Barningur í Breiðholtinu!
21.02.2023
21.02 17:00
2023

Breiðablik
2:0

Blikar lutu í lægra haldið 2:0 gegn kraftmiklum Leiknismönnum í Breiðholtinu í Lengjubikarnum í dag. Okkar drengir náðu sér ekki að strik og því fór sem fór.
Reyndar leyfði dómarinn allt of mikla hörku í leiknum og þurftu nokkrir Blikar að fara af velli vegna meiðsla. En þetta sýnirsamt að ekki má vanmeta neinn andstæðing og fara í alla leiki af fullum krafti.
Það borgar sig hins vegar ekki að dvelja lengi við þessi úrslit. Það styttist í æfingaferð til Portúgal og þar fá menn að æfa og spila við toppaðstæður. Þá verður aftur gaman að spila fótbolta!
-AP
Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023