BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Dani í prufu hjá Blikum

02.02.2018

Danski sóknarmaðurinn Casper Olesen æfir nú með Blikaliðinu í knattspyrnu.  Hann kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Sönderjyske og mun spila gegn HK í leiknum um 3. sætið í Fótboltanet mótinu. Casper sem er að verða 22 ára gamall á að baki 21 leik með yngri landsliðum Danmerkur og skoraði í þeim 5 mörk. Casper verður samningslaus næst sumar og er því að skoða sín mál. Hann er duglegur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst allar sóknarstöðurnar.

Það verður því gaman að sjá til Caspers gegn vinum okkar í  HK-liðinu í Kórnum á morgun laugardag kl.11.00.

Fimm yngri leikmenn Blikaliðsins, Willum Þór Willumsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Davíð Ingvarsson, Brynjólfur Darri Willumsson og Kolbeinn Þórðarson, verða á æfingu hjá U-21 árs og U-19 ára landsliðum Íslands á morgun og munu því ekki spila leikinn. Einnig eiga Aron Bjarnason, Guðmundur Böðvarsson og Arnór Gauti Ragnarsson við smávægileg meiðsli að stríða og verða því fjarri góðu gamni. En Blikaliðið á nóg af góðum  leikmönnum þannig að ellefu sprækir Blikar munu hefja leikinn á morgun.! Nánari um leikinn hér.

Endurtökum það sem hefur komið fram að veðurspáin fyrir Kórinn á morgun er góð!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka