BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir framlengir

15.08.2024 image

Góðar fréttir!

Varnarmaðurinn okkar öflugi Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út keppnistímabilið 2025.

Damir er 34 ára og hefur spilað 381 mótsleiki og skorað 17 mörk með meistaraflokki Breiðabliks frá því að hann kom til félagsins árið 2014. Aðeins Andri Rafn Yeoman hefur spilað fleiri leiki í grænu Breiðablikstreyjunni en Damir Muminovic.

Damir er stór hlekkur í Blikafjölskyldunni og mikið fagnaðarefni að við fáum að njóta krafta hans áfram!

Áfram Blikar! Alltaf, alls staðar.

Ferill

Damir byrjaði meistaraflokksferilinn hjá HK árið 2007 þá 17 ára gamall:

Deildaleikir

Í sigurleiknum gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í maí á þessu ári lék Damir sinn 250. leik í efstu deild, en leikir hans í fjórum efstu deildunum eru orðnir 330 talsins þar af 222 með Breiðabliki - allir í efstu deild.

Heildarleikjafjöldi Damirs með 4 liðum í öllum mótum stendur núna í 544 leikjum og skiptist svona: A-deild: 260. B-deild: 36. C-deild: 9. D-deild: 25. Bikarkeppni: 37. Deildabikar: 101. Reykjavíkurmót: 3. Meistarkeppni: 2. Evrópuleikir: 37. Vormót: 34. Samtals: 544 mótsleikir. 

A-landsleikir Damirs eru 6. 

Ferill með Blikum

Viðurkenning 2024: 350 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2022: 300 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2021: 250 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2019: 200 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2018150 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenningarskjal 2017: 100 mótsleikir með Breiðabliki

View this post on Instagram

A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)

Til baka