Gísli til Halmstad
06.02.2024Knattspyrnukappinn knái, Gísli Eyjólfsson, hefur gert 3 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad. Gísli sem verður þrítugur á þessu ári hefur verið algjör lykilmaður í Blikaliðinu undanfarin ár.
Halmstad er eitt af þekktari liðum Svíþjóðar. Það hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 1997, og einu sinni bikarmeistari.
Íslendingar hafa staðið sig vel hjá liðinu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var til dæmis markahæstur í sænsku deildinni árið 2005 þegar hann lék með Halmstad. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliðinn okkar, var á mála hjá þeim 2017 og 2018. Hann lék 40 leiki í gula búningnum og skoraði 7 mörk. Nú nýlega gekk Birnir Snær Ingason til liðs við Halmstad frá Víkingum. En frægasti leikmaður Halmstad er án efa Freddi Ljungberg sem gerði garðinn frægan síðar með Arsenal og West Ham.
Við óskum Gísla að sjálfsögðu til hamingju með þennan áfanga. Það verður gaman að sjá hvernig okkar maður finnur sig í gula búningnum! Heja Gísli!
Gísli hefur spilað 262 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og gert í þeim 62 mörk – þar af eru 156 leikir og 31 skorað mark í efstu deild með Breiðabliki á 10 ára tímabili 2014 til 2023.
Mótsleikir Gísla með öðrum liðum á Íslandi á árunum 2013 til 2016 eru 36 og 5 skoruð mörk.
Gísli á að baki fjóra leiki með A-landsliði Íslands.
Og hann hefur áður spilað í Svíþjóð. Fyrrum þjálfari Breiðabliksliðsins, Milos Milojevic, fékk hann til liðs við sig hjá sænska 1. deildarliðinu Mjallby AIF. Úr varð lánssamningur með gildistíma frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hafði síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu. Milos sagði meðal annars í viðtali við fotbolta.net árið 2017 að hann hefði mikla trú á því að Gísli gæti náð langt.
Gísli skoraði þetta glæsilega mark með hjólhestaspyrnu þegar Mjallby sigraði Bromölla 4-1 í vináttuleik:
What a fantastic goal Gísli Eyjólfsson (@gislieyjolfs11) scored for Mjallby (@MjallbyAIFs) ⚽️???????????? #TeamTotalFootball pic.twitter.com/xPQ0AoprB6
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 25, 2019
Í frétt á blikar.is 9. janúar 2018 segir: Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson dvelur nú í nokkra daga hjá norska úrvalsdeildarliðinu FK Haugesund við æfingar og keppni. Norðmennirnir hafa fylgst með Gísla í nokkurn tíma og fengu leyfi hjá Breiðablik til að fá að skoða leikmanninn á heimavelli sínum. Sjónvarp félagsins er á tánum og sagði frá komu Gísla til félagsins, tók þjálfarann tali og síðan fékk Gísli sjálfur að spreyta sig. En sjón er sögu ríkari! (hér)
Samningaferill
17. október 2013: Þrir ungir og efnilegir skrifa undir 3 ára samning
22. október 2015:
30. mars 2017:
30. janúar 2018:
23. apríl 2022: Gísli Eyjólfsson skrifar undir nýjan samning til 2024. Grafík: Halldór Halldórsson
Það þarf vart að taka það fram að þetta brotthvarf Gísla er mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið .
En á sama tíma gleðjumst við Blikar fyrir hönd þessa snjalla leikmanns að fá tækilfæri til að spila knattspyrnu í fullu starfi.
PÓÁ/AP
Gísli Eyjólfsson seldur til Halmstad????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 6, 2024
Miðjumaðurinn öflugi fer nú frá Breiðablik til Halmstad eftir liðin og leikmaðurinn komust að samkomulagi.@gislieyjolfs11 er uppalinn Bliki, spilaði 262 leiki fyrir Breiðablik og skoraði 62 mörk.
Takk fyrir allt Gísli, gangi þér vel???? pic.twitter.com/4X3OZqI23z
Welcome to HBK, ????????́???????????? ????????????????́???????????????????????? ???? pic.twitter.com/1B37XtAerY
— Halmstads Bollklubb (@HalmstadsBK) February 6, 2024