BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2024: Fram - Breiðablik

23.05.2024 image

Það er komið að 8. umferð í Bestu deild karla 2024. Blikaliðið ferðast upp í Úlfarsárdal til að etja kappi við spræka Framara á Lambhagavellinum á sunnudaginn. Flautað verður til leiks kl.17:00!

Miðasala er á Stubbur

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Stigataflan í Bestu deild karla eftir 7 umferðir - Blikar í 2. sæti með 15 stig og Fram í 4. sæti með 12 stig:

Sagan & Tölfræði

Mótsleikir Fram og Breiðabliks í öllum keppnum frá fyrsta leik árið 1961 eru 73. Framarar leiða með 33 sigra gegn 22 - jafnteflin eru 18. Nánar!

Efsta deild

Innbyrðis leikir liðanna í efstu deild frá upphafi (1971) eru 56. Vinningshlutfallið fellur með Fram með 26 sigra gegn 14 - jafnteflin eru 16. Nánar!

Hlutfallið er jafnara eftir að Breiðablik kemur aftur upp í efstu deild árið 2006. Innbyrðis leikir liðanna í efstu frá 2006 eru 20. Blikar með 6 sigra gegn 7 - jafnteflin eru 7. Nánar!

Síðusu 5 útileikir gegn Fram í efstu deild:

3 af 5 síðustu útileikjum gegn Fram voru á árunum 2012 - 2014:

22.05 19:15
2014
Fram
Breiðablik
1:1
5
1
A-deild | 5. umferð
Gervigrasvöllur Laugardal | #

Leikmannahópurinn

Heimaliðið. Í fyrra söðlaði blikinn  Adam Örn Arnarson um og leikur nú með Fram. Breiðablik lánaði Aron Kára Aðalsteinsson til Fram árið 2020 og aftur 2021. Aron söðlaði um árið 2022 og er nú leikmaður Fram. Ólafur Íshólm Ólafsson sem kom til okkar frá Fylki árið 2017, er nú markvörður Fram. Óskar Jónsson leikmaður Fram er uppalinn Bliki. Alex Freyr Elísson er nú aftur leikmaður Fram eftr ársdöl í Kópavoginum. 

Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:

Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.

Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)

Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). 

Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR)

Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson. 

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins er eins gallharður Bliki eins og þeir gerast bestir. Uppalin í Kópavogi og búið þar alla sína tíð. Æfði knattspyrnu í 10+ ár með Breiðabliki og æfði þar með þó nokkrum núverandi og fyrrverandi landsliðskonum Blika. Þá fór Blikinn að þjálfa knattspyrnu í yngri flokkum félagsins sem var ómetanleg reynsla. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur SpáBlikinn lagt sín lóð á vogarskálarnar við félagsstarfið í gegnum Blikaklúbbinn þar sem hún hefur hjálpað til við ýmislegt þá sérstaklega þegar kemur að vörusölu í Blikabúðinni á vellinum undanfarin sumur.

Helga Katrín Jónsdóttir – Hvernig fer leikurinn?

Þótt Blikar hafi unnið Fram í síðustu 4 leikjum félaganna í deildinni þá er Fram allt annað lið undir stjórn Rúnar Kristins sem einmitt hefur reynst okkur Blikum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár. Í 10 leikjum gegn honum undanfarin 4 ár hafa aðeins komið 3 sigrar (þar af 2 á Íslandsmeistara árinu 2022 þegar svo til allir leikir unnust) en oftar en ekki mikið skorað nema í kartöflugarðinum í Vesturbænum! Búast má við hörkuleik enda hefur Frömurum vegnað vel það sem af er sumri. Ég ætla þó að hafa trú á mínum mönnum og spá þeim 2-1 sigri.

Hér er Helga Katrín SpáBliki á hinum sögufræga Maracana velli í Brasilíu!

Dagskrá

Miðasala er á Stubbur

Flautað til leiks á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal kl.17:00 á sunnudaginn.

Leikurinn verður sýndur á BD rás Stöðvar 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Mark og atvik frá síðustu heimsókn okkar manna til Fram í Bestu deildinni:

Til baka