BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2025: Breiðablik – Afturelding

02.04.2025 image

Jæja!

Titilsókn Breiðabliksliðsins í Bestu deild karla 2025 hefst með heimaleik gegn nýliðum Aftureldingar á laugardaginn kl.19:15! 

Fjölmiðlar eru nokkuð samstíga í spá um gengi Íslandsmeistara Breiðabliks keppnistímabilið 2025. Spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaga í Bestu deild karla segir Blikaliðið enda í 2. sæti. Morgunblaðið spáir Breiðabliki 2. sæti eftir harða baráttu við Reykjavíkur Víkinga. Fótbolti.net hefur nú birt spá fyrir 2. sætið og þar verða Víkingar samkæmt spá Fótbolta.net. Því er ljóst að miðillinn mun á morgun birta spá þar sem Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum 2025. Niðurstöðu er að vænta hjá sparkfræðingum Stöðvar 2 Sport en opnunarþáttur Stúkunnar er á dagskrá í kvöld, fimmtudagskvöld. 

Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla 2025 í höfuðstöðvum KSÍ. Guðmundur Benediktsson stýrði fundinum:

Löng hefð er fyrir að birta stöðutöflu af vef KSÍ í fyrsta upphitunarpistli hvers tímabils - og einnig að tíðindamaður síðunnar bendi á þá staðreynd að Breiðblik er efst í töfluröðinni fyrir fyrsta leik mótsins. En nú hefur sú breyting orðið að andstæðingur okkar manna á laugardaginn hafa komið sér þægilega fyrir efst í töfluröðinni 😊 

Meistarakeppni KSÍ 2025

Íslandsmeistarar Breiðabliks og Bikarmeistarar KA mættust um síðustu helgi í árlegum leik um Sigurðarbikarinn og nafnbótina Meistarar meistaranna. Breiðablik lagði KA 3:1 í leiknum á Kópavogsvelli og lyfti Höskuldur fyrirliði Sigurðarbikarnum í lok leiks. Sigurðarbikarinn er fimmti bikarinn, af sex mögulegum, sem Halldór Árna hefur landað síðan hann tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir Íslandsmótið 2023. Bikarar í húsi eru: Bose bikarinn 2023, Lengjubikarinn 2024, Íslandsbikarinn 2024, Þungavigtarbikarinn og Sigurðarbikarinn 2025. Mjólkurbikarinn vantar í safnið.

En hvað segir þjálfarinn um opnunarleikinn. 

Tíðindamaður blikar.is spurði Dóra þálfara um stöðuna leikmannahópnum og væntingar til leikins gegn Aftureldingu.

Við erum svo sannarlega klárir í leikinn á laugardag. Menn eru búnir að bíða eftir fyrsta leik í allan vetur og það er frábært að þetta sé loksins að byrja. Leikmenn hafa lagt á sig mikla vinnu og æfingar síðustu vikur hafa verið mjög orkumiklar og góðar. Það er mikið hungur í hópnum – menn vita hvað er í húfi og við ætlum að mæta klárir.“

„Það verður líka gaman að sjá stúkuna lifna við – við finnum alltaf fyrir stuðningnum, og það skiptir máli.“ segir Halldór Árnason aðalþjálfari meistarflokks karla.

Gestaliðið

Afturelding úr Mosfellsbæ er fyrsti andstæðingur okkar á Kópavosgvelli í Bestu deild karla keppnistímabilið 2025 og jafnframt fyrsti leikur Mosfellinga í efstu deild karla í knattspyrnu frá stofnun félagsins árið 1909. 

Innbyrðis keppnisleikir liðanna eru 9 talsins - þar af 4 leikir í B-deild Íslandsmótsins árin 2002 og 2003. Vinningshlutfallið í leikjunum 9 fellur með Blikum: átta sigrar gegn einum sigri Aftureldingar. 

Síðasta viðureign liðanna var í Þungavigtarbikarnum 10. janúar 2025:

10.01 18:00
2025
Afturelding
Breiðablik
3:4
1
Þungavigtarbikarinn | A-riðill
Malbikstöðin að Varmá | #

Leikmenn

Innbyrðis felagaskipti milli félaganna eru töluverð. 

Til Breiðabliks hafa komið öflugir uppaldir leikmenn Aftureldingar. Fyrstan þar er að nefna markvörðinn okkar Anton Ara Einarsson. Anton Ari er að hefja fimmta keppnistímabil í Breiðablikstreyjunni - hann á að baki 199 mótsleiki í Breiðablisktreyjunni. Snillingurinn Jason Daði Svanþórsson er uppalinn hjá Aftureldingu. Hann var fjögur tímabil hjá okkur í Breiðabliki en söðlaði svo um til Grimsby Town FC í júlí glugganum 2024. Önnur nöfn eins og Arnór Gauti Ragnarsson, Róbert Orri Þorkelsson og Vignir Jóhanensson koma upp í hugann. Sjá hér yfirlit yfir félagaskipti frá Aftureldingu í Breiðablik. 

Nokkrir Blikar hafa flutt sig upp í Mosfellsbæ. Síðustu félagaskiptu þangað voru í nóvember 2024 þegar Oliver Sigurjónsson söðlaði um og skipti yfir í Afturerldingu. Nánar: Tíma Olivers hjá Breiðabliki lokið Árið 2021 spilaði Anton Logi Lúðvíksson með Aftureldingi á láni frá Blikum. Sjá hér yfirlit yfir félagaskipti frá Breiðabliki í Aftureldingu.

Stuðningamaðurinn

SpáBliki leiksins gegn Aftureldingu er fædd árið 2004. Blikinn er alinn upp í Reykjavík og býr þar en hefur miklar tengingar í Kópavog, hefur alltaf haldið með Blikum og byrjaði að mæta reglulega á völlinn árið 2019 þökk sé frændum hennar. Spáblikinn hefur undanfarið sinnt tölfræðiskráningu og skrifum fyrir vef-og facebook síður Blikar.is.

 

Spáblikinn reynir að mæta á hvern einasta Blikaleik hvort sem það er heima eða útileikur og oftast er litli frændi hennar, Óskar með í för sem er líka svakalega mikill Bliki og æfir fótbolta og karate. Hann mætir líka alltaf á völlinn og vill ekki missa af leik.

 

Eyrún Ingadóttir - Hvernig fer leikurinn?

Loksins er sú besta að byrja! Þetta verður áhugaverður leikur á móti nýliðunum í Bestu deildinni. Ég spái að Blikarnir með sitt sterka lið vinni leikinn örugglega 4-0 þar sem Höskuldur og Óli Valur verða með sitthvort markið og Tobias Thomsen skorar tvö.

Áfram Blikar og sjáumst á vellinum í sumar!

SpáBliki leiksins: Eyrún Ingadóttir

Dagskrá

Miðasala á leikiinn er á > Stubbur. Besta leiðin er að tryggja sér árskort á völlinn en ársmiðahafar fá einnig forkaupsrétt á Evrópuleiki. 

Árskort má kaupa > hér 

Ath: Í ár muni iðkendur fá árskort afhent fyrir tímabilið sem gilda á alla heimaleiki.

Fan Zone-ið opnar klukkan 17.00. Blikaborgarar á grillinu. Brasserie Kársnes matarvagninn með street food naut og bernaise. Arctic Pie bökur í Gænu stofunni. Þjálfaraspjall á barnum klukkan 18.15

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á laugardag kl.19:15! 

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Til baka