BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 2025: 16-liða úrslit: Breiðablik - Vestri

13.05.2025 image

Toppliðin Breiðablik og Vestri mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ á Kópavogsvelli, fimmtudaginn 15. maí kl.19:30! 

Miðasala á leikinn á fimmtudagskvöld er á Stubb 

Sjónvarpið sýnir leikinn á RÚV 2. Útsending hefst kl.19:20!

Sagan & Tölfræði

Íþróttafélagið Vestri er ungt félag - var stofanð 16. janúar 2016 við sameiningu íþróttafélaganna BÍ88, KFÍ, Skellur og Sundfélagið Vestri, á Ísafirði. En upphaf Vestra má rekja til ársins 1986 þegar BÍ er stofnað. Þegar ÍBI er lagt niður árið 1987, og félagið fært undir Héraðssamband Vestur-Ísfirðinga, færðust flestir leikmenn ÍBÍ yfir til BÍ sem þá breytir nafni félagsins í BÍ 88 fyrir keppnistímabilið 1988. Átján árum síðar (2006) breytist nafn félagsins í BÍ/Bolungarvík og keppir undir því nafni þar til fjölgreinafélagið Vestri er stofnað árið 2016.

Bikarleikurinn á fimmtudaginn verður önnur viðureign liðanna á árinu. Í lok apríl gerði Blikaliðið góða ferð til Ísafjarðar í 4. umf Bestu deildarinnar:

Bikarleikir

Gagnagrunnurinn sýnir 2 viðureignir Breiðabliks og Vestra í Mjólkurbikarnum - fyrst árið 2011 þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Valitor-bikarsins á Torfnesvelli. Heimaliðið, þá BÍ /Bolungarvík, sló okkar menn út:

23.06 19:15
2011
Vestri
Breiðablik
4:1
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Skeiðsvöllur | #

Aftur mætast liðin í Mjólkurbikarnum árið eftir en þá á Kópavogsvelli í leik sem Blikar vinna öruggan sigur:

08.06 19:15
2012
Breiðablik
Vestri
5:0
3
Bikarkeppni KSÍ | 32-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Áfram Breiðablik!

Til baka