BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Evrópukvöld á Kópavogsvelli

16.07.2021 image

Evrópuleikur á Kópavogsvelli, Breiðablik v Racing FC. Það er önnur stemmning þegar starfsfólk UEFA mætir á svæðið, sumir gætu kallað það leikrit en formlegheitin kalla fram öðruvísi andrúmsloft, grímur á mannskapnum en enginn leikaraskapur eða grímur á vellinum. Það myndast líka alltaf erftirvænting eftir evrópubúningum og hann var óvenju stílhreinn í ár. Blikar elska líka að fara til Austurríkis að leika evrópuleiki þannig að það var von um að eiga ferð inni í næstu viku.

Byrjunarliðið var svona:
 

image

Fyrstu 15 mín leiksins spiluðust þannig að stuðningsmenn og leikmenn pirruðu sig á dómurum leiksins sem mættu fagur bleikir til leiks, við Blikar máttum samt þakka fyrir að fá ekki víti dæmt á okkur þegar Racing menn sendu fyrir og boltinn fór í hönd Höskuldar sem gat reyndar lítið gert í því. Hraði þeirra grænu var töluvert meiri en gestanna frá Luxemborg enda voru þeir bláu iðulega 8 til 9 í kringum sinn eigin vítateig. 

image

Uppleggið hjá Óskari og Dóra var greinilega að taka upp háa bolta frá öftustu línu og upp kantana, hraðir bakverði Blika þeir Höggi og Davíð lngvars léku þar lykilhlutverk. Á 23. mínútu fengu Blikar aukaspyrnu á vinstri kanti, allt lið Blika var mætt í teiginn. Damir gerði sig líklegan en Lúxarar náðu að hreinsa frá. Úr hornspyrnunni fékk Damir annan skalla og hefði getað gert betur. Úr markspyrnunni gerði markmaður þeirra bláu mistök, Blikar komumst í gegn og Jason var mættur á fjærstöngina og hefði getað komið Blikum yfir en markmaðurinn kvittaði fyrir mistökin með góðri vörslu. Einhverjir töluðu um að Jason væri ekki að eiga góðan dag en ég var ósammála, mörg hlaup hjá honum sem hefðu alveg getað skilað marki ef rétta sendingin hefði komið. 

Á 28. mínútu skutu Racing í stöng, nenni ekki að ræða það frekar. Það var nógu erfitt að horfa á það…

Fyrri hálfleikur hélt svo áfram í sama tempói, helst var það Gísli sem sýndi samatakta í Suðulandsblíðunni. Lúxararnir bölvuðu eins og þeir gátu á Benelux og héldu áfram að nota meðvindinn og negla fram en án árangurs. Pirringurinn kom svo fram á 45. mínútu þegar buff númer 26 nelgdi í Lexa og uppskar gult spjald að launum. 

Mörk og atvik úr leiknum: 
 

Ekki veit ég hvað menn drukku í hálfleik en það fór allt á fullt í seinni, Blikar bökkuðu aðeins og héldu áfram löngum boltum og keyrðu upp tempóið. Kannski til að hlýja þeim bláu sem urðu fljótt bláir á vörunum í sunnlensku blíðunni. Markmiðið hjá þeim bláu var samt greinilega það sama, leyfa þeim grænu að vera með boltann. 

Það var kannski ekki alveg eftir þeirra uppskrift þegar að Davíð Ingvars fékk loksins plássið sem hann þurfti, teinréttur notaði hann tæknina og hraðann sinn til að keyra upp vinstri kantinn. Svo kom föst sending inn í teig þar sem Jason var mættur eftir frábært hlaup og setti boltann í markið, Blikar komnir yfir og samtals stóðu leikar 4-2 fyrir Blika.

Nú kom bros á Kópacabana, stuðningsmenn og stjórnarmenn enda eru víst peningar í þessar Sambandsdeild UEFA eins og hún heitir í dag. 
 

image

image

Á 67. mínútu komu fóru Jason Daði og Thomas M út af fyrir Árna Vill og Andra Yeoman, hef oft talað um uppáhalds leikmenn mína en þegar ég sá þessa tvo koma inn þá hurfu þær litlu áhyggjur sem ég hafði. Enda voru liðnar svona 9 sekúndur og Árni komst einn í gegn, sá stærsti í liði þeirra lúxara sá eina leið og það var að taka Árna Vill niður. Hann fékk rautt, nú var veisla framundan eða hvað?
 

image

Það er leikur við KR á sunnudaginn og það var gamna að sjá Dóra og Óskar byrja strax að spá í því hvort að Gísli eða aðrir lykil leikmenn þyrftu hvíld. Ef einhver í vafa hvort að beytingin kæmi þá tók Viktor sig til og vann boltann eftir baráttu á miðjunni. Blikar skyndilega 3 á móti 2 og hver annar en Árni Vill setti hann öruggt í fjær hornið. 

image

Áður en þeir bláu tóku miðju þá gerðu Óskar og Dóri breytingu, Lexi út fyrir lykilsendinga Oliver og besti maður vallarins Gísli Eyjólfs út fyrir Davíð Örn. Topplið þurfa að vera skynsöm þó krónur komi í kassann. Á 80. mínútu fór svo markamaskínan Kristinn Steindórson út af fyrir Sölva Snæ.

image

Fyrsti evrópuleikur Davíðs með Breiðabliki

image

Fyrsti evrópuleikur Sölva með Breiðabliki

image

Blikar völdu Davíð Ingvarsson (#25) mann leiksins.

Löng saga stutt, næsta stopp er Austurríki og ævintýrin gerast þar. Við hefðum sennilega farið mörg en UEFA stopppar okkur af, mér skylst hinsvegar að þotan sé klár í að flytja okkar menn þangað. 
KIG

Umfjallanir netmiðla
Myndaveisla í boði Blikar TV:

image

BlikarTV Myndaveisla í boði HVH

Til baka