BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2024/25: Tikvesh - Breiðablik, 11. júlí kl.18:30!

10.07.2024 image

Fyrsti Evrópuleikur Blika í ár er útileikur í undankeppni Sambandsdeildar UEFA gegn GFK Tikvesh á National Arena Todor Proeski vellinum í N-Makedóníu.

Flautað verður til leiks fimmtudaginn 11. júlí kl.18:30 að íslenskum tíma. 

Stöð 2 sýnir leikinn á BD 2 rásinni. Útsending hefst kl.18:20! 

Að vanda ætla stuðningsmenn Blika að hittast og fylgjast saman með beinni útsendingu frá leiknum. Þar sem Símamótið er að byrja þá eru allir salir uppteknir á Blikasvæðinu en vinir okkar á veitingastaðnum Mossley ætla þess í stað að bjóða okkur velkomin á staðinn sinn við Borgarholtsbraut. Húsið opnar kl.18.00 og verður tilboð á mat og drykk á meðan á leik stendur.

Tíðindamaður blikar.is hafði samband við Dóra þjálfara rétt fyrir brottför hópsins frá Íslandi.

Hvernig leggst ferðin í þig?

"Ferðin leggst mjög vel í okkur. Það er alltaf mikill spenningur fyrir þessum Evrópuleikjum, það er alltaf skemmtilegt að spreyta sig gegn erlendum liðum og svona ferðir gera ekkert annað en að þétta hópinn."

Hvað getur þú sagt okkur um andstæðinginn?

Tikves liðið hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin ár og enduðu síðasta tímabil gríðarlega vel þar sem þeir enda í 4. sæti í deild og vinna bikarinn. Síðan þá hafa þeir bætt við sig fjölda leikmanna, en misst lítið sem ekkert af lykilmönnum. Það er svolíitð erfitt að rýna í hversu miklar breytingar þeir gera frá síðasta tímabili, en það er ljóst að þeir mæta með sterkt lið til leiks. Þeir hafa spilað nokkra æfingaleiki sl vikur og unnið góða sigra. M.a. gömlu félaga okkur í Struga 4-3 og meistarana frá Kosovo, Balkani 2-0. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að mæta vel undirbúnir til leiks og ekki á neinum tímapunkti megum við vanmeta Tikves liðið. Hinsvegar vitum við það að við erum með frábært lið, stóran og breiðan hóp og ætlum okkur auðvitað ekkert annað en sigur. 

Keppnisferð Blika til N-Makedóníu er ekki sú fyrsta: 

Í fyrra vann Breiðablik magnaðan 1:0 sigur á FC Struga frá N-Makedóníu í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu á útivelli í gær. Höskuldur Gunnlaugsson tryggði sigurinn með mögnuðu marki í fyrri hálfleik. 

31.08 16:45
2023
Breiðablik
Struga
1:0
23
4
Evrópukeppni | Umspil - seinni leikur
Kópavogsvöllur | #

INTERNET (23)

Síðari leikuinn fór fram á Kópavogsvelli og vannst einnig 1:0 og Breiðablik þar með búið að trygga sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu keppnistímabilið 2023/24 sem var vel fagnað í klefanum:

image

Um andstæðinginn

GFK Tikvesh (Tikvesh), stofnaður af hópi ungra áhugamanna á fundi á Balkan veitingastaðnum í Kavadarci, 21. desember 1930, er atvinnumannaklúbbur frá Kavadarci í Norður-Makedóníu sem leikur í makedónsku deildinni.

Eftir flakk á milli heimvalla fyrstu 20 árin festi félagið rætur á Gradski Stadion Kavadarci í mars 1950 og hefur félagið verið þar síðan.

Besta tímabil félagsins var á sjöunda áratugnum og allan áttunda áratuginn þegar Tikvesh vann makedónsku lýðveldisdeildina tvisvar: 1971/72 og 1977/78. Liðið hefur fimm sinnum leikið í júgóslavnesku annarri deildinni: 1955/56, 1968/69,1969/70,1972/73 og 1978/79.

Tikvesh var eitt af 18 stofnfélögum makedónsku fyrstu deildarinnar árið 1992. Félagið vann sinn fyrsta á síðasta keppnistímabili keppnistímabilið þegar liðið endaði í 4. sæti í deildinni - besti árangur liðsins í bestu deild frá upphafi - og vann, í fyrsta sinn, makedónísku bikarkeppnina í leik gegn Voska Sport 22. maí 2024 og er þ.a.l. að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn þegar þeir mæta Breiðabliki á heimavalli fimmtudaginn 11. júlí 2024.

image

Maí 2024: Leikmenn Tikvesh eftir að hafa tryggt sér sigur í makedónísku bikarkeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Evrópusaga Breiðabliks

Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 10 ár af 14 mögulegum - þar af 6 síðustu ár í röð.

Leikurinn við GFK Tikvesh á fimmtudaginn verður 44. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum til þessa:

- Meistaradeild: 2023, 2011.

- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.

- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.

Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum:

2024 - GFK Tikvesh.

2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.

2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.

2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.

2020 - Rosenborg.

2019 - Vaduz.

2016 - Jelgava.

2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.

2011 - Rosenborg.

2010 - Motherwell.

image

Dagskrá

Fyrsti Evrópuleikur Blika í Sambandsdeildinni í ár er útileikur gegn Tikvesh á National Arena Todor Proeski vellinum í N-Makedóníu.

Flautað verður til leiks fimmtudaginn 11. júlí kl.18:30 að íslenskum tíma.

Stöð 2 sýnir leikinn á BD 2 rásinni. Útsending hefst kl.18:20! 

Að vanda ætla stuðningsmenn Blika að hittast og fylgjast saman með beinni útsendingu frá leiknum. Þar sem Símamótið er að byrja þá eru allir salir uppteknir á Blikasvæðinu en vinir okkar á veitingastaðnum Mossley ætla þess í stað að bjóða okkur velkomin á staðinn sinn við Borgarholtsbraut. Húsið opnar kl.18.00 og verður tilboð á mat og drykk á meðan á leik stendur.

Dómarar eru frá Lúxemborg. Aðaldómari er Jérémy Muller. Aðstoðardómarar eru: Yannick Mentz og Tom Hansen. Fjórði dómari er Ricardo Morais.

Bein textalýsing UEFA hér

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

image

Til baka