BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deild karla 2025 - Efri hluti: Breiðablik – Víkingur R

15.10.2025 image

Hvetjum stuðningsfólk Breiðabliks til að fylla stúkuna og styðja liðið í baráttunni um Evrópusæti í leik Íslandsmeistara Breiðabliks gegn verðandi Íslandsmeisturum Reykjavíkur Víkinga.

DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS:

Flautað verður til leiks Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli kl.19:15!

Miðasala á leikinn gegn Víkingum er á Stubb en hægt er að kaupa miða á þrjú þúsund krónur á báða leikina HÉR. 

Blikasigur í leiknum tryggir okkar mönnum hreinan úrslitaleik um 3. sætið í loka umferðinni sunnudaginn 26. október:

image

Sagan & Tölfræði

Síðustu ár hafa liðin barist um Íslandsmeistaratitilinn

2024: Breiðablik sem stendur uppi sem Íslandsmeistari eftir hreinan úrslitaleik gegn Víkingum á þeirra á heimavelli í Fossvoginum í síðustu umferð Bestu deildarinnar 27. Október.

2023: Víkingur vinnur Bestu deildina með yfirburðum. Síðari hluta sumars er Breiðabliksliðið í fullri þátttöku í Evrópukeppnum UEFA sem skilar okkar mönnum alla leið inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar - fyrst íslenskra karlaliða. Blikaliðið endar í 4. sæti í Bestu deildinni.

2022: Breiðablik Bestu deildina með yfirburðum. Blikar hala inn 63 stig í 27 umferðum -  Víkingur endar í 2. sæti með 48 stig.

2021: Blikar eru með 9 fingur á bikarnum en lygileg röð atvika í næst síðustu umferð verður til þess að Breiðablik missir af titlinum. Víkingur vinnur deildina árið 2021 með 48 stig í 22 umferðum. Breiðablik endar í 2. sæti með 47 stig.

Allir mótsleikir liðanna frá fyrsta leik 17.júlí 1957 eru 100 sem skiptast svona: 78 deildaleikir: 56 leikir í A-deild og 22 leikir í B-deild

Bikarleikir eru 12. Deildabikar 8. Tveir leikir í Meistarakeppni KSÍ. Víkingur vann þann fyrri 1:0 árið 2022. Blikar vinna seinni 3:2 árið 2023. 

Efsta deild

Leikurinn á laugardaginn verður 57. innbyrðis viðureign liðanna í efstu deild. Nokkuð jafnt er á tölum: 20 Blikasigrar gegn 18 - jafnteflin eru 18.

Skorið er 168 mörk: Blikar með 87 mörk gegn 81.

Innbyrðis leikir liðanna á þessu ári:

Leikmannahópurinn

Í leikmannahópi gestaliðsins eru nokkuð margir leikmenn sem hafa spilað meistaraflokksleiki í grænu: Karl Friðleifur Gunnarsson er uppalinn hjá Breiðabliki. Fyrir keppnistímabilið 2021 söðlaði Davíð Örn Atlason um úr Víkinni og gerði samning við Breiðablik en um haustið náðu félögin samkomulagi um félagaskipti hans aftur yfir í Fossvoginn. Róbert Orri Þorkelsson spilaði 29 leiki með Blikum árin 2020 og 2021 en Breiðablik kaupir leikmanni af Aftureldingu í nóvember 2019.

Í þjálfarateymi Víkinga er markmannsþjálfarinn Hajrudin Cardakilja sem varði mark Breiðabliks með miklum árangri frá 1992 til 1996 eftir að flúið heimaland sitt  vegna stríðsátaka og kom til okkar fyrir keppnistímabilið 1992. Hann á 107 mótsleiki að baki í Breiðablikstreyjunni.

image

Leikmannahópur Breiðabliks

Breiðabliksteymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Brynjar Dagur Sighvatsson og Dagur Elís Gíslason.

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins gegn Víkingum er handbolta-bliki í grunninn og hefur komið að knattspyrnuþjálfun í nokkur ár. Blikinn spilaði með Breiðabliki í handbolta þegar við gátum eitthvað. Komumst í evrópukeppni og úrslit í bikarnum á móti Val  ( þurfum ekki að ræða hvernig hann fór ☹). SpáBlikinn spilaði með þeim bræðrum Alla og Bjössa, Bonna, Gumma Hrafnkells, Þóri í Tengi, Óla Björns og fleirrum góðum Bilkum. Þetta voru góðir tímar með góðum þjálfurum eins og Bodan, Geira Hall ef við nefnum einhverja .

Hann þjálfaði hjá Blikunum í knattspyrnu í nokkur ár ásamt að sjá um knattspyrnuskóla Breiðabliks á sumrin.Hápunkturinn var þegar 6. flokkur varð Tommameistarar í A og B  liða í Eyjum.  Þar voru  margir efnilegir  strákar og sterkur hópur af góðum foreldrum s.b Halli Erlends, Anton Bjarna og Sigurjón læknir. SpáBlikinn þjálfaði einnig 3.fl hjá Gróttu og gerði þær að Íslandsmeisturum í mars 1985:

Blikinn fer á flesta leiki sem Blikarnir spila bæði heimaleiki og útileiki þá mest til þess að hitta gamla félaga og ræða um liðið hvað er gott og hvað má betur fara.

Kristján Sissi  Halldórsson - hvernig fer leikurinn?

Þetta snúin staða - þó svo að Víkingar séu búnir að vinna deildina og meistarar 2025 þá mun leikurinn verða erfiður. Vikingar eru ekki búnir að jafna sig eftir  leikinn í fyrra þegar við urðum  meistarar á þeirra heimavelli svo  þetta verður stál  í stál. Spá mín er 1:1 við erum í erfileikum með að skora og leikurinn verður barátta á miðjusvæðinu með lítið af tækifærum.

Blikakveðjur Sissi

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:15 á laugardagskvöld. 

Miðasala á leikinn gegn Víkingum er á Stubb en hægt er að kaupa miða á þrjú þúsund krónur á báða leikina HÉR. 

Blikaborgarar á grillinu. Kaffi og góðgæti í Blikasjoppunni. Græna stofan opin.

Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

PÓÁ

Klippur frá síðustu heimsókn Víkinga á Kópavosgvöll :

Til baka