BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2021/2022: Racing FC - Breiðablik fimmtudag 8. júlí kl.17:00!

08.07.2021 image

Breiðablik mætir Racing FC á þeirra heimavelli í Lúxemborg í undankeppni sambandsdeildar UEFA 2021/2022 (Europe Conference League). Flautað verður til leikls kl. 17:00 að íslenskum tíma. 

Leikurinn við FC Racing verður 15. Evrópuleikur Breiðabliks frá upphafi. Leikirnir 14 til þessa, allir á árunum 2010-2020, voru gegn 8 mismunandi liðum í 8 löndum. Fyrsti Evrópuleikurinn var gegn Motherwell í Skotlandi árið 2010. Önnur lið sem Blikaliðið hefur mætt í Evrópukeppnum eru Rosenborg (2011 og 2020**), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), Santa Coloma (2013) og nú FC Racing (2021). **í fyrra (2020) var undankeppnin einföld umferð vegn Covid-19.

Árangur Breiðabliks í Evrópukeppninni árið 2013 var einstakur. Liðið vann 3 leiki af 6, gerði 3 jafntefli, en tapaði gegn Aktobe 1:0 í Kasakstan. Og ef frá eru talin töp gegn Motherwell árið 2010 þá hafa Blikamenn knúið fram sigur eða jafntefli í heimaleikjum þau ár sem keppnin var með hefðbundnu sniði.

Í 14 evrópuleikjum 2010-2020 hefur Blikaliðið unnið 4 leiki, gert 4 jafntefli og tapað 6 leikjum. 

Sigurleikir okkar manna í Evrópukeppnum til þessa eru: 

Flautað verður til leiks á Stade Josy Barthel velliniun í Lúxembourg kl.17:00 (19:00 lókal) á morgun, fimmtudag 8. júlí. Síðari leikur liðanna verður á Kópavogsvelli fimmtudaginn 15. júlí kl 19:00 að íslenskum tíma. 

Ekki verður sýnt frá leiknum í Lúxembourg svo vitað sé en hér er linkur í beina textalýsingu UEFA frá leiknum. Meira>

Fari allt á besta veg í tvegggja leikja rimmunni okkar gegn Lúxurum þá er þetta framhaldið: Við mætum Austria Wien. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki þann 22. júlí og seinni leikurinn á Kópavogsvelli þann 29. júlí.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Myndir frá æfingu liðsins á Stade Josy Barthel vellinum 7. júlí: 

image

image

image

Til baka