Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Viktor Örn Margeirsson
29.03.2020
“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Varnar-og miðjutröllið Viktor Örn Margeirsson tekinn fyrir.

Fullt nafn: Viktor Örn Margeirsson
Fæðingardagur og ár: 22 júlí 1994
Staður: Kópavogur
Staða á velli: Miðvörður en lauma mér af og til inn á miðjuna eða í bakvörðinn ef þörf er á.
Treyjunúmer: 21
Gælunafn: Vömari
Hjúskaparstaða: Lausu
Börn: Ekki ennþá
Bíll: Kia Picanto
Uppáhalds….
...Lið í enska: Manchester United
...Fótboltamaður: All time: Nemanja Vidic.
...Tónlist: Það fer um víðann völl.
...Matur: Humarinn er góður
...Leikmaður í mfl.kvk: Plöntu vinkona mín Heiðdís Lillýar
...Frægasti vinur þinn: Indíana Nanna Jóhannsdóttir metsölurithöfundur, einkaþjálfara gúrú og athafnakona mikil en hún hefur ekki hætt að tala um hversu fræg hún er.
...Staður í Kópavogi: Kópavogsdalurinn í Hjallahverfinu
Hver í mfl er.…
...Fyndnastur: Gísli Eyjólfsson
...Æstastur: Viktor Karl búinn að vera æstur síðan í Búdapest
...Rólegastur: Rennur ekki blóðið í Guðjóni
...Mesta kvennagullið: Benó, segir að Tinder hafi eytt aðganginum sínum því þeir töldu hann hafa stolið myndunum sínum af modeli…
...Líklegur í að vinna gettu betur: Andri Yeoman
...Lengst í pottinum: Guðjón Pétur er alltaf helvíti lengi ovan í, á tillanum í þokkabót.
...Gengur verst um klefann: Kalli
...Með verstu klippinguna: Stundum er eins og blindur maður hafi klippt Binna
...Bestur á æfingu: Alexander Helgi
Að lokum, hvað er Breiðablik: Frábært félag með frábæru fólk
Ekki bara fótboltamaður
Krúttleg klippa frá Viktori þar sem hann gefur okkur innsýn inn í gæðastund þar sem plöntur og fjölskyldan kemur við sögu. En sjón er sögu ríkari.
Evrópuúrval Viktors
Við fengum Viktor Örn til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980.

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020
Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

/POA