BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Mjólkurbikarinn 16-liða úrslit: ÍA - Breiðablik

24.06.2022 image

Við heimsækjum ÍA upp á Skaga í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2022. 

Flautað verður til leiks á Norðurálsvelli á mánudagskvöld kl.19:45!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Bikarsagan

Breiðablik hefur tekið þátt í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi keppninnar árið 1960. Fyrsti Bikarleikur félagsins var tapleikur gegn Þrótti í 1. umf í ágúst 1960. Fyrsti sigurleikur Blika í keppninni kom á gamla Melavellinum árið 1962 þegar okkar menn mættu Víkingum í 1. umferð. Þrjá leiki þurfti til að knýja fram úrslit í rimmunni við Víkinga en reglur þess tíma voru að ef leikur endaði með jafntefli þurfti að leika að nýju til að fá hrein úrslit. Fyrsti leikurinn endaði með 0:0 jafntefli. Nýr leikur fór fram á hlutlausum velli og aftur skilja liðn jöfn - 3:3. Þriðji leikurinn fór svo fram á Melavellinum og unnu Blikamenn þá 0:3 sigur og þar með sinn fyrsta sigur í Bikarkeppni KSÍ. Nánar.

Breiðablik hefur þrisvar spilað til úrslita í Bikarkeppni KSÍ og einu sinni orðið Bikarmeistari:

Árið 1971 vinna Blikar Keflavík, Val, Fram en tapa fyrir Víkingum í úrslitum. 

Árið 2009 vinna Blikar Hvöt, Hött, HK, Keflavík og vinna Fram í úrslitum. 

Árið 2018 vinna Blikar Leikni R., KR, Val, Víking Ó en tapa fyrir Stjörnunni í úrslitum. 

32-liða úrslit 2022

Af blikar.is "Blikar buðu upp á eina flottustu flugeldasýningu sem sést hefur á Kópavogsvelli frá upphafi þegar þeir lögðu Valsmenn að velli 6:2 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla. Pistlahöfundur, sem hefur marga fjöruna sopið í knattspyrnumálum, er tilbúinn að fullyrða að síðari hálfleikur er sá besti sem Blikaliðið hefur nokkurn tíma sýnt frá upphafi knattspyrnu í Kópavoginum! Vel mannað Valslið  átti engin svör við frábærum sóknarleik Blikaliðsins og sterkir miðju og varnarmenn heimapilta sáu til þess að þeir rauðklæddu frá Hliðarenda áttu í raun ekki eitt einasta færi í hálfleiknum. Ákefðin jókst með hverjum nýjum leikmanni sem Blikar settu inn á en á sama tíma hentu Hlíðarendapiltar hverjum leikmanni á fætur öðrum inn á án nokkurs árangurs."

Innbyrðis bikarleikir ÍA og Breiðabliks

Níu sinnum hafa liðin dregist saman í 62 ára sögu Bikarkepni KSÍ. Fjórir leikir í 16-liða úrslitum. Þrir leikir í 8-liða úrslitum og tveir leikir í undanúrslitum:

16-liða úrslit

Jonathan Glenn skorar mark strax á 5. mín leiksins. Staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma. Ágúst Eðvald Hlynsson skorar sigurmark Blika á 110 mín.

20.06 19:15
2013
ÍA
Breiðablik
0:3
7
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit. Úrslit eftir framlengingu
Norðurálsvöllurinn - Akranesi | #

Staðan 0:0 eftir venjulegan leiktíma. Breiðablik skorar 3 mörk í framlengingunni. Markaskorar: Elfar Árni Aðalsteinsson, Ellert Hreinsson og Tómas Óli Garðarsson

04.07 19:15
2005
ÍA
Breiðablik
2:1
1
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Akranesvöllur | #

Skaginn vinnur leikinn. Kristján Óli með mark Blika á 27. mín.

13.07 14:00
1977
ÍA
Breiðablik
1:0
1
Bikarkeppni KSÍ | 16-liða úrslit
Akranesvöllur | #

Skagasigur 1:0. 

8-liða úrslit

23.07 11:33
1986
Breiðablik
ÍA
6:7
2
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit. Úrslit eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Kópavogsvöllur | #

Jafnt 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Mörk Blika í opnum leik: Helgi Ingvason á 40. mín og Jón Þórir Jónsson úr víti sem Rögnvaldur Rögnvaldsson fiskaði á 45. mín. Framlenging og vítaspyrnukeppni sem Skagamenn unnu 4-5. 

25.07 11:32
1984
Breiðablik
ÍA
3:4
3
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit. Úrslit eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni
Kópavogsvöllur | #

Staðan jöfn 0:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. ÍA vinnur vítaspyrnukeppnina 3:4. 

21.07 23:23
1982
Breiðablik
ÍA
1:2
4
Bikarkeppni KSÍ | 8-liða úrslit
Kópavogsvöllur | #

Mark Blika skoraði Sigurður Grétarsson undir lok fyrri hálfleiks.

Undanúrslit

10.08 21:05
1983
ÍA
Breiðablik
4:2
3
1
Bikarkeppni KSÍ | Undanúrslit
Akranesvöllur | #

Skagamenn með öruggan sigur. Mörk Breiðabliks: Hákon Gunnarsson og Jón G. Bergs.

09.08 01:47
1978
Breiðablik
ÍA
0:1
1
Bikarkeppni KSÍ | Undanúrslit
Kópavogsvöllur | #

 0:1 sigur gestanna. 

Dagskrá

Blikar heimsækja ÍA upp á Skaga í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2022. 

Flautað verður til leiks á Norðurálsvelli á mánudagskvöld kl.19:45!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

BlikarTV - Mörk og atvik frá síðustu heimsókn okkar manna á Norðurálsvöll fyrr í sumar:

Til baka