BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2025

02.02.2025 image

Mynd: Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2024

Eftir 4:2 sigur á Stjörnumönnum í úrslitaleik ÞÞungavigtarbikarsins 2025 er strax komið að fyrsta leik okkar manna í Lengjubikarnum 2025. Þar eiga Íslandsmeistarar Breiðabliks titil að verja. 

Upphafleg niðurröðun Lengubikarsins í ár gerði ráð fyrir fyrsta leik gegn Fylkismönnum á Kópavogsvelli 8. febrúar en í vikunni var leik Breiðabliks og Fram í 5. umferð flýtt um mánuð.

Uppfært: Breiðablik - Fram í Fífunni þriðjudaginn 4. febrúar kl.19:30.

Vormót

Deildabikarkeppni KSÍ byrjaði árið 1996 og var “arftaki” Litlu Bikarkeppninnar, en “Litli bikarinn” var knattspyrnukeppni fyrir karlalið á Suðvesturhorninu fyrir lið sem ekki höfðu rétt til þátttöku í Reykjavíkurmótnu. Árið 1961 hófu lið frá þremur bæjarfélögum, Keflavík, Akranesi og Hafnarfirði (sameinað lið Hauka og FH) þáttöku í Litlu bikarkeppninni. Frumkvæði að mótinu átti Albert Guðmundsson og gaf hann  bikarinn sem kept var um. Kópavogsliðið Breiðablik bættist í hópinn árið 1965. Mótið var svo lagt niður þegar Deildabikarnum var komið á laggirnar árið 1996, en þá hafði þátttökuliðum fjölgað úr þremur árið 1961 í sextán og fyrirkomulaginu breytt í riðlakeppni. Allt utanumhald og skipulag Litlu bikarkeppninnar þau 35 ár sem keppnin lifði var í höndum félaganna sjálfra. Alls voru spilaðir 850 leikir og liðin skoruðu samtals 1.658 mörk í keppninni. ÍA og Keflvík voru lang sigursælustu liðin. Skaginn vann mótið 17 sinnum og Keflvíkingar 15 sinnum.

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru ríkandi Lengubikarmeistarar frá 2024 og hafa því tilil að verja. Dóra Árna mætti í sitt fyrsta mót 2024 sem aðlaþjálfari og vann Lengjubikarinn nokkuð örugglega. Breiðabliksliðið hóf reyndar undirbúning keppnistímabilsins 2024 með 3:1 sigri á Víkingum í Bose-mótinu í lok árs 2023. Kærkomnu fríi eftir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2023 lauk svo rétt fyrir fyrsta leik í Lengjubikarnum 2024. Blikaliðið spilaði 7 leiki í mótinu og varð Lengjubikarmeistari 2024 eftir öruggan 4:1 sigur á ÍA í lok mars.

Sigur okkar manna í var í raun og veru aldrei í hættu í leiknum gegn ÍA. Mörkin voru hverju öðru glæsilegri og lofaði þessi leikur góðu fyrir Bestu deildina sem hófst í byrjun apríl 2024.

Sjö sinnum frá upphafi keppninnar 1996 hefur Blikaliðið spilað til úrslita í Lengubikarnum/ (Deilabikar KSÍ) og unnið keppnina þrisvar:

2024 Breiðablik – ÍA 4:1

2015 Breiðablik – KA 1:0

2014 Breiðablik – FH 1:4

2013 Breiðablik – Valur 3:2

2010 Breiðablik – KR 1:2

2009 Breiðablik – FH 0:3

1996 ÍA – Breiðablik 3:1 Fyrsta ár keppninnar. Úrslitaleikurinn var spilaður 15. maí á grasvellinum í Kaplakrika.

15.05 20:00
1996
ÍA
Breiðablik
3:1
4
1
Deildabikar KSÍ | Úrslit (frl)
Kaplakrikavöllur | #

KRingar eru sigursælasta liðið í mótinu með 8 sigra. FHingar fylgja fast á eftir með 7 sigra. Valur hefur unnið mótið 4 sinnum, Breiðablik og ÍA 3 sinnum og ÍBV og Grindavík 1 sinn hvort félag.

Leikjaplan Lengjubikarsins 2025

Titilvörn okkar manna hefst á þriðjudaginn þegar við fáum Fram í heimsókn á Kóavogsvöll. Innbyrðis árangur gegn Fram í LB er: 5 sigrar, 2 töp og 2 jafntefli

Innbyrðis árangur gegn Fylki í LB er: 4 sigrar, 2 töp og 2 jafntefli.

Innbyrðis árangur gegn KA í LB er: 7 sigrar, 1 tap og 1 jafntefli

Innbyrðis árangur gegn Völsungum í LB er: 5 sigrar, 0 töp og 0 jafntefli. 

Innbyrðis árangur gegn Njarðvíkingum í LB er: 0 sigur, 0 jafntefli og 1 tap. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

/POA

Til baka