Gísli Eyjólfsson skrifar undir nýjan samning
23.04.2022Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.
Gísli er 27 ára og hefur leikið 183 mótsleiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 48 mörk. Gísli lék sína fyrstu deildarleiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks árið 2015 og frá árinu 2016 hefur hann verið lykilmaður í liðinu. Gísli var frábær í öflugu Blikaliði á síðsta tímabili og skoraði 13 mörk í 34 leikum í öllum keppnum.
Gísli á að baki 4 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur leikið tvo af fjórum landsleikjum Íslands á þessu ári.
Þetta eru frábær tíðindi fyrir Blika og verður spennandi að fylgjast með þessum öfluga leikmanni áfram í grænu treyjunni næstu árin.