BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Glæsilegt mark Damirs dugði ekki til

28.01.2022 image

Blikar urðu að  bíta í það súra epli að tapa úrslitaleiknum í fotbolti.net mótinu 3:1 fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en sóknarleikur heimapilta var beittari og því fór sem fór.

En mark Damirs Muminovics í fyrri hálfleik var ekki þessa heims og við Blikar yljum okkur við þá snilld þrátt fyrir tapið:

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Blikar náðu forystunni með þessu ótrúlega marki Damirs. En Adam var ekki lengi í Paradís og þeir bláklæddu jöfnuðu skömmu fyrir leikhlé.

Það var eins og Stjörnumenn væru með meira á tankinum í síðari háflleik og unnu því sanngjarnan sigur.

Blikar söknuðu Kristins Steindórssonar í leiknum sem var frá vegna veikinda. En það var þó ánægjulegt að sjá Elfar Freyr spila allan síðari hálfleikinn. Vonandi verður þessi snjalli leikmaður með okkur á þessu keppnistímabili.

Næsta verkefni strákanna okkar er að taka þátt í sterku alþjóðlegu móti, Atlantic Cup, í Portúgal í næstu viku. Við sendum þeim hlýja strauma til Algarve.

Umfjallanir netmiðla.

-AP

Leikjaplan Blika á mótinu í Portúgal

image

Til baka