BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Arnór Sveinn kominn heim

25.11.2022 image

Varnarmaðurinn snjalli Arnór Sveinn Aðalsteinsson er kominn aftur heim í Kópavoginn.

Arnór Sveinn sem er fæddur og uppalinn Bliki og á að baki 252 leiki með meistaraflokki Breiðabliks sem hann lék á árunum 2003 til 2016.  Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2009 og 2010 en hélt síðan til Noregs og lék með Hönefoss í efstu deild í Noregi.

Árið 2014 kom hann aftur heim í Breiðablik en gekk síðan til liðs við KR árið 2017 og hefur verið þar síðan. Þar varð hann meðal annars Íslandsmeistari árið 2019.

Arnór Sveinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Allir góðir Blikar fagna þessum vistaskiptum enda Arnór Sveinn sannur Bliki og af miklum Blikaættum í marga ættliði.

Vertu velkominn heim Arnór Sveinn!

Til baka