BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Bognum en brotnum ekki

31.08.2022 image

Þetta er bara vandræðalegt. Lítið annað en vandræðalegt fyrir okkur stuðningsmenn. Ég ætla ekki að hafa þetta langt, því ég veit að leikmenn skammast sín og eiga að gera það. 

Það er þó algerlega óboðlegt að mæta svona ótrúlega soft til leiks. 2-0 undir eftir sjö mínútna leik á heimavelli er eitthvað sem við höfum ekki séð í ótrúlega langan tíma og viljum ekki sjá aftur í mjög langan tíma. Í seinustu tveimur leikjum gegn Víkingum, pressuðum við þá og bully-uðum þá á líkamlega hluta leiksins því var algerlega öfugt farið í kvöld. Það gerði það að verkum að okkur var pakkað saman. Óskar Hrafn orðaði þetta ágætlega eftir leik: „þetta var búið áður en það hófst. Við grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr”. Nú er bara verk að vinna koma sér upp úr þessari holu, greina þennan leik og halda svo áfram veginn. Hausinn upp, aldrei litlir alltaf stórir og kassinn út. 

image

Erlingur Agnarsson leikmaður Víkings sagði eftir leik að „miðað við hvernig þeir hafa verið í gegnum tíðina gætu þeir [Blikar] farið að brotna núna.” Mér finnst fínt að þeir tali svona, þetta á að mótivera hópinn. Víkingar hafa sagt þetta reglulega núna í sumar að Blikar séu að fara klúðra málunum. Sýnum þeim annað, mætum djöfulli grimmir til leiks gegn Völsurum næsta mánudag þegar þeir koma í Kópavoginn og verum löngu búnir að hrista slenið af þessum leik af okkur. Við erum svo miklu betri en við sýndum í kvöld og það vita það allir. Jafnt þeir sem voru inn á vellinum, upp í stúkunni eða að horfa heima í sjónvarpinu. Þess vegna var frammistaðan svona sjokkerandi fyrir okkur sem höfum fylgst grannt með. Hins vegar var þetta bara einn fótboltaleikur sem fór algjörlega úrskeiðis og annað eins hefur gerst, nú er lag til að bæta upp fyrir það og okkar menn eru meira en færir um það. 

Við stuðningsmenn mættum á leikinn í kvöld og tjölduðum öllu til og fengum ekki til baka það sem við áttum skilið en það þýðir heldur ekki fyrir okkur að leggjast í volæði og missa hausinn. Nú stöndum við enn þéttar við bakið á okkar mönnum og hvetjum þá fastar áfram. Staðan í deildinni er okkur í hag og við skulum halda henni þannig.

Eins og nýbakaði – til lukku! – pabbinn Hilmar Jökull og okkar helsti Bliki orðaði það, við bognum kannski en brotnum aldrei.

Áfram Breiðablik, alltaf … alls staðar!

Freyr Snorrason

image

Stór leikjaáfangi hjá okkar manni Elfari Frey Helgasyni

Til baka