BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2023: Keflavík - Breiðablik

26.05.2023 image

Keflavík - Breiðablik

Næsti leikur Blika í Bestu deildinni er á mánudaginn. Þá ferðast okkar menn suður með sjó til að mæta spræku liði Keflvíkinga. 

Flautað verður til leiks á HS Orku vellinum í Keflavík kl.19:15! 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki geta mætt til Keflavíkur.

Staðan í Bestu deildinni 26.5.2023

image

Sagan & Tölfræði

Lið Keflavíkur, áður ÍBK, er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur oftast leikið gegn frá upphafi. Leikurinn á mánudagskvöld verður mótsleikur liðanna númer 130 í röðinni.

Fyrsti innbyrðis leikur liðanna var í gömlu 2. deildinni á Njarðvíkurvelli í lok júní árið 1957. Leikurinn var annar mótsleikur Breiðabliks í frá upphafi - knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð 1957. Fyrsti innbyrðis leikur liðanna í 1. deild var á Keflavíkurvelli um miðjan júní árið 1971 - árið sem Breiðablik lék fyrst í efstu deild. 

Heildarfjöldi mótsleikja liðanna í A&B deild, bikar, deildabikar og litla bikarnum eru 129 leikir. Blikasigrar eru 51 gegn 55 - jafnteflin eru 23. Nánar.

Innbyrðis leikir í A-deild frá upphafi eru 61 leikir. Blikasigrar eru 23 gegn 24 - jafnteflin eru 14. Í leikjunum 59 hafa liðin skorað 200 mörk - Blikar með 97 mörk gegn 103 mörkum Keflvíkinga. 

Síðustu 4 í efstu deild í Keflavík: 

Leikmannahópurinn

Tveir núverandi leikmenn Keflavíkurliðsins hafa spilað í Breiðablikstreyjunni.

Erni Bjarnason er uppalinn Bliki. Hann lék 24 mótsleiki með Blikum á árunum 2013 til 2017. Sindri Snær Magnússon kom til Blika frá ÍR fyrir keppnistímabilið 2012. Hann spilaði 26 mótsleiki með Blikum 2012/2013. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnason á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni. Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn. Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 9. umferðar umferðar byrjaði að æfa með Blikum 1990 þá 6 ára gamall og spilaði þar upp alla yngri flokka. Árið 2001 fékk blikinn svo eldskírnina með mfl þegar heiðursmaðurinn Siggi Grétars var að þjálfa liðið, það voru heilar 5 mínútur i lokaleiknum gegn Val 2001 og ég er ennþá handviss að það hafi einungis verið til að krydda aðeins uppá nýliðavígsluna inní klefa eftir leik! Svo tók maður þátt í hamingjunni 2005 þegar Bjarni Jó stýrði liðinu ósigruðu uppí Efstu Deild og hefur verið þar síðan. Það var frábær tími og einstakur hópur. Leiðin i boltanum lá síðan í Grafarvog með stuttu stoppi á Blönduósi og að sjálfsögðu Augnablik og svo aftur í Grafarvog eftir að háskólanámi lauk í Alabama 2008. Tíminn i Augnablik var einnig gríðarlega skemmtilegur og maður lauk ferlinum þar handónýtur 2012 með Vigga Ben, Kela bróður og tveim lykilmönnum í Blikaliðinu í dag þeim Höskuldi og Viktori Margeirs.

image

Tíminn i Augnablik var einnig gríðarlega skemmtilegur - lauk ferlinum þar handónýtur 2012 með Kela bróður og fleirri góðum

Ágúst Þór Ágústsson - Hvernig fer leikurinn?

Fyrsti grasleikur Keflavíkur heima og þeir mæta gíraðir eftir gott stig gegn Valsmönnum í síðustu umferð. Við munum hins vegar hafa þetta 1-3 og Kiddi S, Gísli og Stefán Ingi munu skora mörkin. Jason leggur upp 2 ( eigum hann inni ).

image

SpáBliki 9. umferðar er okkar maður Ágúst Þór Ágústsson

Dagskrá

Flautað verður til leiks á HS Orku vellinum í Keflavík kl.19:15! 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki geta mætt til Keflavíkur.

Fjölmennum til Keflavíkur og styðjum strákana á mánudaginn!

Mörk og atvík frá síðstu heimsókn Blikamanna á HS Orku-völlinn í Keflavík Í boði BlikarTV:

Til baka