Besta deildin 2023: Fram – Breiðablik
12.07.2023Fram – Breiðablik
Eftir mjög árangursríka keppnisferð í Meistaradeildinni til Dublin ferðast Blikar næst upp í Úlfarsárdal og mæta þar liði Fram í 15.umferð Bestu deildar karla.
Flautað verður til leiks á föstudagskvöld kl.20:15!
Miðasala er á Stubbur: Stubbur
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Stigataflan í Bestu 11. júlí.2023:
Sagan & Tölfræði
Keppnisleikir Fram og Breiðabliks í öllum mótum frá fyrsta leik árið 1961 eru 72. Framarar leiða með 33 sigra gegn 21 - jafnteflin eru 18. Nánar!
Efsta deild
Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá 1971 eru 55 leikir. Sagan er Fram í vil með 26 sigra gegn 13 - jafnteflin eru 16. Nánar!
Síðusu 5 útileikir gegn Fram í efstu deild:
Fjórir af fimm síðustu leikjum voru á árunum 2011 til 2014:
Leikmannahópurinn
Fyrir keppnistímabilið 2023 söðlaði Adam Örn Arnarson um og leikur nú með Fram. Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson, sem kom til okkar frá Fylki árið 2017, er nú markvörður Fram. Blikar lánuðu Ólaf til Fram 2019 og stóð hann sig mjög vel þar. Í framhaldinu gerði hann 2 ára samning við félagið. Sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson gerði samning við Breiðablik í október 2018. Hann lék 16 leiki með Blikaliðinu 2019 og skoraði 4 mörk. Breiðablik og Fram komust að samkomulagi um vistaskipti Þóris fyrir keppnistímabilið 2020. Og Óskar Jónsson er uppalinn hjá Breiðabliki. Óskar spilaði 18 mótsleiki með Blikaliðinu frá 2016 til 2019.
Í október 2022 gerðu Breiðablik og Fram með sér samkomulag um að Alex Freyr Elísson verði leikmaður Breiðabliks. Alex Freyr skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki 15. umferðar byrjaði að æfa 5 ára gömul með Breiðabliki. Spilaði upp alla yngri flokka félagsins og í meistaraflokki. Blikinn tók smá U-beygju og fór í Árbæinn í 3 ár en kom svo aftur til baka árið 2012. Skórnir fóru svo endanlega upp á hillu 2021 en þá hafði spáBlikinn náð að spila nokkra leiki með bróðurdóttur sinni í Augnablik sem var mjög gaman enda ekki nema rétt 17 ár á milli þeirra! Systkini SpáBlikans hafa öll spilað fyrir Breiðablik. Foreldrarnir fylgdu þeim upp alla yngri flokka sem umsjónamenn og/eða fararstjórar í alls konar ferðir. Margir hápunktar hafa verið á ferlinum, íslandsmeistaratitlar, bikarmeistaratitlar og að fá að taka þátt í nokkrum meistaradeildarævintýri var draumi líkast en markakóngstitill á Pæjumóti stendur líka alltaf upp úr.
Fótbolti hefur alltaf verið lífið og ef Blikinn var ekki í Smáranum í fótbolta að þá var Fossvogurinn leikvöllurinn og á sumrin var erfitt að ná okkur systrum inn úr boltaleik.
Systur á Gull & Silfurmóti 1995
Ragna Björg Einarsdóttir – Hvernig fer leikuinn?
Fótboltaleikur á föstudagskvöldi – það gerist bara ekki betra! Blikar munu fjölmenna á völlinn eftir frábæran sigur í Dublin og hvetja okkar stráka í að sækja þessa þrjá punkta sem eru í boði. Markaskórnir hans Jasonar fundust í síðasta deildarleik og ég hef fulla trú á því að Alex og Marinó taki þá einnig með í þennan leik og Jason setji tvö! Gísli hendir svo í einn hammer og Blikar taka þetta 3-0 – solid. Verður ekki auðveldur leikur enda búið að vera álag á okkar liði en við erum með stóran og breiðan hóp sem skilar sér núna í þessari leikjatörn.
Allir á völlinn og áfram Breiðablik!
Ragna Björg SpáBliki í leik með Breiðabliki 2013.
Dagskrá
Miðasala á Stubbur app: Stubbur
Flautað til leiks á Framvellinum í Úlfarsárdal á föstudagskvöld kl.20:15!
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
Mörk og atvik frá síðustu heimsókn okkar manna til Fram í Bestu deildinni:
⚽️LEIKDAGUR⚽️
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) July 14, 2023
Framarar bjóða Blikum í heimsókn fyrir leik. Mexíkóskur matarvagn, Framborgarinn í boði og kaldur á krana á BAR8????????????
????@framiceland-Breiðablik
????@bestadeildin
????Framvöllur
????14. júlí
⏰20:15
????miðar hér: https://t.co/vObV7EJsLi
???? @hhalldors #eittfyrirklúbbinn pic.twitter.com/LiPIMndatG