BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Óli Valur með enn einn stórleikinn

23.02.2025 image

Græna liðið frá Húsavík Völsungur var ekki mikil fyrirstaða fyrir Íslandsmeistaralið Breiðabliks í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Lokatölur voru 6:0 fyrir Blika og hefðu mörkin hæglega geta orðið fleiri. Óli Valur Ómarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Blikaliðið og setti þrjú mörk í leiknum.  Valgeir Valgeirsson gerði sitt fyrsta mark í Blikabúningnum og Kristinn Steindórsson og Arnór Gauti Jónsson settu einn eitt stykki hvor.  Önnur úrslit í riðlinum voru okkur Blikum hagstæð, Fram tapaði og Fylkir gerði jafntefli þannig að við erum efstir í riðlinum. Árbæjarpiltarnir hafa hins vegar spilað leik minna og hafa tapað færri stigum eins og er.

Vert er að geta þess að Brynjar Atli stóð á milli stanganna hjá Blikaliðinu í þessum leik. Það eru ár og öld síðan hann fékk að spreyta sig og stóð hann sig með miklum sóma í leiknum. Hann varði til dæmis tvisvar meistaralega í fyrri hálfleik og kom í veg fyrir að gestirnir minnkuðu muninn. Það er mikill styrkleiki að hafa svona öflugan varamarkvörð á bekknum. Næsti leikur okkar er gegn grænum Njarðvíkingum í Nettóhöllinni í Reykjnesbæ á fimmtudag kl.19.00. Þangað ætlum við að sjálfsögðu að fjölmenna!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.

-AP

@breidablikfc

6-0 sigur ????‍????????⚽️

♬ original sound - Breidablik FC

Til baka