Anton Ari áfram hjá Breiðabliki
05.07.2024Markmaðurinn Anton Ari Einarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi við Knattspyrnudeild Breiðabliks sem tryggir að hann spilar með liðinu út árið 2026.
Hann kom til Breiðabliks frá Val árið 2020, er fæddur árið 1994 og hefur spilað 176 leiki með Blikum. Varð Íslandsmeistari og að sjálfsögðu hluti af sögufrægu liði Blika sem tryggði sig fyrst í riðlakeppni í Evrópu.
Ferill til þessa:
176 mótsleikir með Breiðabliki.
Önnur lið á Íslandi:
Landsleikir:
Tveir leikir með A-landsliði Íslands
Viðurkenningar:
Viðurkenningarskjal árið 2022 fyrir 100 mótsleiki með Blikum
Anton Ari hreppti fyrsta gullhanskann sem afhentur hefur verið hér á landi. Í fyrsta sinn 2022 fá bestu markmenn beggja kynja gullhanska. Gullhanskinn er afhentur þeim markverði sem heldur oftast hreinu á keppnistímabili Bestu deildarinnar. Anton Ari maður hélt tólf sinnum hreinu í 27 leikjum árið 2022.
Frábærar fréttir á föstudegi