Við erum mættir aftur!
16.08.2024
Blikar unnu frábæran 0:2 sigur á Valsmönnum á Híðarenda í gær í Bestu deild karla. Þetta var heilsteyptasti leikur liðsins í sumar og var hrein unun að sjá Blikaliðið spila. Fyrir utan kafla í fyrri hálfleik þá voru þeir grænklæddu mun sterkari í leiknum og áttu þennan sigur svo sannarlega skilið. Fremstur meðal jafningja í Blikaliðinu var Anton Ari í markinu. Hann var eins og kóngur í ríki sínu, varði þrisvar sinnum meistaralega í fyrri hálfleik og var í raun frábær allan leikinn. Þetta var líklegast besti leikur hans í Blikamarkinu frá því hann kom til okkar árið 2020. En í raun spiluðu allir leikmenn Breiðabliks frábærlega og var þetta svo sannarlega sigur liðsheildarinnar.
Byrjunarlið okkar manna í stórleiknum á Hlíðarenda er klárt???? pic.twitter.com/mXXL3c2rR3
— Blikar.is (@blikar_is) August 15, 2024
Til að halda í hefðina með sumarveðrið árið 2024 þá var auðvitað rigning og rok á Hlíðarenda. En strákarnir mættu samt með kassann þaninn og sást langar leiðir að þeir ætluðu sér stóra hluti í leiknum. Blikaliðiði hefur oft verið gagnrýnt í sumar fyrir að mæta ekki til leiks í fyrri háfleik en það var ekki raunin að þessu sinni. Menn voru tilbúnir í orrustu! Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust liðin á að sækja. Þrátt fyrir fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson hefði góðar gætur á snillingnum Gylfa Sigurðssyni þá náði hann tvisvar að þræða knöttinn í gegnum Blikavörnina í fyrri hluta háflleiksins. En þá kom títtnefndur Anton Ari til skjalana og varði stórkostlega. En sem betur ferð náðum við fljótlega betri tökum á leiknum og undir lok hálfleiksins náði Damir Muminovic að halda upp á nýjan samning með því að koma knettinum í markið eftir hornspyrnu Höskuldar.
Damir skorar! Staðan er 0-1 fyrir Breiðablik! pic.twitter.com/ervmwO2uty
— Blikar.is (@blikar_is) August 15, 2024
Sumir fjölmiðlar reyndu að kalla þetta sjálfsmark en Damír átti þetta mark skuldlaust.
Blikaliðið lék við hvurn sinn fingur í síðari hálfleik. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn en það gekk ekki neitt hjá þeim. Þrátt fyrir að dómarinn sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum á Valsliðið þá létu okkar strákar það ekkert á sig fá og héldu uppteknum hætti. Það skilaði sér með vinnumarki frá Ísaki Snæ. Á margan hátt líktist það markinu sem hann gerði gegn Fylki fyrir skömmu.
Ísak Snær skorar! Staðan er orðin 0-2 pic.twitter.com/djiUnq13TS
— Blikar.is (@blikar_is) August 15, 2024
Varnarmaður þeirra rauðklæddu taldi sig geta stigið kraftakarlinn okkar út en honum varð ekki kápan úr því klæðiinu. Ísak axlaði hann auðveldlega í burtu og kom knettinum í markið á snyrtilegan hátt. Þrátt fyrir að Valsmenn hentu öllum varamönnunum sínum inn á völlinn, bæði innlendum og erlendum, stóðst Blikaliðið það áhlaup nokkuð örugglega. Frábært sigur í höfn og þetta lofar góðu um framhaldið.
Í lokin má ekki gleyma að minnast mjög góðs stuðnings úr stúkunni. Ekki var neinn sérstakur hópur Kópacabana manna á staðnum, þótt Hilmar Jökull sjálfur hafi að sjálfsögðu mætt og lagt sitt lóð á vogarskálarnar í stuðningum. Segja má að Blikarnir í stúkunni hafi breyst úr áhorfendum í stuðningsmenn í þessum leik. Vonandi heldur þessi stemming áfram það sem eftir er sumars!
Svo verðum við líka að hrósa deildinni og Arnari Laufdal fyrir flotta umfjöllun á samfélagsmiðlum. TikTok myndbandið eftir leik er til dæmis algjör snilld. Þar sést meðal annars Ísak Snær hrópa ,,við erum mættir aftur“ og eru það orð að sönnu.
@breidablikfc LETS GOOOO ????????????????????????
♬ original sound - Breidablik FC
Næsti leikur Blikaliðsins er gegn frískum Frömurum á Kópavogsvelli á þá ætlum við ölll að vera mætt aftur til að hvetja Blikaliðið til sigurs!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!
-AP