BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sambandsdeild UEFA 2022/2023: Breiðablik - U.E. Santa Coloma fimmtudag 14. júlí - kl.19:15!

13.07.2022 image

Grafík: Halldór Halldórsson

Blikamenn taka á móti U.E. Santa Coloma á Kópavogsvelli í síðari leik liðanna í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/2023. 

Flautað verður til leiks kl.19:15!

Miðasala á Stubbur app: Stubbur  Bæði almennir miðar og Betri stúka. Miðar í Betri stúkuna tryggja: Aðgang að glersal 1 klst fyrir leik og í hálfleik. Veitingar fyrir leik og í hálfleik. Miðaverð í Betri stúku aðeins, 5.500.kr. Sala á VIP miðum stöðvast kl 13:00 á miðvikudag.

Stöð 2 Sport 4 sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.19:05. 

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Blikaklúbburinn kynnir og selur nýju Evróputreyjuna 2022. Takmarkað magn af treyjum og treflum. Fyrstur kemur fyrstur fær. Völlurinn opnar 18:15!

Hlið Kópavogsvallar opna 18:15! Kópacabana menn ætla að hita upp á Spot frá 16:00 - 18:00. Landsleikur Íslands verður sýndur, söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:15. Við hvetjum alla Blika til að taka undir með Kópacabana-mönnum í stúkunni á leiknum!

Fyrri leikur liðanna í Andorra 7. júlí:

"Leikurinn varð aldrei mikið fyrir augað" skrifar tíðindamaður blikar.is "framan af var stöðubarátta þar sem Blikarnir reyndu að spila sinn leik en náðu ekki alveg taktinum. Skiljanlegt að mörgu leyti.  Á 16. mínútu dró til tíðinda. Hápressa okkar manna (lykilatriði i góðum árangri okkar í ár að mínu mati) skilaði okkur forystu. Marc Rébes lenti í vandræðum eftir pressu frá Ísak og nafni hans Priego var greinilega í engu talsambandi við félaga sinn. Ísak komst inn í varnartilraunina hjá Rébes og boltinn fór í markið. Leikurinn fjaraði út í fyrri hálfleik en 2 færi litu dagsins ljós. Fyrst náði hinn knái Virgili að plata okkar menn hvern um annan þveran (sjaldgæf sjón) og átti þrumuskot í markslá Blikanna frá vítateig. Þarna hefðu þeir getað jafnað leikinn en sem betur fer bjargaði tréverkið okkur þarna. Stuttu síðar átti Höskuldur fyrirliði magnað fyrirgjöf á Jason sem átti frían skalla en hitti ekki markið. Priego stóð berskjaldaður en boltinn fór framhjá. 0-1 í hálfleik" Nánar hér.

Um andstæðinginn

Unió Esportiva Santa Coloma, einnig þekkt sem U.E. Santa Coloma, er fótboltaklúbbur í Andorra með aðsetur í þorpinu Santa Coloma, Andorra la Vella. Félagið spilar nú í efstu deild í Andorra. U.E. Santa Coloma var stofnað 23. september 1986. Eftir að hafa verið óvirkt í mörg ár sendi félagið lið til keppni árið 2006. Liðið spilar núna í efstu deild í Andorra eftir að hafa unnið næst efstu deild tímabilið 2007/8. Liðið hefur aldrei unnið Andorra deildina. Lentu í 2. sæti 2010/11, 2014/15 og 2021/22 - næst á eftir In­ter Escaldes sem Víkingar unnu í Vikinni 21. júní sl. 

Eftir að hafa endað í öðru sæti í deildinni tímabilið 2009/10 lék félagið fyrst í Evrópudeild UEFA árið 2010. Liðið tók síðast þátt 2017. Andorra liðið hefur 8 sinnum tekið þátt í 1. umferð undankeppni í Evrópu keppnum.

Um Andorra. Þetta er sjálfsstjórnarhérað í hinum fögru Pýreneafjöllum – á landamærum Frakklands og Spánar (eða Katalóníu öllu heldur).  Sagan nær aftur til Karls mikla á 8. öld sem á að hafa búið til þetta furstadæmi  (principauté) sem átti að hafa það markmið að verjast árásum Mára – arabanna sem réðu stórum hluta Spánar á þeim tíma.  Arabarnir hurfu á braut en þetta smáriki hefur haldið nokkurn veginn sjálfræði æ síðan. Katalónska er opinbert tungumál og helsti atvinnuvegurinn er ferðaþjónusta. Íbúar eru aðeins rúmlega 70.000 talsins (álíka margir og Kópavogsbúar og Hafnfirðingar samanlagt) en það koma 10 milljónir ferðamanna til örríkisins á hverju ári. 

Saga Blika í Evrópukeppnum

Leikurinn við U.E. Santa Coloma verður 23. Evrópuleikur Blikamanna frá upphafi. 

Liðin sem Blikar hafa mætt í Evrópukeppnum eru:

U.E. Santa Coloma (2022), Aberdeen FC (2021), Racing Union (2021), Austria Wien (2021), Rosenborg (2020 og 2011), Vaduz (2019), Jelgava (2016), Aktobe (2013), Sturm Graz (2013), FC Santa Coloma (2013), Motherwell (2010).

Samtals 22 leikir í 10 löndum, 8 sigrar, 5 jafntefli, 9 töp. 

Mesti árangur Breiðabliksmanna til þessa í Evrópukeppnum:

2021 Sambandsdeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. Racing Uion. 2.umf. Austria Wien. 3.umf. Aberdeen FC

2013 Evrópudeild UEFA - Undankeppni: 1.umf. FC Santa Coloma. 2.umf. Sturm Graz. 3.umf. FC Aktobe

Blikaliðið tekur nú þátt í Evrópukeppni fjórða árið í röð.

image

Dagskrá

U.E. Santa Coloma og Breiðablik mætast í Sambandsdeild UEFA  fimmutdaginn 7. júlí.

Flautað verður til leiks kl. 19:15! 

Miðasala á Stubbur app: Stubbur  Bæði almennir miðar og Betri stúka. Miðar í Betri stúkuna tryggja: Aðgang að glersal 1 klst fyrir leik og í hálfleik. Veitingar fyrir leik og í hálfleik. Miðaverð í Betri stúku aðeins, 5.500.kr. Sala á VIP miðum stöðvast kl 13:00 á miðvikudag.

Stöð 2 Sport 4 sýnir leikinn í beinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Útsending hefst kl.19:05. 

Græna stofan opnar 18:15, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Hlið Kópavogsvallar opna 18:15! Kópacabana menn ætla að hita upp á Spot frá 16:00 - 18:00. Landsleikur Íslands verður sýndur, söngvar verða sungnir! Kópacabana menn munu svo keyra upp stemninguna í stúkunni frá 18:15. Við hvetjum alla Blika til að taka undir með Kópacabana-mönnum í stúkunni á leiknum!

Blikaklúbburinn kynnir og selur nýju Evróputreyjuna 2022. Takmarkað magn af treyjum og treflum. Fyrstur kemur fyrstur fær. Völlurinn opnar 18:15!

Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 4. 

Dómarar eru frá Finnlandi. Aðaldómari: Joni Hyytiä. Aðstoðardómarar: Mika Lamppu og Veli-Matti Leppänen. Fjórði dómari: Jari Järvinen.

Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!

Bein textalýsing UEFA:

image

Til baka