BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir heldur til DPMM frá Brúnei

13.12.2024 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Varnarmaðurinn, tvöfaldi Íslandsmeistarinn og goðsögnin Damir Muminovic hefur ákveðið að elta spennandi tækifæri og reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni í Singapúr.

Damir er næst leikjahæsti leikmaður meistaraflokks karla og á alls 388 leiki fyrir Breiðablik og hefur skorað í þeim 18 mörk frá því að hann kom til félagsins árið 2014.

Það þarf ekkert að fara nánar út í hversu mikið Damir hefur gefið okkur Blikum, það vita allir sem að klúbbnum koma.

Á morgun heldur Damir til Brúnei. Við óskum honum góðs gengis í þessu verkefni, um leið og við segjum takk Damir!

Ferill

Damir byrjaði meistaraflokksferilinn hjá HK árið 2007 þá 17 ára gamall:

A screenshot of a computer

Description automatically generated

Deildaleikir

Í sigurleiknum gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í maí á þessu ári lék Damir sinn 250. leik í efstu deild, en leikir hans í fjórum efstu deildunum eru orðnir 337 talsins, þar af 229 með Breiðabliki í efstu deild.

Heildarleikjafjöldi Damirs með 4 liðum í öllum mótum stendur núna í 551 leikjum og skiptist svona: A-deild: 267. B-deild: 36. C-deild: 9. D-deild: 25. Bikarkeppni: 37. Deildabikar: 101. Reykjavíkurmót: 3. Meistarkeppni: 2. Evrópuleikir: 37. Vormót: 34. Samtals: 551 mótsleikir. 

A-landsleikir Damirs eru 6. 

Ferill með Blikum

Viðurkenning 2024: 350 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2022: 300 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2021: 250 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2019: 200 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenning 2018150 mótsleikir með Breiðabliki

Viðurkenningarskjal 2017: 100 mótsleikir með Breiðabliki

Til baka