BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Besta deildin 2023: Breiðablik - HK

07.04.2023 image

Að loknum löngum vetri, samt styttri en áður, er íslensk knattspyrna loks að rúlla af stað á ný með formlegum hætti. Meistarar meistaranna árlegur leikur Íslandsmeistara og Bikarmeistara markar formlegt upphaf keppnistímabilsins. Breiðablik og Víkingur mættust í Meistarakeppni KSÍ á Kópavogsvelli á þriðjudaginn. Keppt var um Sigurðarbikarinn og nafnbótina Meistarar meistaranna 2023.

Breiðabliksliðinu er spáð mikilli velgengni í Bestu deild karla 2023. Allir fjölmiðlar og fyrirliðar, forráðamenn og þjálfarar liðanna í Bestu deild karla spá því að Íslandsmeistarar Breiðabliks verji titil sinn á komandi keppnistímabili. 

image

Leikurinn

Áralöng hefð er fyrir því í fyrsta upphitunarpistli tímabils að tíðindamaður blikar.is bendi á þá augljósu staðreynd að Breiðablik er alltaf skráð efst í töfluröðinni þegar Íslandsmótið er flautað á 😊 

image

En svo bara raungerist það að Breiðabliksliðið sleppir aldrei tökunum á efsta sætinu allt mótið – allar 27 umferðir Bestu deildar karla 2022. Okkar menn eru efstir á markatölu fyrstu þrjár umferðirnar. Liðið nær tveggja stiga forskoti í fjórðu umferð og heldur efsta sætinu allt mótið. Í 8 umferðum af 27 er stigaforskotið 6 stig. Mest var forskotið 11 stig. Breiðablik vinnur svo sannfærandi sigur í Bestu deild karla 2022 - með 10 stiga forskot á næsta lið

Lokastaðan 2022: 

image

Það má því með sanni segja að sumarið 2022 hafi Breiðablik svifið líkt og á töfrateppi öðrum liðum ofar í Bestu deild karla, allt frá fyrsta leik til þess síðasta.

Met af ýmsu tagi voru slegin keppnistímabilið 2022 og hér er yfirlit yfir nokkur þeirra:

Breiðablik er áttunda félagið frá upphafi til að ná 1.000 stigum í deildinni. Stigin eru reyndar 1.001 frá því að liðið lék fyrst í efstu deild árið 1971.

23 ára met slegið - Í heimaleiknum gegn KR 23.júní 2022 skráði Breiðabliksliðið sig á spjöld sögunnar með sigri á Vesturbæjarliðinu. Leikurinn var sextándi sigur okkar manna í röð í efstu deild á heimavelli. Með sigrinum sló Blikaliðið met sem ÍBV hafði átt í heil 23 ár, en Eyjamenn unnu 15 heimaleiki í röð á Hásteinsvelli á árunum 1997 til 1999 og áttu metið einir síðan, eða þar til okkar menn jöfnuðu það með sigri gegn KA 20. júní.

Gullhanskinn - Anton Ari Einarsson hreppti fyrsta gull­hansk­ann sem af­hent­ur hef­ur verið hér á landi. Gull­hanskinn er af­hent­ur þeim markverði sem held­ur oft­ast hreinu á keppn­is­tíma­bili Bestu deild­ar­inn­ar. Anton Ari hélt tólf sinn­um hreinu í 27 leikj­um. 

Taplausir á heimavelli - Blikar náðu þeim merka áfanga að spila 22 leiki í röð á heimavelli án taps  (21 sigur / 1 jafntefli) með markatöluna 69:10. Liðið vann alla heimaleiki árið 2021, nema fyrsta leikinn sem var gegn KR á Kópavogsvelli 2. maí, með markatöluna 32:1 og liðið var taplaust árið 2022 tólf leiki í röð með markatöluna 37:9. Sá sem skrifaði handritið að þessari velgengni á heimavelli sá auðvitað til þess að velgengnin - sem hófst eftir tap gegn KR í fyrsta leik 2021 - að það var lið KR sem batt enda á sigurgönguna í 3. umferð úrslitakeppninnar á Kópavogsvelli 15. október 2022.

Venjulegt 22 leikja mót - Annað árið í röð skoruðu Blikamenn 55 mörk í 22 leikjum í deildinni og bæta besta eigin árangur, frá 2021, um 4 stig. Þeir ljúka hefðbundnu móti með 51 stig og fara í úrslitakeppnina í október með átta stiga forskot á næstu lið. Þau félög sem hafa náð 50 eða fleiri stigum í 22 leikjum frá 2008 eru: KR 52 stig árin 2013/2019 og Stjarnan 52 stig 2014. FH 51 stig árið 2009 og Breiðablik 51 stig árið 2022. Valur 50 stig 2017.

Markaskorun - Liðið skoraði 66:27 mörk í deildinni og deilir nýju markameti með Víkingum sem einnig skorðuðu 66:41 mörk.

Nánar>> Sagan 2022

Breiðablik - HK

Fyrstu gestir á Kópavogsvelli í Bestu deild karla 2023 eru félagar okkar úr efri byggðum. HK-ingar sem nú eru aftur komnir upp í efstu deild eftir stutta dvöl í Lengjudeildinni, en ljóst var um naumt fall nágrannafélagsins úr efstu deild 2021 eftir 3:0 tap á Kópavogsvelli í lokaleiknum 2021 og úrslit í leik Keflvíkinga og ÍA. HK sem sagt byrjar tímabilið 2023 á sama keppnisvelli og þeir enduðu tímabilið 2021. Velkomnir aftur í deild þeirra bestu.

Sagan

Breiðablik og HK eiga að baki 34 mótsleiki auk góðgerðarleikja enda hefur samstarf Kópavogsfélaganna verið mjög gott. Yfirlit mótsleikja Hér.

Leikurinn á mánudaginn verður því 35. mótsleikur liðanna frá upphafi og 10. innbyrðis leikur liðanna í efstu deild.

Staðan í þessum 9 leikjum hingað til er nokkuð jöfn. Blikasigar eru 4 gegn 3 sigrum HK. Jafnteflin eru 2.

Leikir gegn HK í efstu deild á Kópavogsvelli. 

Heimaleikurinn á Kópavogsvelli 2020 var felldur niður vegna Covid 19.

14.07 00:32
2008
Breiðablik
HK
2:1
1
A-deild | 11
Kópavogsvöllur | #

26.06 20:00
2007
Breiðablik
HK
3:0
1
3
A-deild | 8. umferð
Kópavogsvöllur | #

Blikahópurinn 2023

Nokkrir núverandi leikmanna Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingurinn Damir Muminovic spilar nú með Breiðabliki eins og alkunna er. Viktor Örn Margeirsson lék sem lánsmaður hjá HK árið 2014. Markahrókurinn Stefán Ingi Sigurðarson lék sem lánsmaður með HK í fyrra og skorðið 16 mörk í 15 leikjum.

Fyrrum leikmenn Breiðabliks, þeir Arnþór Ari Atlason og Atli Hrafn Andarson, leika nú með HK liðinu.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Blika milli ára.

Komnir: Alex Freyr Elísson frá Fram - Arnór Sveinn Aðalsteinsson kominn heim frá KR - Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val) - Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö - Eyþór Aron Wöhler frá ÍA - Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík - Oliver Stefánsson frá Norrköping (var á láni hjá ÍA) - Patrik Johannesen frá Keflavík og Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni).

Farnir: Dagur Dan Þórhallsson til Orlando - Elfar Freyr Helgason í Val - Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg - Mikkel Qvist - Pétur Theódór Árnáson á láni til Gróttu - Sölvi Snær Guðbjargarson í frí - Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls) - Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni) - Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)

Óskar Hrafn Þorvaldsson er aðalþjálfari meistaraflokks karla. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. 

Halldór Árnason er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2019. 

Valdimar Valdimarsson er markmannsþjálfari liðsins. Hann tók við því starfi af Ólafi Péturssyni.

Aron Már Björnsson er styrktarþjálfari liðsins síðan 2016. Aron er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. 

Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn.

Í sjúkraþjálfarateyminu eru þær Særún Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir frá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu. 

Marinó Önundarson og Alex Tristan Gunnþórsson eru liðsstjórar meistaraflokks karla.

image

Íslandsmeistarar Breiðabliks 2022

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki leiksins er fæddur og uppalinn Kópavogsbúi, vesturbæingur svo allrar nákvæmni sé gætt og hefur búið þar nánast alla ævina við sömu götu.  Sá sinn fyrsta leik með Breiðabliksliðinu fyrir að verða 45 árum, 1-2 ósigur gegn Víking 30. júlí 1978.

Æfði upp alla yngri flokka félagsins með smá hléum en tók dómarapróf 17 ára og næstu 21 árin dæmdi hann og var aðstoðardómari á flestum stigum knattspyrnunar hérlendis og í Evrópu.

Þá var spáblikinn stafsmaður knattspyrnusambandis um tveggja áratuga skeið og starfar nú sem vettvangsstjóri hjá UEFA í Meistaradeildum karla og kvenna.

Gunnar Gylfason - Hvernig fer leikurinn?

“Hard work beats talent if talent doesn’t work hard.” Breiðabliksliðið er klárlega mun betur mannað lið en HK og á á flestum dögum að vinna nokkuð örugglega en það er alltaf þetta en í íþróttum og þá sérstaklega í fótbolta. Við skulum vona að Óskar nái upp réttu spennustigi fyrir leiknum og leikmenn mæti rétt stemmdir fyrir verkefninu. Að því gefnu þá á Breiðabliksliðið að vera umtalsvert sterkara heldur en nýliðarnir og vinna sannfærandi sigur.

image

Gunnar Gylfason, SpáBliki fyrstu umferðar 2023

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli klukkan 20:00 - stundvíslega!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Miðasala árskorta: Stubbur Breiðablik

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Græna stofan opin, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Tryggðu þér þitt sæti á fjölmennasta heimavelli landsins. Fyrsti heimaleikur karlaliðsins í Bestu deildinni er mánudaginn 10. apríl á móti HK. Þú velur um:

  • Árskort ungir 16-26.ára 

  • Árskort

  • Stuðningsbliki

  • Afreksbliki

Hægt að tryggja sér kort hér eða smella á myndina:

image

Til baka