BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Pepsi MAX 2021: Breiðablik - ÍA

14.08.2021 image

17. umferð Pepsi MAX karla 2021 fer fram á sunnudag og mánudag. Okkar menn fá Skagamenn í heimsókn á mánudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15. Leikurinn verður sýndur í vefsjónvarpi Stöðvar 2 Sport.

Blikar unnu fyrri leik liðanna í sumar. Sigurinn var kærkominn og sanngjarn en kannski óþarflega tæpur. Okkar menn voru mun sterkari í leiknum og áttu í raun að vera búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik:

Nú er allur fólkus aftur kominn á Pepsi Max deildina, en nokkur orð um Evrópukeppnina. Frammistaða Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu var stórkostleg. Ísland er nr 47 af 54 liðum í UEFA sem taka þátt í Evrópukeppnum  Liðin sem við lékum við eru frá Luxembourg (35), Austurríki (10) og Skotland (11). Þetta eru allt lönd sem eru talsvert mikið hærra skrifuð og með betri árangur en Ísland er með. Nokkuð sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir. Það má líka geta þess að þessi árangur Breiðabliks í ár er lykilástæða þess að ísland mun aftur leiktímabilið 2022/2023 vera með 4 líð í stað þriggja í Evrópukeppnum. Breiðablik er að verða eitt af stærstu flaggskipum íslenskrar knattspyrnu.  

Okkar menn fá Skagamenn í heimsókn í Pepsi Max 2021 á mánudagskvöld. Flautað verður til leiks kl.19:15. Leikurinn verður sýndur í vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Svona lítur stöðutaflan út fyrir 17.umferð. Blikar eiga leik til góða gegn KA.

image

Sagan

ÍA er það lið sem Breiðablik hefur mætt næst oftast í keppnisleikjum frá upphafi. Mótsleikirnir eru orðnir 119 frá fyrsta leik liðanna í maí 1965. Skagamenn hafa sigrað 64 leiki, Blikar hafa sigrað í 33 leiki og 22 leikir hafa endað með jafntefli. Meira>

Tölfræði

Á síðustu öld unnu Skagamenn nánast alla mótsleiki liðanna. Meira> En frá síðustu aldamótum fellur vinningshlutfaliðð með Blikum.

Efsta deild

Leikir í efstu deild frá upphafi (fyrst árið 1971) eru 59. Skagamenn leiða með 33 sigra gegn 17 sigrum Blika. Jafnteflin eru 9. Meira>

Efsta deild frá 2006

Síðan Blikar tryggja sér aftur sæti efstu deild 2006 er vinningshlutfalið Blikum í vil: 10 sigrar, 6 töp og 5 jafntefli 21 viðureign.

Skagamenn léku 1. deild 2009 og 2011, og aftur árin 2014 og 2018. Því eru efstu deildar leikir liðanna aðeins 21 á þessu 15 ára tímabili 2006-2020. Einnig féll annar leikur liðanna niður í fyrra útaf svolitlu. 

Síðustu 5 á Kópavogsvelli:

Leikmenn

Aðeins einn núverandi leikmenn Blika hefur spilað með báðum liðum. Viktor Örn Margeirsson lék með ÍA árið 2017 sem lánsmaður frá Blikum. Hjá Skagamönnum á Sindri Snær Magnússon 26 mótsleiki með Breiðabliki árin 2012 og 2013.

Leikmannahópurinn:

image

Stuðningsmaðurinn

SpáBliki 17. umferðar flytur frá Akranesi í vesturbæ Kópvogs árið 1963 þá 14 ára gamall. Hann fór fljótlega að fylgjast með Breiðabliki og enn frekar þegar mágur hans byrjaði að verja mark Blikanna og hefur verið stuðningsmaður allar götur síðan. Blikinn hóf störf innan félagsins árið 1992 en þá var hann kosinn í stjórn Handknattleiksdeildar. SpáBlikinn átti einnig sæti í stefnumótunarnefnd Breiðabliks og sinnti bókhaldsvinnu og ofl varðandi Sandgrasvöllin sem ver tekin í notkun árið 1991 þar sem Fífan stendur núna. SpáBlikinn flytur út á land haustið 1993 en kemur aftur heim árið 1998 og tók þá að sér stjórnarstörf í knattspyrnudeild og síðar stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins. Blikinn er virkur þáttakandi í Ungmennafélaginu Dúddi sem er tippklúbbur sem hittist í Smáranum á laugardögum og reynir að safna peningum til góðra verka.

Steini Þorvaldsson: Hvernig fer leikurinn?

Lengi vel var það erfitt að mæta á Akranesvöll þegar Blikar og Skaginn áttust við. Það var svolítið skrítið að vera mættur í fæðingarbæinn og halda með aðkomuliðinu en vera samt sem áttur sáttur við úrslit hver sem þau yrðu. Með árunum breyttist þetta og Breiðablik tók alfarið yfir. Á sunnudaginn þegar Skaginn kemur í heimsókn vona ég að ferðaþreyta eftir að hafa spilað erfiðan útileik við Aberdeen sitji ekki í mínum mönnum. Ég hef trú á að þeir vinni þennan leik 2-0 og Árni Vill og Höskuldur skori mörkin. Skaginn hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og þrátt fyrir tvo góða sigra í röð í deild og bikar held ég að Blikar vinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með hinum unga leikmanni Ísak Snæ Þorvaldssyni og markmanninum Árna Marinó Einarssyni í leiknum. Ég hef ágætis trú á Jóa Kalla sem þjálfara en held þó að efniviðurinn sem hann hefur að spila úr sé bara ekki nógu sterkur til að vinna Blika á þeirra heimavelli.

image

Steini Þorvaldsson - SpáBliki 17. umferðar

Dagskrá

Því miður eru enn takmarkanir vegna Covid-19. 

Miðasala á tix.is

Leikurinn verður sýndur vefsjónvarpi Stöðvar 2 Sport.

Því miður er ekki hægt að vera með neina veitingasölu á leiknum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Í fyrri leik liðanna í sumar voru skoruð 5 mörk. Heimsókn Skagamanna á Kópavogsvöll 2020 varð að 8 marka veislu: 

Til baka