Ótrúleg endurkoma gegn Jótunum!
07.02.2022
Estádio Municipal de Albufeira | #
Blikar unnu ótrúlegan 5:4 sigur gegn dönsku meisturum í Mydtjylland á Atlantic Cup keppninni í gær eftir vítaspyrnukeppni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var frekar slakur hjá okkar drengjum enda staðan orðin 0:3 Dönunum í vil í leikhléi.
En það var allt annað Blikalið sem kom inn á síðari háfleik og tókst okkar drengjum að jafna 3:3 skömmu fyrir leikslok. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru Blikarnir sterkari á taugum. Lokatölur 5:4 fyrir okkur og við efstir í keppninni að minnsta kosti tímabundið.
Blikaliðið var frekar ólíkt sjálfur sér í fyrri hálfleik. Varnarvinnan á miðjunni og í öftustu línu var ekki nógu markviss þannig Jótarnir fengu of mikinn tíma til að athafna sig með knöttinn. Varnarlínan var eitthvað óörugg og náðu snöggir sóknarmenn Dana hvað eftir annað plata okkur upp úr skónum.
Höskuldur fyrirliði fékk reyndar fyrsta færi leiksins en markvörður Dananna varði mjög vel frá honum. Einnig átti Gísli góða rispu upp kantinn síðar í háflleik en Ásgeir Galdur var ekki alveg nógu ákveðinn að troða tuðrunni í netið. Við erum því ekki að eyða meira púðri að lýsa hálfleiknum.
En það var allt annað að sjá til Blikaliðsins í síðari hálfleik. Ísak Snær kom á miðjuna og mun meira öryggi einkenndi varnarleikinn.
Algjör unun var að sjá undirbúninginn að fyrsta marki Blika í leiknum. Knettinum var leikið fumlaust úr vörninni á miklum hraða upp kantinn þar sem Viktor Karl átti flotta sendingu á Kidda Steindórs sem skoraði örugglega.
Þá fór brúnin að lyftasta aðeins á Blikum innanlands sem utan. Blikar börðust vel það sem eftir lifði leiks. Það skilaði sér í tveimur mörkum undir lok leiksins.
Hið fyrra gerði Gísli Eyjólfsson og híð síðara Benedikt Warén eftir snarpar sóknir upp vinstri kantinn.
Staðan því orðin 3:3 og Blikar voru ekki langt frá því að stela sigrinum á lokaandartökum leiksins þegar Benedikt Warén var hársbreidd frá því að koma knettinum inn á marga sóknarmenn Blika.
KLippur úr leiknum, mörkin og vítaspyrnukeppnin:
En reglur keppninnar gera ekki ráð fyrir jafntefli og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust taugar Kópavogsbúanna sterkari en Jótanna. Höskuldur, Kiddi, Gísli, Viktor Karl og Damir skoruðu örugglega úr sínum spyrnum en Danirnir klúðruðu einni. Við stóðum því uppi sem sigurvegarar eftir frábæra endurkomu. Við fengum hins vegar ekki ,,nema“ 2 stig með þessum sigri því reglur Atlantic Cup segja að jafntefli gefi eitt stig og sigur í vítakeppni eitt stig. Við erum því komnir með 5 stig og trjónum á toppnum í keppninni amk fram á kvöldið þegar öll lið hafa lokið tveimur leikjum.
Lokaleikur Atlantic Cup verður á föstudaginn gegn Íslendingaliðinu FC Köbenhavn. Það verður gaman að sjá hvort Blikastrákarnir haldi áfram að standa sig vel í keppninni. Þessari tveir leikir hafa að minnsta kosti lofað góðu!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
Þær góðu fréttir bárust frá Portúgal að Pétur Theodór Árnason væri byrjaður að æfa eftir krossbandsslit í haust.