Lengjubikarinn 2022: Breiðablik - ÍA
25.02.2022Fyrsti leikur okkar mann í Lengjubikarnum 2022 er gegn spræku liði Skagamanna sem hafa þegar spilað tvo leiki í mótinu til þessa og unnið þá báða. Fyrst Þór 3.1 og svo lið KV 4:0.
Okkar menn eru hinsvegar að hefja keppni enda nýkomnir heim eftir vel heppnaða þáttöku í Atlantic Cup í Portúgal.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun, föstudag en var seinkað um einn dag vegna veðurs. Nýr leiktími er kl.18:00 á laugardag.
Veðurspá fyrir Kópavogsvöll seinnipart laugardags er góð. Hálfskýjað, hiti 2°og hægur vindur. Fjölmennum því á Kópavogsvöll og styðjum okkar menn til sigurs því nú er búið að aflétta öllum takmörkunum og því ekkert því til fyrirstöðu að mæta á leikinn.
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á laugardaginn kl.18:00.
Stöð 2 Sport sýnir frá leiknum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Innbyrðis viðureignir liðanna & Litli Bikarinn
Innbyrðis leikir liðanna í öllum mótum frá upphafi eru 120 þ.m.t. eru 9 leikir í 26 ára sögu Deildabikarsins. Níu sinnum hafa liðin mæst í Deildabikar KSÍ (Lengjubikarnum) frá upphafi mótsins árið 1996 en fyrsti úrslitaleikur Deildabikars KSÍ var einmitt á milli ÍA og Breiðabliks. Leikir var á Kaplakrikavelli og unnu Skagamenn leikinn 3:1. Skagamenn unnu sem sagt þennan fyrsta innbyrðisleik liðanna í keppninni en í átta viðureignum síðan þá hafa Blikamenn unnið fimm leiki og þrjú ár í röð gerðu liðin 2:2 jafntefli.
Eins og sjá má í þessu myndbandi frá úrslitaleiknum 1996 eru Blikar á þeim tíma að reyna fyrir sér með rauða sokka og rauðan lit í búningum meistarflokka. Og ekki síður athyglisvert er að núverandi frambjóðendur til formanns KSÍ, þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson, léku bæði með Breiðabliki árið 1996 og tók Sævar Pétursson t.d. þátt í þessum úrslitaleik gegn ÍA:
Deildabikarinn tók sem sagt við af Litlu bikarkeppninni sem varði óslitið í 34 ár:
Litla bikarkeppnin, eða Litli bikarinn, var mót sem Faxaflóaliðin nýttu sér til undirbúnings fyrir keppnistímabilið. Mótið hófst árið 1961 með þáttöku Keflavíkur, Akraness, KRH (Knattspyrnuráð Hafnarfjarðar = FH/Haukar).
Aðal hvatamaður að stofnun Litlu bikarkeppninnar var Albert Guðmundsson. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir „utanbæjarliðin“ vegna Íslandsmóta. Leikin var tvöföld umferð með einhverjum undantekningum.
Breiðablik bætist við árið 1965. Þannig er svo fyrirkomulag keppninnar næstu 10 árin. Árið 1976 verða liðin 5 þegar í FH og Haukar mæta til leiks sem sitt hvort liðið en ekki undir merkjum KRH/ÍBH. Þetta 5-liða fyrirkomulagið varði næstu 12 árin.
Eftir að Selfyssingar, Stjörnumenn og Víðismenn bætast við árið 1987 eru liðin orðin 8. Tekin er upp einföld umferð og riðlaskipting. Árið 1993 eru þáttökulið orðin 12 þegar Grindavík, ÍBV, HK og Grótta bætast við.
Undir lok 34 ára sögu Litla bikarsins (Litlu bikarkeppninnar) árið 1995 voru þáttökuliðn orðin 16: Afturelding, Breiðablik, FH, Grindavík, Grótta, Haukar, HK, ÍA, ÍBK, ÍBV, Reynir, Selfoss, Skallagrímur, Stjarnan, Víðir og Ægir. Leikið var í 4 riðlum frá 20.apríl til 1.maí. 8-liða úrslit fór fram dagna 4. og 5. maí. Undanúrslit 9. maí. Skagamenn unnu sinn undanúrslitaleik 3:1 gegn ÍBK á Akranesvelli og léku því til úrslita gegn FH-ingum sem unnu Stjörnumenn 3:2 í undanúrslitum á Kaplakrikavelli.
Skagamenn sigruðu svo í síðasta leik Litla bikarsins á Akranesvelli 13. maí 1995 með því legga FH-inga 3:2 í framlengdum leik. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og því framlengt. Skagamenn voru einum færri mest allan seinni hálfleikinn og í framlengingunni eftir að Alexander Högnason fékk rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Sigursteinn Gíslason, Kári Steinn Reynisson og Stefán Þórðarson skoruðu mörk ÍA en Hörður Magnússon og Jón Erling Ragnarsson svöruðu fyrir FH.
Frá stofnun Litlu bikarkeppninnar árið 1961 til ársins 1987 léku þáttökuliðin, sem þá voru orðin 5, tvöfalda umferð. ÍA tók þátt í Litla bikarnum frá 1961. Blikamenn bættust í hópinn 1965. Innbyrðis viðureignir liðanna í Litla bikarnum eru 47.
LENGJUBIKARINN: Síðustu 5 gegn ÍA
Dagskrá
Nú er búið að aflétta öllum takmörkunum og því ekkert því til fyrirstöðu að mæta á völlinn.
Flautað verður til leiks á laugardaginn á Kópavogsvelli kl.18:00
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Markaleikur 7:1
Breiðablik mætti ÍA í 3ja leik í Lengjubikarnum 2020. Við áttum harma að hefna eftir skelfilegt tap (2-5) í úrslitum Fótbolta.net skömmu áður. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru framúrskarandi ef tekið er mið af því að það var febrúarmánuður. Logn, snjódrífa á köflum en völlurinn eins og best verður á kosið.