BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjar Atli framlengir við Breiðablik

01.11.2024 image

Marvörðurinn og tvöfaldi Íslandsmeistarinn okkar Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik.

Brynjar, sem er fæddur árið 2000, hefur verið ómetanlegur í verðlauna liði Breiðabliks síðustu ár. 

Hann á að baki 6 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Brynjar Atli er mikilvægur hlekkur í meistaraflokki Breiðabliks og þess má geta að hann hefur tvisvar verið kjörinn leikmaður leikmanna að loknu keppnistímabili.

Þetta eru frábærar fréttir og við fögnum því að Brynjar Atli sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik.

Yfirlit

26.01.2020:  Óskar Hrafn um Brynjar Atla: Ekkert leyndarmál að við höfum áhuga

28.01.2020: Brynjar Atli til Blika Markvörðurinn ungi og efnilegi, Brynjar Atli Bragason, hefur gengið til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík.

29.08.2020: Brynjar Atli kveður Ólafsvík í dag - Kallaður aftur til Blika

31.05.2022: Markvörðurinn knái Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024.

01.11.2024: Brynjar Atli framlengir við Breiðablik

Á lokahófi meistarflokks karla 2021 var Brynjar Atla valinn leikmaður leikmannanna. Og Íslandsmeistaraárið 2022 var Brynjar Atli aftur valinn leikmaður leikmannanna,

 

Leikir Brynjars með Breiðabliki:

Leikjaferill með öðrum liðum á Íslandi:

Brynjar á að baki 6 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

POA

image

Stór stund og mikil innlifun hjá okkar manni þegar flautað var til leiksloka í Víkinni á sunnudaginn.

Til baka