Þungavigtin byrjar með 1:5 sigri!
08.01.2023
Blikar unnu sanngjarnan en hugsanlega of stóran 1:5 sigur á Stjörnunni á ísköldum Samsung vellinum í Garðabænum í gær. Leikurinn var fyrsti leikur í ,,Þungavigtarbikarnum“ en það er nýtt æfingamót fyrir lið utan Reykjavíkursvæðisins.
Mótið kemur í staðinn fyrir Fótbolta.net mótið og er kennt við podcast þáttinn vinsæla ,,Þungavigtin“ sem margir knattspyrnuáhugamenn hlusta á.
Blikastrákarnir skiptu mörkunum og spilatímanum bróðurlega á milli sín í Garðabænum. Staðan í leikhléi var 0:3 og voru það þeir Ágúst Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Orri Róbertsson Haraldssonar Erlendssonar sem gerðu mörkin þrjú.
Í síðari hálfleik kom síðan kom algjörlega nýtt lið inn á í síðari hálfleik og þá settu þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson sitt markið hvor. Ágúst Orri er nýkominn til baka eftir ársdvöld í Malmö og Atli Þór er á fyrsta ári í 2. flokki.
Þessi sigur var athyglisverður því mjög marga lykilmenn vantaði í Blikaliðið. Höskuldur, Damir og Dagur Dan voru í verkefni með A-landsliðinu og Jason, Oliver, Pétur Theodór og Viktor Elmar eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Færeyski framherjinn Klæmint kemur síðan til landsins á morgun.
Það er einnig gaman að nefna að í byrjunarliðinu i fyrri hálfleik voru allir leikmennirnir fyrir utan Anton Ara markvörð fæddir í póstnúmeri 200! Í heild voru 16 af 20 útileikmönnum liðsins fæddir og uppaldir Blikar. Hópurinn er því orðinn stór og gríðarlega sterkur. Það lofar góðu fyrir verkefni sumarsins!
Næsti leikur Blikaliðsins í Þungaviktarbikarnum er gegn HK.
-AP