Getur allt gerst í seinni hálfleik
16.07.2024
Eftir lengsta Evrópu ævintýri Íslandssögunnar hjá strákunum í fyrra þá var komið að því að fara aftur af stað, stefnan var tekin á Norður Makedóníu en við könnumst ágætlega við okkur þar. Fórum í góða ferð í fyrra sem átti þátt í því að liðið tryggði sér pláss í riðlakeppninni eftir sigur heima á móti Struga. Núna fór leikurinn fram í Skopje og hitinn hafði mikil áhrif, leikurinn var meðal annars færður til 20:30 um kvöld vegna hita sem náði hæst um 40 gráðum.
Byrjunarliðið var sem hér segir:
Allt klárt. Þessir byrja fyrsta Evrópuleik Blika í ár???? pic.twitter.com/fKprQON0qV
— Blikar.is (@blikar_is) July 11, 2024
Í stuttu máli þá voru Blikarnir bara betri í fyrri hálfeik en Tikves átti alveg sína spretti, það var samt augljóst að hitinn myndi hafa eitthvað að segja með úrslitin í þessum leik. En Blikar fóru á fullt og eftir kortið setti Viktor Karl boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Ísaki Snæ og staðan orðin 0-1. Allir kátir.
Viktor Karl búinn að skora fyrir Breiðablik, 1-0! pic.twitter.com/UahV3Ny5KZ
— Blikar.is (@blikar_is) July 11, 2024
Korteri seinna eða þegar að um rúmlega hálftími var liðinn þá vann Oliver Sigurjónsson boltann vel á miðjunni, kom honum á Viktor Karl sem lagði boltann áfram til vinstri á Kristófer Inga sem þrumaði á nær stöngina og upp í þaknetið. Staðan orðin 0-2 og menn orðnir enn þá kátari en áður.
2-0 fyrir Breiðablik! Kristofer Ingi með flott mark eftir 30 min! pic.twitter.com/JgbePZL357
— Blikar.is (@blikar_is) July 11, 2024
Ég viðurkenni að ég var orðinn bjartsýnn þegar leið á seinni hálfleikinn en svo poppaði hann upp, helvítis slæmi kaflinn.
Á aðeins 8 mínútum náðu Tikves menn að setja 3 mörk og staðan skyndilega orðin 3-2 fyrir heimamenn, ég veit ekki hverju skal kenna um en ég tel að hitinn hafi haft gríðarlega mikil áhrif þarna. Ekki það að við eigum að vera vanir að keppa í svona aðstæðum.
Það er bara hálfleikur og eins og við vitum þá getur allt gerst í seinni hálfleik, sérstaklega þegar að hann er 90.mín. Við höfum átt frábær Evrópukvöld á Kópavogsvelli og stefnum á það sama núna á fimmtudaginn, við þekkjum aðstæður vel og það spáir um 10 stiga hita um kvöldið og gervigrasið verður vel vökvað.
Alvöru stuðningur getur skipt sköpum að fá alvöru stuðning í stúkunni, megum ekki gleyma því að þó við Blikar séum orðin góðu vön með alla þessa Evrópuleiki þá er þetta ekki sjálfgefið. Treysti á að Blikar fjölmenni og láti vel í sér heyra.
-KIG
Sambandsdeild UEFA 2024/25: Breiðablik - Tikvesh 18. júlí kl.19:15!