll landsliðsferill.
Fyrst landsleikur Alfreðs var með U21 árið 2009. Fyrsti A-landsleikur ári síðar.
Alfreð Finnbogason kom í stutt viðtal við BlikarTV eftir leikinn við Val á Kópavogsvelli í júlí 2020.
Alfreð Finnbogason var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsí-deildarinnar, á lokahófi Knattspyrnusambands Íslands sem fram fór á Brodway. Efnilegasti leikmaður Pepsídeildarinnar var kjörinn Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki. Þjálfari ársins var Ólafur Kristjánsson að auki þá var Breiðablik prúðasta lið ársins.