BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur okkar í landsliðið

19.09.2022 image

Mynd: HVH

Knattspyrnumaðurinn fjölhæfi, og fyrirliðinn okkar, Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Venesúela í vináttuleik í Austurríki á fimmtudaginn og Albaníu í Þjóðadeild UEFA þriðjudaginn 27. september í Tirana í Albaníu.

Þetta var tilkynnt þegar ljóst var að Blikinn góðkunni Alfons Sampsted gæti ekki verið með í þessu leikjum vegna meiðsla.

Höskuldur er eini leikmaður landsliðsins sem spilar á Íslandi og er þetta mikil viðurkenning fyrir Höskuld sem hefur átt frábært tímabil með Blikaliðinu í sumar.

Höskuldur sem er 28 ára gamall á að baki 5 landsleiki með A-landsliðinu og 7 með U-21 árs landsliðinu.

Hann er tólfti leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá uppfahi með 245 leiki og 53 mörk. 

Það verður gaman að fylgjast með Höskuldi og landsliðinu í þessum leikjum. Ísland er sem stendur í öðru sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni og á þokkalega möguleika að komast aftur upp í A-deild.

Áfram Ísland og Höskuldur!

-AP

image

Höskuldur inn fyrir Alfons

Til baka