BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þungavigtarmeistarar 2025

01.02.2025 image

Blikar unnu góðan 2:4 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins í Miðgarði í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en allar flóðgáttir opnuðust í þeim síðari. Óli Valur setti fyrsta markið hjá sínum gömlu félögum strax eftir leikhléið og Höskuldur Gunnlaugsson bætti við marki úr vítaspyrnu eftir að  Gummi Kristjáns ruddi Davíð Ingvars  niður í teignum.

Við gleymdum okkur i smástund og Stjarnan jafnaði. En snilldarmark Höskuldar tryggði okkur í raun sigurinn. Á lokaandartökum leiksins  bætti síðan Ágúst Þorsteinsson fjórða markinu við.

Sigurinn lofar góðu með framhaldið. Margir leikmenn fengu að spreyta sig og samkeppnin verður greinilega hörð um sæti í liðinu í sumar.

-AP

Til baka