Besta Deildin 2022: Leiknir R. - Breiðablik
27.05.2022Grafík: Halldór Halldórsson
Í pistli dagsins ...
Áttundi leikur okkar manna í Bestu karla 2022 > Blikar enn taplausir á toppnum > Skellum okkur í Breiðholtið > Miðasala á Stubbur > Sagan: 12 mótsleikir > Blikahópurinn 2022 > SpáBlikinn er Örn Örlygsson > Dagskráin fyrir leik > Jafntefli 2021 í 6 marka leik > Gefðu kost á þér í Blikar.is liðið!
Leiknir R. - Breiðablik
Næsti leikur okkar manna er strax á sunnudaginn. Um er að ræða leik í 8. umferð Bestu deildar karla 2022 gegn Leiknismönnum á þeirra heimavelli í Breiðholtinu.
Flautað verður til leiks á Domusnovavellinum kl.19:15 á sunnudagskvöld.
Miðasala er á Stubbur app
Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 BD 2fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Staðan Blika eftir 7 umferðir - enn taplausir á toppnum!
Sagan & Tölfræði
Aðeins fjórum sinnum hafa liðin mæsti í efstu deild.
Fyrsti mótsleikur liðanna var í Bikarkeppni KSÍ árið 1979. Bikarleikir eru heilt yfir 3. Leikir í Deildabikarnum eru 4. Og í janúar á þessu áttust liðin við í Fótbolta.net mótinu. Samtals 12 leikir.
Blikar hafa yfirhöndina í þessum 12 leikjum með 10 sigra og 2 jafntefli - bæði jafntefli eru í leikjum í A-deild. Árið 2015 gera liðin 0:0 jafntefli á Kópavogsvelli og í Breiðholtinu í fyrra náðum við að jafna á þá á ögurstundu í leik sem endaði 3:3.
Breiðablik og Leiknir hafa mæst 12 sinnum innbyrðis frá fyrsta leik árið 1979:
- Fyrsti mótsleikur liðanna var í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 20. júní 1979. Leikið var á Kópavogsvelli og lauk lauk leiknum með öruggum 8:0 sigri okkar manna. Nánar!
- Sautján árum síðar er næsti mótsleikur eða árið 1996 þegar liðin mættust í Deildabikar KSÍ. Leikurinn fór fram á Smárahvammsveli. Blikar unnu leikinn 5:1. Nánar!
- Liðin mætust svo næst í Deildabikar KSÍ árið 1999. Leikurinn fór fram á Leiknisvelli. Blikar unnu leikinn 3:0. Nánar!
- Leikur liðanna í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ fór fram á Leiknisvelli 15. júní árið 2000. Blikar unnu leikinn 0:4. Nánar!
- Árið 2015 leika liðin tvo leiki í Pepsi deildinni. Fyrri leikurinn fór fram á Leiknisvelli í júní og lauk með 0:2 sigri okkar mana. Nánar! Síðari leiknum á Kópavogsvelli laukl með 0:0 jafntefli. Nánar!
- Í maí árið 2018 mætust liðin í Bikarkeppni KSÍ og nú aftur í 32-liða úrslitum. Leikið var heimavelli Leiknismanna í Breiðaholtinu. Veðurguðirnir settu þó nokkurn svip á leikinn því hagl og sól skiptust á að slást um athyglina. Völlurinn var því vel sleipur og áttu leikmenn í smá erfiðleikum í byrjun að finna rétta snertingu á boltann. Nánar!
- Liðin mætast í Lengubikarnum í febrúar 2020. Leikið var í Fífunni. Blikar vinna leikinn 3:1. Nánar!
- Í fyrsta leik Lengjubikarsins 2021 lögðu okkar menn Breiðholtsliðið 4:0. Mörkin urðu tvö í hvorum hálfleik og hefðu hæglega geta orðið fleiri því við áttum tvær spyrnur í þverslá auk nokkurra nokkuð góðra færa sem við ekki nýttum. Nánar!
- Liðin eigast svo við tvisvar í Pepsi Max deildinni 2021. Fyrri leik liðanna í byrjun maí lauk með 3:3 jafntefli í Breiðaholtinu. Nánar! Blikar vinna síðari leikinn á Kópavogsvelli í byrjun júlí 4:0. Nánar!
- Liðin eru saman í riðli í Fótbolta.net mótinu 2022. Spilað var á Leiknisvelli um miðjan janúar. Bikar unnu leikinn 1:3. Nánar!
Síðustu 2 leikir í efstu deild í Breiðholtinu:
Blikahópurinn 2022
Nokkrir núverandi leikmenn Leiknis hafa spilað í grænu treyjunni. Bakvörðurinn knái Ósvald Jarl Traustason var lánaður til Leiknis 2013. Hann gerir síðar samning við félagið í framhaldinu. Bjarki Aðalsteinsson leikur nú með Leiknisliðinu en hann var hjá Blikum 2010-2012.
Og okkar maður Damir Muminovic lék 18 leiki og skorði 2 mörk fyrir Leiknismenn árið 2012.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Ólafur Pétursson er markmannsþjálfari liðsins. Ólafur hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Breiðabliki frá árinu 2005. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Og Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.
Leikmannahópur Breiðabliks:
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 8. umferðar er fæddur á Akureyri í lok desember 1963. Hann fluttist í Kópavoginn á fyrsta aldursári. Gekk í Kársnesskóla. Fljótlega á skólaárunum kynntist hann besta liðinu Breiðablik og fór að æfa knattspyrnu með þeim á yngri árum á veturnar en var í sveit á sumrinn og keppti lítið. Fjölskyldan fluttist búferlum aftur norður á Akureyri en snemma árs 1996 flytur Blikinn aftur suður og að sjálfsögðu í Kópavoginn - þá kominn með eigin fjölskyldu. Fljótlega fór hann að æfa aftur og þá með old boys hjá Breiðabliki. Sjö árum eftir flutninginn suður fer SpáBlikinn með 7 ára son sinn Adam á fyrstu æfingu hjá Breiðablik. Eftir það var ekki aftur snúið, fylgdi hann syninum upp alla flokka sem umsjónarmaður og liðsstjóri allt þar til hann fór í atvinnumennsku 17 ára gamall til Hollands.
Svo var það árið 2004 að maður að nafni Ólafur Björnsson plataði mig og Jón Magnússon til að taka að okkur liðstjórn hjá meistaraflokki karla og um leið setu í meistaraflokksráði. Liðið var í næst efstu deild þegar þetta var og fljótlega fór liðið upp í efstu deild (Landsbankadeildina). Gengið var svona upp og niður þar til 2009 að við unnum fyrsta og eina Bikarmeistara titil félagsins karla meigin. Og svo ári seinna eða 2010 kom fyrsti Íslandsmeistara titill karla. Þarna var kominn tími til að fá sér frí og hættir spáblikinn sem sagt á toppnum. En í dag er hann formaður Blikaklúbbsins og hefur verið það síðastliðin 4 ár.
Örn Örlygsson - Hvernig fer leikuinn?
Á Sunnudaginn nk. 29 maí kl. 19,15 mætum við Leikni í efri byggðum Reykjavíkur á þeirra heimavelli Domusnova vellinum (Gettógrárnd) og það er betra að vera á tánum frá upphafi til enda því Leiknismenn eru erfiðir heim að sækja. Við gerðum 3-3 jafntefli þar í fyrra en ég ætla að vera mjög bjartsýnn og spá leiknum 1-4 fyrir okkur Blikum.
Áfram Breiðablik út um allt og alls staðar.
Örn Örlygsson
SpáBliki 8. umferðar, formaður Blikaklúbbsins - Örn Örlygsson
Dagskrá
Miðasala er á Stubbur app
Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 BD 2fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Mörk og atvik úr 3:3 jafnteflisleiknum á Leiknisvelli í fyrra í boði BlikarTV:
Gefðu kost á þér í Blikar.is liðið
Blikar.is er óháður stuðningsmannavefur meistaraflokka Breiðabliks og nú vantar okkur fleira fólk til að sjá um að skrifa efni, setja inn efni og miðla því á samfélagsmiðlum Blikar.is.
Stuðningsmannavefurinn er mjög öflugur í allri fréttamiðlun á blikar.is vefnum og tengdum samfélagsmiðlum.
Ef þú hefur áhuga á og tíma til að gefa kost á þér í þetta lið, þá sendu okkur endilega línu á blikar@blikar.is
Miðlarnir okkar eru: