BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi Max 2020: Breiðablik- Fylkir

02.10.2020 image

Pepsi Max deild karla 2020. Breiðablik - Fylkir á Kópavogsvelli sunnudag kl.19:15.

Það er lítil hvíld milli leikja hjá okkar mönnum þessa dagana. Strax á sunnudaginn er komið að næsta leik þegar við fáum funheita Fylkismenn í heimsókn á Kópavogsvöll. Fyrir leikinn á sunnudaginn hafa strákarnir okkar hafa spilað 4 leiki á 11 dögum – einum leik minna en Fylkismenn sem spiluðu leik síðast 27. september, en síðasti leikur okkar var á fimmtudag, 1. október.

Stigaheimtur okkar manna, í 4ja leikja hrynunni sem hófst 21. september, eru 5 stig, einn sigur og tvö jafntefli. Til samanburðar fengu FH-ingar 7 stig, Stjarnan 4 stig og KR 7 stig. Hjá Val og Fylki, sem léku 3 leiki á sama tímabili, er stigaöflunin 7 stig hjá Val og 6 stig hjá Fylkismönnum.

Heil umferð fer fram á sunnudaginn. Um er að ræða leiki í 11. umferð sem átti að fara fram snemma í ágúst. Evrópubaráttan er hörð. Þetta eru leikir liðanna sem eru að berjast um eitt af efstu sætunum næst á eftir Valsmönnum: ÍA - FH á Skaganum kl.14:00, HK – KR í Kórnum kl.17:00, Stjarnan – Fjölnir í Garðabæ kl.17:00 og Breiðablik – Fylkir á Kópavogsvelli kl.19:15.

Bæði lið eru með 28 stig eftir 17 leiki, Blikar í þriðja sæti með 7 mörk í plús en Fylkir í því fimmta með með markatöluna 26:26.

image

Tölfræði

Leikurinn á sunnudagskvöld er 60. mótsleikur Blikamanna gegn Fylki frá fyrsta leik liðanna árið 1978. Blikamenn hafa yfirhöndina með 30 sigra gegn 16 sigrum gestanna. Jafnteflin er 13.

image

Það stefnir í markaleik ef tekið er mið af úrslitum í mótsleikjum liðanna undanfarið. þegar Í fyrra skoruðu liðin 20 mörk í þremur innbyrðis leikjum í deild og bikar. Úrslit leikjanna voru: 4:3, 4:2 og 4:3.

Síðustu 5 á Kópavogsvelli

Leikmenn

Tveir leikmenn Fylkis hafa spilað í grænu Breiðabliks treyjunni. Arnór Gauti Ragnarsson á 36 mótsleiki og 9 mörk að baki með Breiðabliki á árunum 2015-2019. Og markvörður FYlkismanna, Aron Snær Friðriksson, var í Kópavoginum 2015 og 2016 áður en hann flutti sig í Árbæinn fyrir keppnistímabilið 2017.

Leikmannahópur Breiðabliks

Allir leikmenn Blika ættu að vera klárir í slaginn á sunnudaginn nema Kristinn Steindórsson og Andri Rafn Yeoman sem tekur út leikbann vegna 4 áminninga.

image

Dagskrá

Mætum á Kópavogsvöll á sunnudagskvöld og hvetjum okkar menn til sigurs!

Breiðablik fagnar því í ár að 70 ár eru síðan félagið var stofnað þar sem þá hét Kópavogshreppur en félagið er nú er fjölmennasta íþróttafélag landsins. Breiðabliksliðið mun spila í vínrauðum afmælistreyjum í leiknum gegn Fylki í tilefni 70 ára afmælis Breiðablik. Nánar hér >

Það verða tvö hólf í stúkunni og verður sér inngangur fyrir hvert hólf sem rúmar að hámarki 200 manns. A-hólf er frátekið fyrir Blikaklúbbskort/Ársmiðahafa á meðan laus sæti er að hafa. Félagið vill minna alla á að hafa í huga og fara eftir tilmælum yfirvalda um hreinlæti, handþvott og nálægð milli fólks.

Samkvæmt nýjustu sóttvarnarreglum telja börn fædd 2005 og síðar nú með í hámarksfjölda í hvert hólf. Börn fædd 2005 og síðar fá frítt á völlinn.

Því eru færri miðar í en venjulega í sölu og hvetjum við alla sem ætla sér á völlinn að verða sér úti um miða tímanalega á Stubbur. Miðar eingöngu seldir í gegnum STUBBUR-app. Smelltu hér til að ná í appið.

Leikurinn hefst kl.19:15 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á völlinn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Heisi Heison hjá BlikarTV með skemmtilega upphitun fyrir Fylkisleikinn á sunnudaginn. 

Til baka