Blikavélin hrökk í gang!
16.02.2025
Blikar unnu mjög góðan 0:5 sigur á KA mönnum í Lengjubikarnum á Akureyri í dag. Aron Bjarna (reyndar skráð sem sjálfsmark KA manna) og Arnór Gauti settu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Og Anton Ari varði einu sinni ótrúlega þannig að staðan var 0:2 í leikhléi. Óli Valur, Davíð Ingva og Aron Bjarna bættu síðan þremur mörkum við í síðari hálfleik og stórsigur okkar manna staðreynd.
Allt annað var að sjá til Blikaliðsins en í undanförnum leikjum. Boltinn flaut vel, mikil barátta og broddur í sóknarleiknum. Anton Logi Lúðvíksson spilaði á nýjan leik í grænum búning og er unun að sjá til hans á vellinum! Drengurinn er svo góður í fótbolta! Allt Blikaliðið átti reyndar fínan leik og lofar þessi leikur góðu upp á framhaldið. Næsti leikur liðsins er gegn grænum vinum okkar Völsungum frá Húsavík á Kópavogsvöll á laugardaginn kl.15.00.
Þar ætla allir góðir Blikar að mæta!
-AP