Breiddin tryggði öruggan sigur á HK
15.01.2023Meistaraflokkur karla í knattspyrnu sáttir með Afreksbikar Breiðabliks 2022
Blikar lögðu nágranna sína í HK með öruggum hætti 4:1 í öðrum leik í Þungavigtarbikarnum árið 2023.
Það voru þeir Tómas Orri Róbertsson og Patrik Johannesson sem tryggðu sigurinn í síðari hálfleik með tveimur mörkum hvor. Líkt og i leiknum gegn Stjörnunni kom nánast nýtt lið inn á völlinn í síðari hálfleik og voru yfirburðir okkar drengja miklir.
Þrátt fyrir að Blikaliðið væri undir 1:0 í leikhléi var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Við vorum óheppnir að skora ekki amk 1-2 mörk í fyrri hálfleik en markstöngin og sláin björguðu heimapiltum. Í síðari hálfleik komu síðan nýir menn inn á og þá sýndi sig hvort liðið væri með meiri breidd. Bæði Patrik og Tómas Orri komu inn á síðari hálfleik og voru vel ógnandi.
Einnig spilaði hinn Færeyingurinn Klæmint Olsen sinn fyrsta leik fyrir Blikaliðið og sýndi góða takta.
Breiddin er því góð í Blikaliðinu og verður baráttan um byrjunarliðssæti gríðarlega hörð í sumar! Það er gott mál enda ætlum við að fá langt í öllum keppnum!
-AP
Það voru þeir Tómas Orri Róbertsson og Patrik Johannesson sem tryggðu sigurinn í síðari hálfleik með tveimur mörkum hvor: