Valdimar Valdimarsson er nýr markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna
Breiðablik og Valdimar hafa undirritað samning þess efnis að hann taki við sem markmannsþjálfari meistaraflokks kvenna.
Guðrún Þórarinsdóttir semur við Breiðablik
Guðrún er fjölhæfur miðjumaður sem æfir með meistaraflokki Breiðabliks. Hún er fædd árið 2008 og hefur spilað 23 leiki í meistaraflokki Augnabliks
Kristín Sara Arnardóttir skrifar undir við Breiðablik
Kristín Sara er fædd árið 2008 og spilar sem miðvörður. Hún æfir með meistaraflokki Breiðabliks, en undanfarin tvö sumur spilaði Kristín Sara með Augnabliki.
Berglind Björg heim í Breiðablik
Við byrjum árið 2025 á að segja ykkur þær frábæru fréttir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að semja við Breiðablik
Áramótakveðja 2024
Forsvarsmenn blikar.is senda öllum Blikum og öðrum landsmönnum nær og fjær bestu óskir um farsæld og gleði á nýju ári!
Jólakveðja 2024
STUÐNINGSMANNAVEFURINN BLIKAR.IS ÓSKAR ÖLLUM STUÐNINGSMÖNNUM BREIÐABLIKS NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRAR JÓLAHÁTÍÐAR
Íslandsmeistarinn Karítas Tómasdóttir framlengir
Hinn reynslumikli leikmaður, Karítas Tómasdóttir, hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem gildir út árið 2025
Margrét Lea Gísladóttir í Stjörnuna
Hún hefur komist að samkomulagi um félagaskipti frá Breiðablik yfir í Stjörnuna.
Íslandsmeistarinn Mikaela Nótt Pétursdóttir áfram hjá Blikum
Íslandsmeistarinn Mikaela Nótt verður hjá Blikum út árið 2026.
Íslandsmeistarinn Samantha Smith semur við Blika
Íslandsmeistarinn Samantha Smith semur við Breiðablik út árið 2025
Íslandsmeistarinn Katrín Ásbjörnsdóttir framlengir
Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skrifað undir samning út árið 2025
Helga Rut Einarsdóttir semur við Breiðablik
Helga Rut Einarsdóttir semur við Breiðablik. Hún er 17 ára varnarmaður og kemur frá Grindavík
Íslandsmeistarinn Birta Georgsdóttir framlengir
Færum ykkur þær frábæru fréttir að Birta Gerorgsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik um 1. ár.
Íslandsmeistarar 2024!
Okkar konur eru Íslandsmeistarar 2024 eftir markalaust jafntefli gegn Val á Hliðarenda fyrir framan fulla stúku. Frábær endir á geggjuðu tímabili og eiga þær þetta svo mikið skilið.
Agla María framlengir við Blika
Okkar eina sanna Agla María Albertsdóttir hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til 2025.
Samantha Smith til Blika
Samantha Smith hjá Breiðablik út tímabilið 2024. Þessi öflugi leikmaður kemur á láni frá FHL og er fædd árið 2001.
Vigdís Lilja framlengir
Framherjinn öflugi Vigdís Lilja Kristjánsdóttir framlengir út tímabilið 2025.
Kristín Dís í Breiðablik
Kristín Dís Árnadóttir semur við Breiðablik út tímabilið 2024. Kristín hefur sl. þrjú tímabil spilað með danska félaginu Brøndby en snýr nú aftur á heimaslóðirnar í Kópavogi.
Aníta Dögg semur við Breiðablik
Aníta Dögg Guðmundsdóttir skrifar undir samning við Breiðablik. Aníta er að hefja sitt 3ja tímabil með Breiðablik en hún stundar háskólanám í USA.
Ása Halldórsdóttir framlengir
Miðjumaðurinn öflugi sem er fædd árið 2006 framlengdi á dögunum samning sinn við Breiðablik.
Olga framlengir við Breiðablik
Olga Ingibjörg Einarsdóttir framlengir við Breiðablik. Hún er uppalin miðvörður og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Breiðablik á síðasta ári en þar á undan hafði hún spilað 45 leiki með Augnabliksliðinu.
Elín Helena framlengir
Elín er miðvörður sem uppalin er hjá Breiðabliki. Hún lék sinn fyrsta opinbera meistaraflokks leik í meistara meistarana 2019. Síðan þá hefur hún leikið yfir 55 mótsleki í meistaraflokki Breiðabliks og var fastamaður í liðinu á síðasta tímabili.
Margrét Lea framlengir við Breiðablik
Margrét Lea Gísladóttir framlengir við Breiðablik. Margrét er af miklum Blika ættum. Hún er fjölhæfur miðjumaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið 68 leiki í meistaraflokki. Margrét Lea hefur leikið 15 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd með U16, U17 og U19.
Bingó!
Mfl. kvk ætlar að vera með bingó á morgun, miðvikudaginn 10.apríl, í veislusal Breiðabliks á 2.hæð í Smáranum. Bingó hefst kl 18:30, spjaldið kostar 500 kr og verða einnig pizzur og gos til sölu. Veglegir vinningar í boði!
Nik Chamberlain í viðtali við Blikahornið
Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks kvenna, er viðmælandi Blikahornsins að þessu sinni. Eins og flestir vita tók Nik við þjálfun Blika í haust eftir að hafa náð góðum árangri með meistaraflokk kvenna hjá Þrótti undanfarin ár.
Sara framlengir við Breiðablik
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir er virkilega spennandi leikmaður sem lék sína fyrstu unglingalandsleiki núna í janúar 2024. Sara lék sinn fyrsta leik í Íslandsmóti í úrslitakeppni haustið 2023 en til þessa hefur hún verið lykilleikmaður undanfarin ár í Augnabliki.
Barbára Sól frá Selfossi í Kópavoginn
Barbára Sól er 22 ára gömul, kemur frá Selfossi og er varnarmaður. Hefur spilað 92 leiki í efstu deild og 16 leiki í bikar ásamt því að spila 3 A landsleiki og 36 leiki með yngri landsliðum.
Kvennakvöld og Árgangamót 2024
Takið laugardaginn 10. febrúar frá kæru Blikakonur. Um daginn frá 12:00-15:00 fer fram Árgangamót í Fífunni með glæsilegum vinningum. Þær sem ætla að mæta á Kvennakvöld fá sjálfkrafa þátttökurétt í Árgangamótinu. Kvennakvöldið fer svo fram í Smáranum um kvöldið. Glæsilegir smáréttir á borðum matreiddir af landsliðskokki og frábær skemmtiatriði. Veislustjóri Kvennakvöldsins er engin önnur en stuðboltinn Eva Ruza.
Heiða Ragney skrifar undir hjá Blikum
Heiða Ragney Viðarsdóttir kemur frá Akureyri og spilaði sína fyrstu leiki með Þór og síðar Þór/KA. Hún hefur spilað með Stjörnunni síðustu ár, er fædd árið 1995 og er öflugur miðjumaður og leikstjórnandi.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir semur við Breiðablik
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir semur við Breiðablik út árið 2026! Hún er fædd árið 2003 og er uppalin hjá Val en hefur spilað með Þrótti síðustu ár. Ólöf á 4 A-landsleiki og skoraði 2 mörk í sínum fyrsta leik.
Karitas framlengir
Færum ykkur fleiri frábærar fréttir á þessum föstudegi en leikmaðurinn öflugi Karitas Tómasdóttir framlengir samning sinn við Breiðablik út árið 2024.
Kristín Magdalena skrifar undir
Kristín Magdalena Barboza skrifar undir samning við Breiðablik. Þessi ungi og efnilegi leikmaður kemur frá Sindra á Höfn í Hornafirði en hún hefur verið byrjunarliðsmaður þar þrátt fyrir ungan aldur. Hún á einnig að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Hafrún Rakel til Bröndby IF
Hafrún Rakel kom til Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2020 og varð strax fastamaður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks 2020. Hún var ein af lykilmönnum liðsins árið eftir þegar sem tryggði sér Bikarmeistaratitilinn 2021.Árið 2022 reyndist erfitt fyrir Hafrúnu. Hún verður fyrir því óláni að ristarbrotna í fyrsta leik í Bestu deildinni í leik gegn Þór/KA á Kópavogsvelli.
Edda Garðars aðstoðarþjálfari hjá mfl kvenna
Edda Garðarsdóttir nýr aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna. Edda býr yfir mikilli reynslu en hún á að baki yfir 100 leiki með A landsliði Íslands, lék einnig á sínum tíma 60 leiki með Blikum og skoraði í þeim 23 mörk.
Jakobína til Blika
Jakobína Hjörvarsdóttir semur við Breiðablik út árið 2026. Hún er öflugur vinstri fótar miðvörður sem getur spilað líka leikið sem bakvörður.
Telma og Agla María fengu viðurkenningar frá Bestu deildinni
Líkt og á síðasta ári veitti Besta deildin í samstarfi við Nike á Íslandi verðlaun fyrir það fótboltafólk sem skaraði framúr á nýliðnu keppnistímabili. Veitt eru verðlaun fyrir markahæsta- og stoðsendingahæsta leikmann ásamt verðlaunum fyrir Besta markmann, sá sem hefur haldið oftast hreinu.
Nik Chamberlain verður þjálfari meistaraflokks kvenna.
Nik Chamberlain tekur við sem þjálfari hjá meistaraflokki kvenna, samningurinn gildir út árið 2026. Nik þjálfaði áður Þrótt og hafði gert frá árinu 2016, við erum spennt fyrir komandi tímum með þessum öfluga þjálfara sem hefur sýnt á síðustu árum byggt um flottan hóp leikmanna, náð góðum árangri með sitt félag ásamt því að spila skemmtilegan fótbolta.
Meistaradeildarsætið tryggt með sanngjörnum sigri á Valskonum
Blikakonur stigu varla feilspor allan leikinn Telma með á nótunum ef þess þurfti. Það fór svo að Blikarnir unnu 0-1 með þessu draumamarki Katrínar. Sanngjarn sigur og Meistaradeildarsætið tryggt. Til hamingju Blikar!!
Öruggur sigur á FH í baráttunni um Evrópusæti
Í dag fór fram síðasti heimaleikur kvennaliðs Breiðabliks þegar FH mætti á svæðið. FH sem hefur komið hvað mest á óvart í sumar og því mátti eiga von á spennandi og skemmtilegum leik. Fyrri leikir liðanna hefur verið hörkuskemmtun, Blikarnir unnu heimaleikinn 3-2 en útileikurinn fór 1-1.
Langþráður sigur á Kópavogsvelli í baráttuleik um 2. sætið
Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í dag og ljóst að hörkuleikur væri framundan. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti Bestu deildarinnar með 35 stig og Breiðablik í því þriðja með 34 stig.
Taylor Ziemer seld til FC Twente
Taylor Marie Ziemer hefur skrifað undir samning við FC Twente til ársins 2025. Hún hefur verið í okkar herbúðum síðan 2021, spilaði alls 82 mótsleiki fyrir Breiðablik og skoraði 18 mörk.
Bergþóra Sól skrifar undir hjá Örebro
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samnin samning við KIF Örebro í Svíþjóð. Hún er fædd 2003 og leikur sem miðjumaður. Begga Sól er uppalin Bliki og hefur spilað 73 mótsleiki með Breiðabliki frá fyrsta leik árið 2018 – það aðeins 15 ára gömul.
Gunnleifur og Kjartan nýir í þjálfarateymið!
Gunnleifur Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson koma nýir inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki og munu stýra liðinu út leiktíðina ásamt Ólafi Péturssyni og Önu Cate sem fyrir voru í teyminu.
Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild Breiðabliks
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf.
Of mikil brekka í Laugardalnum
Stórleikur var í Laugardalnum í blíðunni í dag þar sem Breiðablik mætti Þrótti Reykjavík sem sitja í 4. sæti deildarinnar. Síðasti leikur liðanna endaði 2-2 og því ljóst að hörkuleikur væri framundan.
Jafntefli niðurstaðan í bragðdaufum leik
Blika konur sóttu án afláts en þetta var svokallað stöngin út leikur og jafntefli því niðurstan. Blikakonur þurfa að ná fókus og hætta að láta vonbrigði ná tökum á sér.
Sjaldan er ein báran stök
Fyrri hálfleikurinn var erfiður og óöryggi yfir liðinu, sem líklega er skiljanlegt. Varnarleikurinn hélt samt ágætlega lengst af og leikmenn voru að leggja sig fram, en takturinn í liðinu var samt hægur og illa gekk að komast upp völlinn og í álitlegar stöður og andstæðingurinn fékk of mikið rými til að athafna sig.
Valgerður til Blika á láni frá FH
Valgerður Ósk Valsdóttur, einn besti leikmaður FH í Bestu deildinni í sumar, hefur söðlað um og spilar í grænu Breiðablikstreyjunni út keppnistímabilið 2023. Hún þreytti frumraun sína í Breiðablikstreyjunni á Laugardalsvelli í gær.
Sá fjórtándi lætur bíða eftir sér
Þá var slegið áhorfendamet þar sem 2.531 áhorfendur voru á Laugardalsvelli og hafa aldrei verið fleiri í bikarúrslitum í kvennaflokki. Stuðningur áhorfenda beggja liða var frábær, umgjörðin hjá báðum liðum sömuleiðis og þá er sögulegt að lið utan efstu deildar hampar titlinum.
Leikur tveggja hálfleika!
Það eru augljós sannindi að fótbolti er leikur tveggja hálfleika, en stundum á það meira við en venjulega og þannig var það í dag þegar Blikastúlkur tóku á móti norðanstúlkum í Þór/KA.
Halla Margrét til Blika
Halla er markvörður og kemur til okkar frá Aftureldingu. Hún hefur áður varið mark Breiðabliks. Halla á að baki 8 mótsleiki með Blikaliðinu á árinu 2014.
Sterk og sannfærandi frammistaða gegn Selfyssingum
Heilt yfir virkilega sterk og sannfærandi frammistaða hjá Blikaliðinu þótt færanýtingin hefði vissulega mátt vera betri. En vissulega ekki hægt að kvarta yfir 4-0 sigri á liði sem Blikum hefur á stundum reynst erfitt að brjóta niður enda gott og vel þjálfað lið. Stutt í næsta leik, Þór/KA kemur í heimsókn á mánudaginn næstkomand.
Hafrún Rakel framlengir hjá Blikum
Við færum ykkar fleiri góðar fréttir úr Smáranum á þessum sólríka mánudegi. Hafrún Rakel hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks út árið 2025!
Sólveig komin heim
Þær fréttir voru að berast að knattspyrnudeild Breiðabliks og Sólveig Larsen hafi skrifað undir samning sem gildir út árið 2024. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur og það er tilhlökkunarefni að sjá Sólveigu aftur í grænu Breiðablikstreyjunni.
Svekkjani jafntefli í Krikanum
Loksins hefst Besta deildin aftur eftir landsleikjahlé. Fyrir hlé voru Blikastelpurnar í mjög góðum takti, komnar á toppinn og voru í feiknaformi. Það var því forvitnilegt að sjá hvernig okkar stelpur myndu tækla spútnik lið FH á útivelli í dag, sem fyrir þessa umferð er í 4. sæti.
Linli skrifar undir hjá Blikum
Linli skrifar undir til ársins 2024. Bjóðum hana hjartanlega velkomna í Kópavoginn.
Góður heimasigur í góða veðrinu á Kópavogsvelli
Blikastúlkur tóku á móti Keflavík á Kópavogsvelli í gær á sólríkum laugardegi. Allt til fyrirmyndar á Kópavogsvelli í sólinni.
Golfmót Breiðabliks 2023 - UPPSELT
18. Breiðablik Open golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 18. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer að venju fram á golfvellinum að Efra Seli við Flúðir og má reikna með að uppselt verði í mótið eins og undanfarin ár.
Þægilegur heimasigur
Blikastúlkur tóku á móti Tindastól í gær á Kópavogsvelli. Fyrir leikinn voru Blikar á toppnum og þær ætluðu greinilega ekki að láta það af hendi og komu mjög ákveðnar til leiks og byrjuðu af krafti.
Blikakonur í Bikarúrslit!
Breiðablik mætti í heimsókn til Störnukvennan á þessum blauta sumardegi, fyrsta dag júlímánaðar. Undanúrslitaleikur Mjólkurbikarsins og bæði lið ætluðu sér heldur betur sigur úr þessum leik. Sólin lét sjá sig á sömu mínútu og leikurinn hófst. Félögin tóku sig saman og buðu gestum beggja liða frítt á leikinn og var ágætis mæting og þá sérstaklega hjá okkar fólki.
Seiglusigur á Valskonum
Í kvöld var sannkallaður stórleikur, Breiðablik tók á móti toppliði deildarinnar Val. Liðin sem verma fyrsta og annað sætið. Mjög mikilvægur leikur fyrir okkar konur til missa Valskonur ekki of langt á undan sér. Með sigri tylla þær sér á toppinn með betri markatölu en Valur.
Jafntefli niðurstaðan á móti Þrótti
Í kvöld áttust við Breiðablik og Þróttur, liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru búnar. Þróttarar eiga harma að hefna eftir útreiðina í bikarnum. Dúndurgott veður og öll aðstaða til knattspyrnuiðkunnar hreint frábærar.
Stór hindrun úr veginum með bikarþrennu í Laugardal
Aðstæður voru eins og best verður kosið í Laugardalnum í kvöld og hvers vegna ekki að bjóða áhorfendum strax til veislu? Eftir aðeins sex mínútna leik kom Agla María Blikum yfir og það með engu smá marki.
Góður sigur á erfiðum útivelli
Blikar léku á móti vindi í fyrri hálfleik og það var ljóst að ÍBV ætlaði að nýta vindinn og láta vaða á markið. Það gekk þó erfiðlega fyrir þær að finna rammann hjá Blikum. Á 15.mín áttu Blikar skyndisókn þar sem Andrea átti sendingu inn fyrir vörnina hjá ÍBV og beint fyrir Birtu sem keyrði á vörnina, sneri á tvo varnarmenn og þrumaði honum í markið.
Hörku jafntefli í nágrannaslag!
Mikil stemning var fyrir leik og áhorfendur voru byrjaðir að streyma á völlinn klukkutíma áður en flautað var til leiks. Grillaðar pylsur voru í boði fyrir alla sem mættu í einhverju grænu og óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera á grillinu.
Þægilegur sigur á glæsilegum grasvelli á Selfossi
Blikakonur voru mættar í kvöld á Selfoss til að spila við heimakonur. Leikið var á Jáverksvellinum sem virðist vera eini grasvöllur landsins sem hefur komið vel undan vetri. Breiðablik gerði 7 breytingar á liði sínu frá bikarleiknum við Fram sem fram fór um helgina.
Blikar buðu til markaveislu í sólríkum bikarslag
Breiðablik verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 7-0 sigur á Lengjudeildarliði Fram á Kópavogsvelli í dag. Eftir vætutíð síðustu daga lék sólin við leikmenn og áhorfendur, sem sannarlega var bónus ofan á öruggan sigur. Ásmundur þjálfari gerði átta breytingar frá síðasta deildarleik.
Seiglusigur á móti FH
Í kvöld fengu Breiðablikskonur FH inga í heimsókn. Fyrir leikinn var Breiðablik í sjötta sæti með 6 stig og með sigri koma sér í efri hlutann eftir slæmt tap í síðustu umferð. FH var í 9. sæti með 4 stig.
Skyggnst undir yfirborðið
Hvenær ertu á heimavelli og hvenær úti? Hvenær ertu á nýjum heimavelli og hvenær á þeim gamla? Þessar hyldjúpu (en um leið yfirborðskenndu) spurningar sóttu að mér ekki bara eftir sigurinn í níu-marka-heima-leiknum á móti Fram uppi í Árbæ heldur líka ...
Súrt tap fyrir Þór/KA í Boganum
Blikastelpur náðu sér einhvernvegin ekki nógu vel á strik í leiknum og nýttu færin sín frekar illa. Það er þó nóg eftir af mótinu og ljóst að baráttan verður hörð í deildinni í sumar. Næsti leikur er heimaleikur á Kópavogsvelli gegn FH þriðjudaginn 23. maí kl. 19:15!
Risasigur í spjaldaleik í Keflavík
Blikastelpur byrjuðu leikinn heldur betur af krafti og tók það Andreu Rut ekki nema 47 sekúndur að skora fyrsta markið eftir hraða sókn. Keflvíkingar létu ekki deigann síga og áttu nokkur góð færi fyrstu mínúturnar.
Árskort 2023
Tryggðu þér þitt sæti á fjölmennasta heimavelli landsins. Fyrsti heimaleikur mfl karla er mánudaginn 10. apríl á móti HK. Fyrsti heimaleikur mfl kvenna er 23. maí. Þú velur um: Árskort ungir 16-26.ára. Árskort. Stuðningsbliki. Afreksbliki.
Naumt tap gegn Val í fyrsta leik
Bæði Breiðablik og Val er spáð í efstu sætin í Bestu deildinni í sumar og því var sannarlega von á hörkuleik. Bæði lið hafa verið og eru með leikmenn í meiðslum en það kemur alltaf maður í manns stað og liðin stilltu upp öflugum byrjunarliðum.
Bakhjarlarnir okkar!
Undanfarna mánuði hefur félagið endurnýjað nokkra samninga og bætt einum nýjum við í hópinn. Við stuðningmenn fögnum því að sjálfsögðu að þessi fyrirtæki sýni félaginu okkar þennan stuðning ár eftir ár. Vel á annan tug fyrirtækja fyllir hóp bakhjarla knattspyrnudeildar Breiðabliks.
SÍMAMÓTIÐ 2023 VERÐUR HALDIÐ DAGANA 13. – 16. JÚLÍ 2023
Símamótið var fyrst haldið 1985 og verður þetta því 39. mótið í röðinni. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og í fyrsta skipti 2021 var Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk.
Írena Héðinsdóttir framlengir
Hin unga og efnilega Írena Héðinsdóttir Gonzalez hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársloka 2025! Írena er miðjumaður, fædd árið 2004 og hefur alla tíð leikið fótbolta í Breiðabliki.
Taylor Marie framlengir
Miðjumaðurinn Taylor Marie Ziemer hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks út komandi tímabil og verður því áfram í grænu treyjunni í sumar.
Fjölmennasta kvennakvöld Breiðabliks frá upphafi
Um helgina fór fram gríðarlega vel heppnað árgangamót og Kvennakvöld. Met þátttaka var og frábær stemmning. Sigurvegarar árgangamótsins voru 1988 árgangurinn sem sigraði 1999 árganginn í æsispennandi úrslitaleik.
Kvennakvöld Breiðabliks 18. febrúar
Takið laugardaginn 18 febrúar frá kæru Blikakonur. Um daginn frá 14:00-16:00 fer fram Árgangamót í Fífunni með glæsilegum vinningum.
Telma Ívars gerir samning út árið 2025
Færum ykkur þær gleðifréttir að Telma Ívars hefur skrifað undir framlengingu á samningi. Telma var valin í A landslið Íslands í fyrsta skipti í mars 2021 og hefur hún spilað einn A landslið leik fyrir Íslands hönd.
Kristjana til ÍBV!
Knattspyrnukonan unga og efnilega Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz hefur ákveðið að leika aftur með ÍBV í Bestu deild kvenna.
Heiðdís Lillýardóttir til Basel!
Breiðabliks og FC Basel 1893 hafa komist að samkomulagi um að varnarmaðurinn Heiðdís Lillýardóttir leiki með félaginu á komandi tímabili.
Erum við að leita að þér?
Knattspyrnudeild Breiðabliks leitar nú að öflugum einstaklingi til að verða deildarstjóri afrekssviðs deildarinnar. Hér áður fyrr hét starfið framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en með auknum umsvifum þá er komin meiri sérhæfing í félagið okkar.
Áslaug Munda semur til 2025
Góðar fréttir á mánudegi, Áslaug Munda hefur framlengt samning sinn við Breiðablik. Hún á 112 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim 21 mark.Áslaug Munda var í landsliðshóp Íslands sem tók þátt á EM sumarið 2022 og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Karitas framlengir út árið 2023
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Karitas Tómasdóttir hefur skrifað undir framlengingu á samningi.
Ungar skrifa undir hjá Blikum
Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessar ungu og efnilegu framtíðarleikmenn meistaraflokks kvenna.
Fjör í Fífunni á Gamlársdag
Það var mikið fjör í Fífunni á Gamlársdag þegar rúmlega sextíu knattspyrnumenn og konur spreyttu sig í þessari skemmtilegustu íþrótt í heimi.
Áramótakveðja 2022
Blikar.is/kvk sendir öllum Blikum og öðrum landsmönnum nær og fjær bestu óskir um farsæld og gleði á nýju ári!
Jólakveðja 2022
STUÐNINGSMANNAVEFURINN BLIKAR.IS/KVK ÓSKAR ÖLLUM BLIKUM NÆR OG FJÆR GLEÐILEGRAR JÓLAHÁTÍÐAR
Breiðablik semur við Sunnu Kristínu
Sunna Kristín Gísladóttir undirritaði á dögunum sinn fyrsta samning við Breiðablik
Mikaela Nótt í Breiðablik
Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Mikaela Nótt kemur frá Haukum en hún var á láni hjá Val síðastliðið sumar. Mikaela er 18 ára gömul og er fjölhæfur varnarmaður
Hildur Þóra skrifar undir nýjan samning
Varnarmaðurinn öflugi Hildur Þóra Hákonardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024
Andrea Rut Bjarnadóttir gengur til liðs við Breiðablik
Andrea Rut hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Andrea er sóknarsinnaður leikmaður sem getur bæði leikið á miðju sem og á kanti.
Ana Victoria Cate ráðin styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna
Ana Victoria Cate hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik. Ana er íþróttafræðingur að mennt auk þess sem hún er með einkaþjálfararéttindi og hefur menntað sig töluvert á sviði styrktarþjálfunar.
Katrín Ásbjörnsdóttir gengur til liðs við Breiðablik
Breiðablik og Stjarnan hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að sóknarmaðurinn ölfugi Katrín Ásbjörnsdóttir gangi til liðs við Breiðablik. Í kjölfarið hefur Katrín skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Nathasha til Brann
Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Brann í Natöshu Anasi og hefur hún náð samkomulagi við norsku meistarana. Hún mun fomlega ganga til liðs við Brann þann 1.janúar nk.
Ásta Eir framlengir til 2024
Ásta Eir lék sinni fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2009, þá 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún leikið 226 keppnisleiki og skorað í þeim 12 mörk. Ásta Eir er þrefaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki auk þess að verða bikarmeistari í þrígang.
Stoltur af 50 ára samfelldri sögu
Þetta finnst mér nauðsynlegur inngangur að umfjöllun um kvennalið Breiðabliks sumarið 2022. Auðvitað er það nýtt fyrir okkur stuðningsfólkinu að ná ekki tilsettum árangri og það eru vonbrigði. Það eru vonbrigði að tapa bikarúrslitaleik og það eru vonbrigði að lenda í þriðja sætinu, utan Evrópukeppni.
Knattspyrna kvenna í 50 ár
Á þessum degi fyrir 50 árum, 26.ágúst 1972 kl.14:00, hófst Íslandsmót í knattspyrnu kvenna með leik Breiðabliks og Fram á Valargerðisvelli í Kópavogi. Með þessum leik hófst, hjá Breiðabliki, mikið vaxtarskeið í knattspyrnu kvenna í Kópavoginum - vöggu kvennaknattspyrnunnar á Íslandi segja margir.
Birta skrifar undir nýjan samning við Breiðablik
Birta Georgsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og er nú samningsbundin út tímabilið 2024. Það eru gleðitíðindi að Birta hafi skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og við hlökkum til að fylgjast með henni dafna enn frekar í Kópavoginum.