Besta deildin 2022: Breiðablik - Keflavík
15.04.2022Í pistli dagsins ....
Fyrsti heimaleikur í Bestu deild karla > Gestirnir eru frá Keflavík > Miðasala er á Stubbur > Sagan > Gamli leikurinn (nýtt): Breiðablik - Keflavík 1976 > Blikahópurinn 2022 > Stuðningsmaðurinn Flosi Eiríksson er SpáBliki 1. umferðar > Blikaljós leiksins (nýtt): Framherjinn Ísak? > Dagskráin > Gefðu kost á þér í Blikar.is liðið > Heimaleikir meistaraflokka Breiðabliks 2022 (mynd).
Grafík: Halldór Halldórsson
Breiðablik - Keflavík
Jæja, þá er komið að þessu - loksins!
Gestir okkar á Kópavogsvelli í fyrsta leik Blikmanna í Bestu deild karla er lið Keflvíkinga frá Reykjanesbæ.
Flautað verður til leiks á Kóapvogsvelli klukkan 19:45 - stundvíslega!
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Fyrri hálflekir Liverpool - Manchester United sýndur í Grænu stofunni sem opnar 18:30, börger á grilli og rjúkandi kaffi.
Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.
Staða liðanna í deildinni fyrir leikinn er mjög jöfn eins og sjá má 😊
Sagan
Heildarfjöldi mótsleikja liðanna í A og B deild, bikar, deildabikar og litla bikarnum er 127. Blikasigrar eru 49 gegn 55 og jafnteflin er 23.
Innbyrðis leikir í A-deild eru 58 leikir. Blikasigrar eru 21 gegn 24 og jafnteflin eru 13. Í leikjunum 58 hafa liðin skorað 190 mörk - Blikar 90 mörk gegn 100 mörkum Keflvíkinga.
Síðustu 3 heimaleikir á Kópavogsvelli:
Gamli leikurinn
Gamli leikurinn er viðureign Breiðabliks og ÍBK á Kópavogsvelli 8. ágúst 1976. Blikar á sínu 4 ári í efstu deild - komu fyrst upp 1971 en féllu 1973 og spiluðu í B-deildinni 1974 og 1975.
Blikar unnu leikinn 3:1 og þar með sinn fyrsta sigur á sögufrægu liði Keflvíkinga.
Blöðin voru ekkert að spara stóryrðin. Þjóðviljinn. "Sigurganga Breiðabliks heldur áfram". Morgunblaðið "Blikarnir halda áfram sigurgöngu sinni - unnu ÍBK 3:1". Tíminn "Blikarnir á fullri ferð" og Alþýðublaðið "Stórstígar framfarir hjá Breiðabliksmönnum".
Blikamenn, með leikmenn eins og Ólaf Hákonarson, Einar Þórhallsson, Harald Erlendsson, Bjarna Bjarnason, Gísla Sigurðsson, Vignir Baldursson, Þór Hreiðarsson, Heiðar Breiðfjörð og Hinrik Þórhallsson í fararbroddi, yfirspiluðu Keflvíkinga á fagurgrænum Kópavogsvelli eins og lesa má um í skrifum blaðanna þriðjudaginn 10. ágúst, en leikið var sunnudaginn 8. ágúst - í þá daga birtust skrif um helgarleiki á þriðjudögum - engin dagblöð að hafa +a mánudögum. Leikir og leikmenn 1976.
Frammistaða okkar manna í leiknum gegn Keflavík var mög góð og sigurinn síst of stór. Einkunnagjöf MBL gaf fimm Blikum 3 í einkunn og Hinrik Þórhallsson fékk fjóra enda var hann mjög kvikur og skoraði mark ásamt Heiðari Breiðfjörð og Þór Hreiðarssyni.
Þrir Blikar í liði vikunnar eftir 12. umferð 1976.
Blikahópurinn 2022
Leikmannahópur Breiðabliks keppnistímabilið 2022 (sjá mynd).
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfarari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari liðsins. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Breiðabliki frá árinu 2005. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í sjúkarþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Og Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 1. umferðar Bestu deildar karla er fæddur og uppalinn í Kópavogi, í næsta húsi við jafnaldra sinn og bekkjarbróður, Pétur Guðmundson varðstjóra og dómara í efstu deild karla. Hann hefur setið í stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks síðan 2017 og er nýkjörinn formaður deildarinnar. SpáBlikinn á 4 börn og hafa þrjú af þeim æft með Breiðabliki, en eitt með HK! Blikinn var (er) býsna pólitískur og sat í bæjarstjórn Kópavogs 1998 til 2010. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og reynir að tryggja að farið sé eftir reglum á vinnumarkaði.
Flosi Eiríksson: Hvernig fer leikurinn?
Loksins er vorið að koma og Besta deildin að byrja. Undirbúningstímabilið hefur í heildina gengið vel og það var einstaklega gaman að sjá okkar stráka eiga góða leiki á sterku móti í Portúgal og sýna þar enn og aftur getu sína og kraft gagnvart sterkum erlendum liðum.
Næsta verkefni er heimaleikur við Keflavík, 19. apríl. Það er ekki nokkur ástæða til að eyða miklum tíma í að rifja upp leiki okkar við þá síðasta sumar, en það er ekki laust við að maður verður bílveikur við að rifja upp þessar ferðir suður með sjó. Ekki meira um það. Það er komið nýtt tímabil, nýjir leikir og nýjir möguleikar, Besta sumarið.
Þetta verður án efa hörkuleikur enda Keflavíkingar með fínt lið. Ég veit að Breiðabliksstrákanna klækjar í alla útlimi að byrja að spila – gleðja okkur stuðningsmenn með getu sinni og hæfileikum – fyrir framan fulla stúku. Ég ætla að spá því að Breiðablik vinni 3-0, en það verður ekki eins auðvelt, en svona verður þetta.
Besta deildin er nú að fara af stað í fyrsta sinn.Það verður gaman að sjá hvernig umgjörð, kynning og markaðsstarf takast og hvaða breytingar við stuðningsmenn munum sjá. Breiðablik hefur í vetur breytt og bætt ýmislegt sem snýr að leikmönnum, knattspyrnudeildarinnar í heild sinni og umgjörð okkar heimaleikja. Sumt af því mun skýrast betur eftir því sem líður á sumarið.
En ekkert skiptir eins miklu máli og að við stuðningsmenn mætum á völlinn, látum heyra almennilega í okkur, við erum jú bestir í náranum, og hvetjum okkar lið.
Gerum þetta að Besta sumrinu á Besta vellinum í Bestu deildinni með Besta liðið.
Áfram Breiðablik
Blikaljós leiksins
"Blikaljós leiksins" Umsjón: Aron Páll Gylfason.
Framherjinn Ísak?
Ísak Snær var mun framar á vellinum en vani er, í leiknum gegn Víkingum á dögunum. Það er forvitnilegt að fylgjast með því hvar Óskar ákveður að spila honum á þriðjudaginn.
Mun Ísak vinna alla seinnibolta á miðjunni í sumar, með sínum styrk og hraða eða mun hann vera spilaður framar á vellinum.
Það er svo sannarlega spennandi að fylgjast með þróun Ísaks í grænu treyjunni og við munum fylgjast grant með honum í opnunarleik okkar manna gegn Keflavík.
Dagskrá
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli klukkan 19:45 - stundvíslega!
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 Sport 4 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Fyrri hálflekir Liverpool - Manchester United sýndur í Grænu stofunni sem opnar 18:30, börger á grilli og rjúkandi kaffi.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Klippur úr síðasta heimaleik gegn KEF í boði Blikar TV:
Gefðu kost á þér í liðið
Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að skrifa efni og setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is.
Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.
Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is
Miðlarnir okkar eru: