Grunnt á því í Garðabæ
10.03.2022
Blikar mættu ósigraðir í Lengjubikarnum í Garðabæinn en það átti því miður eftir að breytast.
Byrjunarlið Blika var svona:
Þetta var sérstakur leikur og Blikar voru í gjafastuði en eftir hálftíma leik var Stjarnan búin að ná þriggja marka forystu og þannig fóru liðin inn í hálfleik.
Það var svo Sölvi Snær Guðbjargarson minnkaði muninn fyrir Blika og skoraði ef mér skjátlast ekki í 3 leiknum í röð fyrir þá grænu.
Stjarnan bætti við fjórða markinu þegar um 10 mínútur voru eftir, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Blika og það var aldrei séns á að verja þetta skot. Fyrrum HK-ingurinn Björn Berg Bryde fékk að líta rauða spjaldið í liði Stjörnunnar þegar leikurinn var að klárast.
Staðan er þá þannig í riðli 2 í A-deildinni í Lengjubikarnum að Stjarnan er á toppnum með 10 stig en ÍA og Breiðablik í 2 og 3 sæti með 9 stig. Stjarnan og ÍA mætast í síðustu umferðinni.
Það var einhver sem sagði í stúkunni í kvöld að það væri fínt að tapa þessum leikjum áður en Besta deildin byrjar, verðum við ekki bara að líta þannig á það.
Áfram gakk!
KIG