Sambandsdeild UEFA 2024/25: Breiðablik - Tikvesh 18. júlí kl.19:15!
17.07.2024Annar Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn GFK Tikvesh í síðari viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25.
Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15!
Almenn miðasala er á Stubbur Selt er í númeruð sæti. Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Blikaklúbburinn mun kynna og selja varning í Blikabúðinni.
Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin.
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl.19:00!
Fyrri leik liðannna á National Arena Todor Proeski vellinum í Skopje í N-Makedóníu lauk með 3:2 sigri heimamanna sem skoruðu 3 mörk í röð í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 0:2 fyrir okkar menn:
Um GFK Tikvesh
GFK Tikvesh, stofnað af hópi ungra áhugamanna á fundi á Balkan veitingastaðnum í Kavadarci, 21. desember 1930, er atvinnumannaklúbbur frá Kavadarci í Norður-Makedóníu sem leikur í makedónsku deildinni.
Eftir flakk á milli heimvalla fyrstu 20 árin festi félagið rætur á Gradski Stadion Kavadarci í mars 1950 og hefur félagið verið þar síðan.
Besta tímabil félagsins var á sjöunda áratugnum og allan áttunda áratuginn þegar Tikvesh vann makedónsku lýðveldisdeildina tvisvar: 1971/72 og 1977/78. Liðið hefur fimm sinnum leikið í júgóslavnesku annarri deildinni: 1955/56, 1968/69,1969/70,1972/73 og 1978/79.
Tikvesh var eitt af 18 stofnfélögum makedónsku fyrstu deildarinnar árið 1992. Félagið vann sinn fyrsta á síðasta keppnistímabili keppnistímabilið þegar liðið endaði í 4. sæti í deildinni - besti árangur liðsins í bestu deild frá upphafi - og vann, í fyrsta sinn, makedónísku bikarkeppnina í leik gegn Voska Sport 22. maí 2024. Frá því að bikarúrslitaleikurinn fór fram í lok maí þá hefur Tikvesh liðið bætt við sig einhverjum tíu leikmönnum og liðið verið styrkt umtalsvert. Þeir enduðu tímabilið mjög vel og eru að leika sinn annan Evrópuleik í sögu félagsins á Kópavogsvelli á fimmtudaginn.
Evrópusaga Breiðabliks
Karlalið Breiðabliks lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. júlí 2010. Síðan þá hefur Breiðablik tekið þátt í Evrópukeppnum í 10 ár af 14 mögulegum - þar af 6 síðustu ár í röð.
Leikurinn við GFK Tikvesh á fimmtudaginn verður 45. Evrópuleikur karlaliðs Breiðabliks frá upphafi. Þátttaka í Evrópumótum til þessa:
- Meistaradeild: 2023, 2011.
- Evrópudeild: 2023, 2020, 2019, 2016, 2013, 2010.
- Sambandsdeild: 2024, 2023, 2022, 2021.
Evrópublikar - 312 leikir !
Núverandi leikmannahópur Breiðabliks á að baki 312 leiki í 3 Evrópukeppnum. Andri Rafn leiðir með 38 leiki af 44 möguleikum. Hans fyrsti Evrópuleikur var gegn Motherwell sumarið 2010 sem var jafnframt fyrsti Evrópleikur meistarflokks karla.
Andstæðingar Blika í Evrópukeppnum:
2024 - GFK Tikvesh.
2023 - KAA Gent, Zorya Luhansk, Maccabi Tel Aviv, FC Struga - Zrinjski Mostar, FC Copenhagen, Shamrock Rovers, Buducnost Podgorica, Tre Penne.
2022 - Istanbul Basaksehir, Buducnost Podgorica, UE Santa Coloma.
2021 - Aberdeen, Austria Wien, Racing Union.
2020 - Rosenborg.
2019 - Vaduz.
2016 - Jelgava.
2013 - Aktobe, Sturm Graz, FC Santa Coloma.
2011 - Rosenborg.
2010 - Motherwell.
Dagskrá
Annar Evrópuleikur Blika í ár er heimaleikur gegn GFK Tikvesh í síðari viðureign liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA 2024/25 á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl.19:15!
Almenn miðasala er á Stubbur Selt er í númeruð sæti. Græna stofan verður opin fyrir leik, börger á grilli, rjúkandi kaffi og góðmeti í sjoppunni. Blikaklúbburinn mun kynna og selja varning í Blikabúðinni.
Minnum á að mæta tímanlega því skanna þarf alla miða við hliðin.
Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl.19:00!
Dómarar eru frá Finnlandi. Aðaldómari er Peiman Simani. Aðstoðardómarar eru: Christian De Casseres og Samu Koskinen. Fjórði dómari er Mohammed Al-emara.
Áfram Blikar! Alltaf - alls staðar!
PÓÁ