Blikasigur í undarlegum leik
22.07.2024
Breiðablik tók á móti KR í kvöld á Kópavogsvelli. Bæði lið voru í leit að sigri eftir heldur dræma stigasöfnun undanfarið. Blikar ekki unnið í deildinni síðan 20.júní og KR ekki síðan 19. maí. Ólíkt því sem undirritaður bjóst við var leikurinn hin mesta skemmtun.
Byrjunarlið Blika í leiknum var:
Byrjunarliðið í stórleiknum gegn KR er tilbúið ???? pic.twitter.com/FGVT0chT96
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Fyrir leik voru spáspakir Blikar í grænu stofunni tilbúnir að kvitta undir 2-1 sigur sem myndi hefjast með herkjum. Líkast til sömu herkjum og einkennt hefur leik liðsins upp á síðkastið. Eftir frábæran sigur gegn í vikunni var alveg rými fyrir bjartsýni og það þrátt fyrir að KR hafi haft "tak" á Blikum á Kópavogsvelli. Líkt og titill greinarinnar segir til um þá var þessi leikur afar undarlegur.
Fyrstu 20 mínútur leiksins voru frekar rólegar og ekki mikið sem benti til þess að skoruð yrðu sex mörk þetta rólega sunnudagskveld í voginum fagra. Það var ekki fyrr en á 22 mínútu sem ísinn var brotinn. Aron Bjarna fékk sendingu inn fyrir og Guy Smit markvörður gestanna fór í eitt af sínum frægu skógarhlaupum, greip þar í tómt, en Aron lagði knöttinn listilega á Kristinn Steindórs sem setti tuðruna í autt markið. 1-0.
Það er að koma hálfleikur. Staðan er 3:1 fyrir okkar menn. Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta markið á 22. mín. pic.twitter.com/i4mJKyONSW
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Einn varð að tveimur skömmu síðar þegar Kristófer Ingi tók snúning og bauð upp á dans. Varnarmaður KR var ekki beint viðbúinn slíkum hnykkjum, skandinavísku mjaðmirnar maður lifandi. Eftir dansinn fékk Viktor Karl boltann og tíaði ann upp fyrir fyrirliðann Höskuld sem lagði hann snyrtilega í hornið framhjá Smit. 2-0.
Mark!!! Höskuldur kemur okkur í 2:0 með hörku skoti. pic.twitter.com/Awijuh5lle
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Tveir varð að þremur er Benjamin "Big Ben" Stokke átti hreint magnaðan skalla sem endaði í samskeytunum. Óverjandi. Heyrðu. Við erum með gæja frammi sem er tæpir 2 metrar á hæð. Já, gæti verið snjallt að senda boltann í boxið.
Mark !!! Benjamin Stokke með skalla á 42. mín. Staðan 3:0. pic.twitter.com/muLDpqaQzs
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Þar hélt maður að leik væri lokið. En niiiii KRingar tóku miðju.... einn langur fram og minnsti maður vallarins, Luke litli Rae, beið. Viktor Örn ákvað að láta boltann skoppa yfir sig og bauð Luke færið. Hann tók boðinu fagnandi og hámaði í sig. 3-1. HÁLFLEIKUR
Hvað skal gjöra? Spurðu menn ofaní Maxið í hálfleik. Nú halda áfram að sækja og ekki falla aftur til þess að halda fenginni stöðu. Halldór Árnason þjálfari Blika var líflegur á hliðarlínunni allan leikinn. Það er vel. Öskur og læti verða að vera til staðar. Allt á góðum nótum nóta bene. Seinni hálfleikur hófst nánast með marki. Horn og skalli í mark frá Stokke. Þriggja metra Norðmaðurinn með annað mark. Máske hrokinn í gang á hárréttum tíma. Hvur veit? 4-1 og næstu mínútur voru hreint út sagt stórundarlegar.
Mark !!! Stokke skorar með skalla strax í upphafi seinni hálfleiks. Staðan er 4:1. pic.twitter.com/XXBaMG72fW
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Með réttu ættum við að hafa skorað 3 mörk en einhvern veginn varð okkur ekki kápan úr því klæðinu. Það er óþarfi að tíunda hvaða færi fóru forgörðum. En þau voru býsna góð. XG hátt. Þegar 20 mínútur voru eftir var kominn tími fyrir Luke litla Rae að láta til sín taka á ný. Hann fékk sendingu frá frasahöfundi Herr Wöhler og kláraði fram hjá Antoni. 4-2. Fátt markvert gerðist þar til dómari leiksins ákvað að blása leikinn af. 4-2 sigur og sannarlega kærkominn. Veganesti inn í næsta Evrópuverkefni hvar við mætum Drita frá Kósóvó á fimmtudaginn kemur.
-GMS
Sigur á KR og þá er patrý í stúkunni ???? pic.twitter.com/Op1NNFK9bT
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Fyrir leikinn gegn KR fékk Viktor Karl viðurkenningu fyrir 200 mótsleiki í Breiðablikstreyjunni. Það var Margrét Grétarssdóttir ritari knattspyrnudeildar sem afhenti viðurkenninguna. Til hamingju Viktor. ???????????? pic.twitter.com/QwuqOs7k0Q
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024
Klefafagn eftir öruggan 4:2 sigur á KRingum. Þrjú stig í pokann góða. Næst er það Evrópuleikur gegn Drita á fimmtudaginn hér á Kópavogsvelli ????. pic.twitter.com/hKy7Cymk4I
— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2024