Súrt jafntefli
08.02.2025


Blikar urðu að sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Fylki í Lengjubikarnum á Kópavogsvelli í dag. Okkar drengir voru sterkari í leiknum en náðu ekki að opna Árbæjarvörnina að neinu viti. Það kom í bakið á okkur í síðari háfleik þegar þeir appelsínugulu jöfnuðu leikinn rétt fyrir leikslok. Við erum þvi bara með eitt stig eftir tvo leiki í þessari keppni.
En það ánægjulegasta í leiknum var markið sem við gerðum. Það var af dýrari gerðinni. Bakvörðurinn ungi og efnilegi, Gabríel Snær Hallsson, átti frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Óli Valur Ómarsson átti ekki í erfiðleikum með að koma knettinum í markið með nettri kollspyrnu. Við þurfum aðeins að spýta í lófana og gera betur ef við ætlum okkar einhverja hluti í sumar. Auðvitað vantar marga lykilmenn en við eigum samt að klára svona leik. Næsti leikur er gegn KA á Akureyri eftir viku og þá fáum við vonandi að sjá betri niðurstöðu en í þessum leik.
-AP