BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 8-liða úrslit: Breiðablik - KR á Kópavogsvelli fimmtudag kl.19:15!

07.09.2020 image

Breiðablik tekur á móti KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins á Kópavogsvelli á fimmtudaginn 10. september kl.19:15

Þrir leikir í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2020 fara fram á fimmtudaginn.  FH-ingar taka á móti Stjörnunni í Kapplakrika kl.16:30; Valur fær HK-inga í heimsókn á Origo-völlinn kl.19:15 og Blikar taka á móti KR-ingum á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl.19:15! Einn leikur í 8-liða úrslitum hefur þegar farið fram. ÍBV fékk Fram í heimsókn á Hásteinsvöll í leik sem lauk með 2:1 sigri heimamanna.

image

Leið Blika í 8-liða úrslitin

Í 16-liða úrslitum fengum við nýliðana í efstu deild - fyrrum lærisveina Óskars Hrafns - Gróttumenn í heimsókn á Kópavogsvöll.

image

Í 32-liða úrslitum unnu Blikar 3:2 þolinmæðissigur á Keflvíkingum á Kópvogsvelli.

image

Bikarsaga Breiðabliks gegn KR

Innbyrgðis viðureignir Breiðablisk og KR í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi eru 10. KR-ingar hafa yfirhöndina. Í 8 viðureignum komast KR-ingar áfram á kostnað Blika. Um er að ræða 3 leiki í 16-liða, 5 leiki í 8-liða og 2 leiki í undanúrslitum, samtals 10 leikir.

Leikirnir tíu:

“Blikar léku nokkuð vel í þessum leik og sérstaklega er vert að minnast á frammistöðu þeirra sem komu ferskir inn í byrjunarliðið. Allir skiluðu þeir sínu með miklum ágætum. Blikar voru með góð tök á leiknum lengst af og gestirnir náðu sjaldan að ógna okkar marki. Það ,,eina“ sem vantaði upp á og er aðalatriðið er að skora fleiri mörk. Mýgrútur af tækifærum í þessum leik en uppskeran allt of rýr. Þarna þarf að gefa í.” skrifar tíðaindmaður blikar.is. Blikar unnu svo Ólafsvíkur Víkinga í undanúrslitum og fór alla leið í úrslitaleikinn en lutu í gras fyrir Stjörnunni í vító!

Bikarleikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í byrjun júlí 2014. KR-ingar vinna  leikinn 0-2 gegn “Andlausum Blikum” ef marka má umfjöllun netmiðla:

06.07 20:00
2014
Breiðablik
KR
0:2
4
Bikarkeppni KSÍ | 8 liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Kringar vinna í fjörugum leik í Frostaskjólinu þar sem Kristinn Jónsson skoraði sjálfsmark á 18. mín og Ingvar Kale fær furðulegt rautt spjald undir lok leiks:

Bikarleikur liðanna í undanúrslitum árið 2008 er mörgum Blikum enn í fersku minni. Þetta var hörku leikur í orðsins fyllstu merkingu. Hart barist innan vallar sem utan. Dómarinn, Jóhannes Valgeirsson, gaf 7 spjöld á liðin og liðsstjórn. Jafnt var eftir venulegan leiktíma 0-0. Bæði lið skora mark í framlengingu. Fyrst Marel Baldvinsson fyrir Blika á 96. mín en Pétur Marteinsson jafnar fyrir KR á 101. mín. KR-ingar vinna vítakeppnina örugglega og verða svo Bikarmeistarar 2008:

01.09 00:50
2008
Breiðablik
KR
1:1
1
Bikarkeppni KSÍ | Undanúrslit I 1-1 eftir framlengingu. Lokaniðurstaða 1:4 eftir vítaspyrnukeppni.
Laugardalsvöllur | #

KR-ingar unnu verðskuldaðan sigur í undanúrslitaleiknum á heimavelli sínum í vesturbænum. Vesturbæjarliðið hafði undirtökin í leiknum og Blikar, sem fyrr um sumarið velgdu KR-ingum vel undir uggum í deildinni, hittu einfaldlega ofjarla sína:

04.08 18:30
1999
KR
Breiðablik
3:0
3
Bikarkeppni KSÍ | Undanúrslit
KR-völlur | #

„Það var ekki falleg knattspyrnan sem spilur var í gær á KR-velli í gær þó aðstæður væru hinar bestu“ skrifar Dagblaðið. „Vesturbæingar náðu samt að tryggja sér 1-0 sigur í seinni hálfleik með fallegu marki frá Heimi Guðjónssyni og var þetta eini ljósi punkturinn í leiknum“ skrifar blaðamaður:

03.07 12:12
1996
KR
Breiðablik
1:0
3
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
KR-völlur | #

KR-ingar réðu ferðinni í 70 mínútur og Blikar gátu lítið við því sagt að vera 0-2 undir að þeim tíma liðnum. Guðmundur Hreiðarsson varði mark Blika í leiknum og gerði vel þrátt fyrir tap að fá á sig 2 mörk. Á 71. mínútu skoraði Sigurjón Kristjánsson með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristófer Sigurgeirssyni. 

25.07 01:21
1994
Breiðablik
KR
1:2
1
3
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á Kópavogsvelli 11. ágúst 1976 lauk með 1-1 jafntefli eftir framlengdan leik. Það drógst töluvert að hefja framlenginguna þar sem dómari og línuverðir voru ekki vissir á hvort framlengja ætti eða ekki. En eftir að hringt hafði verið á Laugardalsvöllinn og menn þar beðnir að flétta upp í reglugerðinni, var byrjað að nýju. Í framlengingunni skoraði Jóhann Torfason fyrir KR og Haukur Ottesen jafnaði fyrir Blika á 8. mín fyrir lok framlengingarinnar. Það þurfti því aukaleik til að skera úr um hvort liðið hélt áfram:

11.08 01:28
1976
Breiðablik
KR
1:1
4
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit fyrri leikur
Kópavogsvöllur | #

Síðari leikur liðanna í 8-liða úrslitum fór svo fram á Laugardalsvelli 26. ágúst 1976. Og þar unnu Blikar sanngjarnan 1-3 sigur með marki frá Gísla Sigurðssyni og 2 mörkum Hinriks Þórhallssonar:

26.08 01:28
1976
KR
Breiðablik
1:3
6
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit seinnni leikur
Laugardalsvöllur | #

Nýliðar Breiðabliks í 1. deild „áttu“ leikinn gegn KR á Melavellinum, að sögn blaðamanna, en það var KR sem skorði eina mark leiksins. Þetta var heimaleikur Breiðabliks en KR-ingar mótmæltu Vallargerðisvellinum og því var leikurinn fluttur á Melavöllin:

24.10 00:38
1970
KR
Breiðablik
1:0
5
5
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Melavöllur | #

Dagskrá

Athugið að þetta er bikarleikur þannig að Blikaklúbbsskírteini gilda ekki leikinn. Forsala fyrir Blikaklúbbsmeðlimi var í dag, mánudag. En vegna rýmkunar á sóttvarnarreglum eru enn til nokkrir miðar á leikinn. Þeir fara í sölu í dag kl.12.00 á hádegi á miðasöluappinu Stubbur. Slepptu röðinni og sæktu stubb. www.stubbur.app   Seldir verða miðar bæði í nýju og gömlu stúkuna og hvetjum við alla Blika sem ekki eru búnir að kaupa miða að tryggja sér miða á besta stað! Börn 15 ára (fædd 2005) og yngri fá ókeypis inn.

Það verða fjögur hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf sem rúmar að hámarki 200 manns. Sjá mynd:

image

Knattspyrnudeild minnir alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks. Börn Fædd 2005 og síðar telja ekki með í hámarksfjölda.

Leikurinn hefst kl.19:15 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka