Besta deildin 2024: Breiðablik - HK
12.09.2024Síðari Kópavogsslagur ársins verður þegar Blikar fá nágranna sína úr efri byggðum Kópavogs í heimsókn. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.17:00 á sunnudaginn. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik. Með sigri endar Blikaliðið hefðbundið 22 leikja mót með 49 stig, sem er næst besti stigaárangur liðsins frá upphafi – aðeins Íslandsmeistaraárið 2022 náði Breiðabliksliðið betri stigaárangri, eða 51 stig. En liðið okkar er með sama stigafjölda og Reykjavíkur Víkingar, eða 46 stig. Breiðablik er með 23 mörk í plús fyrir lokaumferðina en Víkingur 27 mörk.
Fyrir leikinn á sunnudaginn er HK í 10.sæti með 20 stig. Sigur HK á sunnudaginn getur lyft þeim upp um eitt sæti en til þess þarf KR að tapa stigum gegn bæði Víkingum á föstudaginn og Valsmönnum í lokaleiknum.
Leikur Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli verður flautaður á kl.17:00 á sunnudaginn.
Miðasala á: Stubbur
Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.
Staðan í deildinni fyrir leikinn gegn HK þegar ein umferð er eftir í hefðbundnu 22 leikja móti:
Sagan & Tölfræði
Breiðablik og HK eiga að baki 37 mótsleiki auk margra góðgerðarleikja enda hefur samstarf Kópavogsfélaganna verið mjög gott. Yfirlit keppnisleikja.
Leikurinn á sunnudaginn verður 38. mótsleikur liðanna og 13.innbyrðis leikur liðanna í efstu deild frá upphafi.
Efsta deild
Staðan í 12 leikjum í efstu deild til þessa er jöfn. Blikasigar eru 5 gegn 5 HK sigrum - jafnteflin eru 2.
Breiðablik leiðir með sem nemur 1 sigri í 5 heimsóknum HK í Kópavogsvöll - fyrst árið 2007 þegar Kópavogsvöllur var heimavöllur beggja liða.
Heimaleikir gegn HK í efstu deild:
Leikmannahópurinn
Nokkrir núverandi leikmanna Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingurinn Damir Muminovic spilar nú með Breiðabliki eins og alkunna er. Viktor Örn Margeirsson lék sem lánsmaður hjá HK árið 2014.
Fyrrum leikmenn Breiðabliks, þeir Arnþór Ari Atlason og Atli Hrafn Andrason, leika með HK. Og Blikinn Dagur Örn Fjeldsted leikur nú með HK liðinu sem lánsmaður.
Leikmenn sem komu til okkar fyrir keppnistímabilið:
Kristinn Jónsson (KR) Kiddi Jóns kominn heim * Aron Bjarnason (Ungverjaland) Aron Bjarna mættur í grænt * Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti mættur í Kópavoginn * Benjamin Stokke (Noregur) Norski framherjinn Benjamin Stokke til Breiðabliks * Daniel Obbekjær (Færeyjar) Daniel Obbekjær gerir 3 ára samning við Breiðablik * Ísak Snær Þorvaldsson á láni (Noregur) Ísak Snær aftur í Kópavoginn.
Leimenn Breiðabliks sem voru á láni hjá öðrum liðum 2023: Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) - Eyþór Aron Wöhler (HK) - Pétur Theódór Árnason (Gróttu). Í mars rifti Pétur samningi sínum við Breiðablik og íhugar að hætta í fótbolta, en meiðsli hafa sett risastórt strik í feril hans undanfarin 2-3 ár. - Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) - Tumi Fannar Gunnarsson (Augnablik) - Viktor Elmar Gautason (Augnablik)
Leikmenn Breiðabliks á láni hjá öðrum liðum keppnistímabilið 2024: Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík). Tómas Orri Róbertssson (Grótta). Dagur Örn Fjeldsted (HK)
Farnir: Alex Freyr Elísson (Fram...var á láni hjá KA) - Anton Logi Lúðviksson (Noregur) - Arnar Númi Gíslason (Fylkir...var á láni hjá Gróttu) - Ágúst Eðvald Hlynsson (Danmörk) - Davíð Ingvarsson (Danmörk) - Gísli Eyjólfsson (Svíþjóð) - Hilmar Þór Kjærnested Helgason (Fylkir) - Klæmint Olsen (Færeyjar ...var á láni frá NSÍ) - Oliver Stefánsson (ÍA). - Eyþór Aron Wöhler (KR) - Jason Daði Svanþórsson (Grimsby FC)
Teymið: Halldór Árnason er aðalþjálfari Breiðabliksliðsins. Aðstoðarþjálfari er Eyjólfur Héðinsson. Eiður Eiríksson er transition þjálfari. Stryrktarþjálfari er Helgi Guðfinnsson. Haraldur Björnsson er markmannsþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari er Særún Jónsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. Kristinn Orri Erlendsson er nuddari liðsins. Liðsstjórar eru Marinó Önundarson og Brynjar Dagur Sighvatsson.
Stuðningsmaðurinn
SpáBliki leiksins gegn HK ólst upp á Kársnesinu, þar sem hann stundaði bæði fótbolta og handbolta við öll möguleg tækifæri og í margvíslegum aðstæðum. Snemma fór hann að æfa á Vallagerðisvelli, þar sem feðgarnir Valdi og Valdi tryggðu að alltaf væri hægt að spila bolta, auk þess að styrkja andlegt þrek með stanslausri hvatningu. Jón Ingi Ragnars og Gummi Þórðar sáu að mestu um þjálfunina á þessum tíma, var áherslan á spilandi bolta frekar en langar spyrnur.
Mynd: Efri röð: Ólafur Hjálmarsson, Björn Hjálmarsson, Jakob Oddson, Júlíus Geir Hafsteinsson, Jón Magnússon, Rangar Jónsson. Neðri röð: Úlfar Örn Friðriksson, Gunnar Gunnarson Flóvenz, Ólafur Atli Sigurðsson, Ingvaldur Línberg Gústafsson, Guðjón Karl Reynisson
Blikinn starfaði í allnokkur ár í meistaraflokksráði okkar Blika. „Þetta var skemmtilegur tími, þarna kynntist maður fjölmörgu skemmtilegu og hæfileikaríku fólki, sem í dag er góðir vinir“ er haft eftir Jóni. SpáBlikinn spilaði handbolta með yngri flokkum HK og lítur því á sig sem smá HK-ing.
Jón Magnússon - Hvernig fer leikurinn?
Fögnum því að það séu tvö lið úr Kópavogi í efstu deild og bjóðum nágranna okkur úr HK velkomna í heimsókn. En um leið og leikurinn er flautaður á þá er ekkert gefið eftir. HK náði að gera okkur erfitt fyrir í fyrra, í tveimur mjög furðulegum leikjum. En nú er staðan á okkar liði þannig að við ættum að ná góðum úrslitum, þar sem til dæmis Ísak og Höskuldur eru í fantaformi. Spái 3-1 fyrir Blika, en þessir leikir eru óútreiknanlegir.
Áfram Blikar!
SpáBlikinn Jón Magnússon spáir Blikum sigri!
Dagskrá
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.17:00 á sunnudaginn.
Miðasala á: Stubbur
Stöð 2 Sport sýnir leikinn fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Mætum í stúkuna á Kópavogsvelli og hvetjum okkar menn til sigurs.
Græna stofan opnar klukkutíma fyrir leik. Píluspjöld í boði. Börger á útigrilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ
Mörkin úr fyrri leik liðanna í Bestu í sumar: