BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Velkominn heim Davíð

20.07.2024 image

Fréttir úr Smáranum. Davíð Ingavarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út tímabilið 2026. Þetta eru frábærar fréttir, Davíð er virkilega öflugur leikmaður og styrkir hópinn vel fyrir komandi átök.

Davíð ákvað að reyna fyrir sér úti með Kolding í Danmörku en rifti samningi sínum við félagið og er nú kominn aftur heim. Davíð var svekktur með lítinn spiltíma hjá danska félaginu.

Ferill

Davíð kom til okkar Blika ungur að árum frá FH árið 2014. Hann stóð sig gríðarlega vel með 3. flokki 2015 og var fastamaðir í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í 2. flokki 2016.

Davíð skrifar undir 3 ára samning milli jóla og nýárs 2016. Um mitt sumar 2019 endurnýjar Davíð samning um 3 ár, enda þá búinn að spilaði flesta meistaraflokksleiki og eignað sér í raun vinstri bakvarðarstöðu Breiðabliksliðsins. Í desember 2020 krotar Davíð undir nýjan 3 ára samning við meistarflokk félagsins sem þá var kominn undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Samningurinn frá 2020 var svo framlengdur um 3 mánuði um miðjan október í fyrra þegar Breiðabliksliðið var í miðri Evrópukeppni, en reglur þar leyfa ekki félögum að tefla fram ósamningsbundnum leikmönnum. Davíð tók þátt í 15 af 16 Evrópuleikjum liðsins 2023.

Fyrsti leikur Davíð með meistarafloikki var 14. ágúst 2017, en er síðan lánaður til Hauka árið 2018 þar sem hann spilaði 11 leiki og skorði 1 mark. Frá 2019 hefur Davíð nánast alltaf verið byrjunarliðsmaður nema þegar meiðsli hafa verið að hrjá hann:

Í heild hefur Davíð spilað 173 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 4 mörk. Davíð á að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands, þrjá með U19 og einn með U21. Davíð er fæddur í apríl árið 1999 er því núna 24 ára gamall.

Eitthundrað og fimmtugasti mótsleikur Davíð með Breiðabliki var 0:1 sigurleikur okkar manna gegn Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem leikinn var á Tallaght Stadíum 9. júlí 2023:

PÓÁ

Til baka