BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kítingur í Kaplakrika!

13.06.2023 image

Blikar urðu að sætta sig við skiptan hlut í 2:2 jafntefli gegn FH á Kaplakrika á laugardaginn. Við byrjuðum af krafti og komust í 0:2. En gáfum svo eftir í síðari hálfleik og gátum verið þokkalega sáttir við þetta eina stig. Það voru þeir Stefán Ingi og Viktor Karl sem settu okkar mörk og voru þau bæði mjög falleg.

image

Fjölmiðlar hafa flestir verið mjög ánægðir með leikinn og hrósað liðunum fyrir sókndjarfan leik. Þrátt fyrir skemmtanagildið þá geta Blikar ekki verið ánægðir með varnarvinnuna í leiknum. Við vorum komnir með heljartak á Fimleikadrengjunum en gáfum illa eftir í síðari hálfleik. Það var mjög ólíkt okkar piltum að missa niður svona leik. Við náðum ekki að dekka miðju- og sóknarmenn heimapilta nógu vel og of oft vorum við að missa knöttinn á hættulegum stöðum. Við getum gert miklu betur en þetta og það vita okkar strákar manna best.

Flóttamaður úr Vesturbænum var settur inn á í síðari hálfleik hjá FH og það var ólíkindum að hann fengi að hanga áfram inn á vellinum. Hann skallaði meðal annars Damir í höfuðið og dómarinn ákvað að gefa báðum leikmönnum gult spjald. Hvers konar rugl er það? Reyndar hefði Damir ekki átt að láta sig falla með svona miklum tilþrifum en þetta var ljótt brot hjá FH-ingnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi leikmaður gerir allt brjálað inn á vellinum og má búast við að dómarar hafi betri augu með honum í komandi leikjum. En nóg um þennan kíting.

Nú tekur við ágætur hvíldartími vegna landsleikjanna tveggja. Þá gefst okkur tækifæri til að sleikja sárin og vonandi koma þeir leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða til baka. Brátt tekur við annað hörkutímabil með bikar- og Evrópuleikjum þannig að þá fá Blikastrákarnir næg tækifæri til að sýna snilli sína á nýjan leik!

Til baka